4.1.2013 | 08:04
Lögspekingur Sjálfstæðisflokksins.
Ef ráðherrann er að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslunnar í haust þar sem tæplega 49% landsmanna tóku þátt og þar sem 64,2% lýstu sig fylgjandi tillögum stjórnlagaráðs þá er algjörlega rangt að ræða um að þjóðarvilji hafi birst í málinu.
______________________
Einn helsti álitsgjafi Íslands fetar í fótspor Birgis Ármannssonar þingmanns Sjálfstæðisflokkisins og fer að túlka þá sem ekki mæta á kjörstað.
Sjálfstæðsflokkurinn og umboðsmenn hans hafa því tekið þá afdráttalausu línu að þeir sem ekki taka þátt í kosningum eru þungamiðja lýðræðisins og túlkunar þess.
Rangt að þjóðarvilji hafi birst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er einn þeirra sem ekki sjá þjóðarviljann í þessari atkvæðagreiðslu. Geri mér ekki grein fyrir áliti þeirra sem ekki mættu - nema mínu eigin en ég mætti ekki á kjörstað - en tel þó ekki ólíklegt að fjölmargir, sem létu sig vanta, hafi ekki haft áhuga á ferlinu í heild sinni. Sigurður Líndal ræðir ekki þá hliðina, heldur þá einföldu staðreynd að rúmlega 30% landsmanna eru ekki þjóðarvilji.
Þeir, sem vilja umbylta stjórnarskránni verða að umbera það við mig og aðra að við tökum ekki undir nauðsyn þess. Miklu fremur að áhuginn beinist að því að umbreyta og/eða lagfæra. Mörg okkar áskiljum okkur þann rétt að gagnrýna málið í heild sinni eða pörtum, sérstaklega núna þegar það er í meðferð Alþingis, þess aðila sem skv. lögum á að fjalla um málið.
Málflutningur þinn er ekki til þess gerðar að færa umræðuna upp úr skotgröfunum. E.t.v. hentar það þinni pólitísku lífssýn að halda umræðunni þar í stað þess að nálgast hana út frá málefnunum.
Ólafur Als, 4.1.2013 kl. 08:28
Sigurður Líndal prófesson er greinilega ekki fylgjandi lýðræði, nema að kallinn sé bara orðinn elliær?? hann á að vita betur, en lýðræði byggist ma. einfaldlega á kosningu þeirra sem mæta á kjörstað. Þeir sem sitja heima og nenna ekki á kjörstað samþykkja þá með hjásetu sinni.
Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 08:29
Í eðlilegum lýðræðisríkjum væri talað um að meirihluti hafi greitt atkvæði með drögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni en ekki þjóðarviljinn.
Hugtakið "þjóðarvilji" er oftast notað til að auka lögmæti(legitimacy) þeirra sem ekki hafa það. Þess vegna væri miklu betra fyrir þá sem styðja tillögur stjórnlagaráðs að hætta að nota það.
Lúðvík Júlíusson, 4.1.2013 kl. 08:40
Skil ég það ekki rétt að 100% er þjóðin öll?
Undir 50% er undir helmingur þjóðarinnar?
Hver var kosningaþátttaka í kosningunum?
Niðurstaðan er: Fólk vill endurskoða "sum atriði" ekki öll.
Fullveldi íslands má aldrei traðka niðr'í skítinn,
sem ótrúlega margir landar vilja gera. Afhverju ???
jóhanna (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 08:43
Hárrétt, Lúðvík. Jón Ingi Kr. er í skotgröfunum, líkt og presturinn sem líkti forsetanum við heiðna jólasveina. Hér eru aðilar að forðast að ræða málefnin; fara í manninn en ekki boltann, eins og sagt er.
Ólafur Als, 4.1.2013 kl. 09:18
Leikreglur lýðræðisins ætti að vera öllum þekktar. Þeir sem taka þátt stjórna því hver niðurstaðan verður, þeir sem taka ekki þátt ætla að taka þeirri niðurstöðu sem fæst.
Orðið þjóðarvilji er tilvísun til einhvers sem er ekki hægt að skilgreina sem slíkt. Er þá þjóðarvilji eitthvað sem fæst með 100% þátttöku og 100% samþykkt.... fráleit nálgun.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.1.2013 kl. 09:26
Jón Ingi, þannig að 50,1% er þjóðarvilji? Hvers vegna þá ekki einfaldlega að tala um meirihluta í stað þjóðarvilja?
Lúðvík Júlíusson, 4.1.2013 kl. 09:42
Ef orðið þjóðarvilji er erfitt eða ómögulegt að skilgreina er nema eðlilegt að prófessorinn finni að þeirri orðanotkun? Hér hefur málfshefjandi farið með málið í hring og er orðinn sammála því sem hann mótmælti. Eftir stendur að málið er nú í meðferð Alþingis; fjölmargir finna að innihaldi tillagnanna á meðan aðrir styðja þær heilshugar (?). Enn aðrir eru enn ósáttir við aðferðafræðina, þar á meðal ég. Á endanum mun málið fara fyrir 2 þing til samþykktar eða synjunar; allt eftir því hvernig málinu vindur fram næstu misseri. Sem stendur er málið allt í bullandi ósamsætti og lítill vilji til þess að ná sáttum. Í mínum huga er offors þeirra sem vilja keyra málið áfram ekki í anda lýðræðis.
Ólafur Als, 4.1.2013 kl. 09:49
Halló !!!
vill ekki neinn svara mér????
jóhanna (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 11:24
Kannski Sigurður Líndal geri það Jóhanna ?
Jón Ingi Cæsarsson, 4.1.2013 kl. 16:01
Ég held að Ólafur sé með þetta á hreinu Jón.Aðal ástæðan fyrir þessu áhugaleysi hjá landanum varðandi kosningu til stjórnlagaþings og um stjórnarskrárfrumvarpið er einfaldlega sú að þetta eru smámál sem hafa enga þýðingu fyrir land og þjóð.Öðru máli gilti um Icesave.Fólk hefur miklu meiri áhuga á alvöru lífsins eins og atvinnumálum,skuldabagga fjölskyldna og bara almennum þjóðþrifamálum.Það hefur farið lítið fyrir þeim.Ég er sammála þér Jóhanna með þessar prósentutölur en það virðist eins og prósentureikningurinn standi í mörgum.Kannski veitti Þér Jóni Inga og félögum ekki af að taka smá kúrs hjá Sigurði Líndal í þeim efnum.
Jósef Smári Ásmundsson, 4.1.2013 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.