Þjóðremba og-eða þjóðernishyggja.

Ég finn vel að fólki finnst vanta ákveðinn valkost á vinstrivængnum í þessum efnum enda eru ekki margir kostir þar fyrir þá sem setja fullveldið í forgrunn og vilja ekki ganga í Evrópusambandið. Þeir kostir eru frekar hægra megin í litrófinu,“ segir hann.

________________________

Vantar fullveldiskost til vinstri segir Bjarni Harðarson. Hvað þýða þessi orð ?

Þjóðremba og þjóðernishyggja hafa aldrei verið jákvæðir drifkraftar í sögu þjóða. Eimitt þessi viðhorf hafa oftar en ekki leitt til deilna og styrjalda þjóða í milli.

Maður verður hreinlega hugsi þegar maður sér að hér á landi er ákveðinn jarðvegur fyrir þessa hugmyndafræði hjá nokkrum flokkum og einstaklingum.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að gefa slíkum hugrenningum rúm og tíma. Þjóðernishyggja er hættuleg og neikvæð sama hvernig á það er litið.

Að upplifa sig sérstakan vegna þjóðernis og jafnvel æðri öðrum er slæmt fyrir alla.

Ég er ekki að reyna að halda því fram að íslenskir þjóðernissinar séu hættulegir landi og þjóð en segja manni samt þá sögu að þessar hugrenningar eiga enn fylgismenn um allan heim og meðan svo er þá blikka viðvörunarljósin.

Sagan hræðir.


mbl.is Vantar fullveldiskost til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Ingi; sem oftar !

Persónulega; þekki ég Bjarna Harðarson, að öllu öðru, en ofstækismann, á nokkra vegu, þó svo; miður þyki mér, að hann skuli telja sig til vinstri, við ásinn - og hefir lengi gert, raunar.

Það er; - og verður jafnan, hans Byskupstungna sérvizka, sem víðar liggur í landi, í uppsveitunum, hér syðra, svo sem.

Hvar; ég hefi fyrir nokkru, snúið baki við klassískri þjóðernishyggju, ekki hvað sízt, þegar á daginn kom, að ég væri Mongóli, að 1/16 - og snúist til alþjóðahyggjunnar, á HEIMSVÍSU;; vel að merkja, Jón Ingi, læt ég mér í léttu rúmi liggja, þó ég sé ekki Íslendingur, að 100 prósentum, síðuhafi góður, og sef ágætlega, fyrir því.

Skjóttu ekki; of nærri fótum þínum, með slangri þínu til Bjarna Jón minn, því ekki er hún geðfelldari; Sovét- Evrópu hugmyndafræðin (ESB; Þýzkalands yfirdrottunar hyggjan), í nágranna álfu okkar, í austri, ágæti drengur.

Auðvitað; hefði ég kosið fremur, að sjá Bjarna Bókmæring, innan raða okkar Falngista (Spánar og Líbanon deilda), fremur en í einhverjum þokuslæðing til vinstri, leitandi að sálufélögum - þeirrar megin línunnar, en ætli sé okkur Jón ingi báðum ekki hyggilegast, að gefa Bjarna svigrúmið, til félags skapar þess, sem hann mun kjósa sér, að endingu, úr því; sem komið er ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi - norður í Eyfirðinga búðir /

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 16:31

2 identicon

Afsakið; fljótaskrift nokkra. Falangista, átti að standa þar.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 16:51

3 identicon

Mér þykir þú kræfur að túlka orð hans á þennan hátt. Fyrir mér er hann að lýsa yfir skoðun sinni að vilja ekki ganga í bandalag þjóða. Sem margir eru sammála hér á landi.

Hvergi segir hann að hann sé æðri en þeir sem koma annars staðar frá. Að ganga í þjóðabandalag er að langmestu leyti pólitísks og efnahagslegs eðlis, ekki satt?

Er það hættuleg skoðun hjá Bjarna?

Heldur þú að hún gæti leitt til stríðsátaka?

Athugaðu að ég er ekki að öllu leyti sammála Bjarna en hann á þó fullkomlega rétt á sinni skoðun, og hún er langt í frá að vera hættuleg að mínu mati.

Björn Ívar (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 17:20

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já svona fljótt á litið finnst mér ofstækið vera þín megin Jón Ingi. Ertu ekki að ruglast á orðnum ættjarðarást og þjóremba - að þú haldir þau eitt og hið sama? Því er svo er gæti svo farið að einmitt slíkt væri hættulegra landi og þjóð en nokkuð sem þú gætir bendlað Bjarna við. Ef jafnaðarmenn elska landið sitt, sérðu þar nasisma blómstra?

Ragnar Kristján Gestsson, 5.2.2013 kl. 19:36

5 identicon

Sælir; á ný !

Enn; verð ég að biðja síðuhafa forláts.

Jón ingi; kom fyrir hjá mér, hér efra - átti vitaskuld, að vera Jón Ingi, svo fram komi, aldeilis.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 20:29

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Látið þennan lasleika ekki fara í taugarnar á ykkur. Kannski stendur eitthvað illa á tungli núna fyrir aðildardreymendur. Ég las mánudagspistil Guðmundar Andra í Fréttablaðinu og hann er sama sinnis og áður. Talar um okkur andstæðinga inngöngunnar sem "einangrunarsinna."

 Vottar ESB nota öfugmælavinnubrögðin. Þeir vilja að Ísland einangrist frá umheiminum utan ESB-klúbbsins og trúa því að með því að snúa áróðrinum á hvolf gangi hann betur í fólk.

Árni Gunnarsson, 6.2.2013 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband