Hefur aldrei unnið kosningar - bara prófkjör.

Hanna Birna Kristjánsdóttir útilokar ekki að gefa kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum síðar meir en að svo komnu máli ætlar hún að einbeita sér að því ná sigri flokksins í höfuðborginni og segist virða niðurstöðu síðasta landsfundar.

__________________

Kemur ekki á óvart. Ferill Hönnu Birnu er ekki sigurganga.

  • Hún varð oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar góði gamli Villi hrökklaðist burtu.
  • Hún varð oddviti borgarstjórnarlista Sjálfstæðisflokksins 2009 án mótframboðs.
  • Hún blekkti Ólaf borgarfulltrúa til samstarfs gegn loforði um borgarstjóraembætti. Í framhaldi af því sveik hún Ólaf og gekk til samstarfs við Framsóknarflokkinn og varð borgarstjóri.
  • Hún tapaði borginni til Besta flokksins og Samfylkingar 2009.
  • Hún tapaði formannskosningu fyrir Bjarna Benedikssyni á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
  •  Vann prófkjör í Reykjavík gegn hrunverjum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Það kemur því ekkert sérlega á óvart að hún ætli ekki í kosningaslag við Bjarna á ný. Ef hún tapar þeim slag er hún búin að keyra sig út í horn í stjórnmálum.

Hún ætlar að bíða eftir að Bjarni láti undan þrýstingi og bjóði sig ekki fram á næsta landsfundi.

Þá er hún tilbúin að setjast í auðan stólinn.

Svona er stjórnmálamaðurinn Hanna Birna   Smile


mbl.is Hanna Birna ekki í formanninn að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Hanna Birna kemur hinsvegar til með að vinna næstu kosningar með yfirburðum!

Hreinn Sigurðsson, 26.11.2012 kl. 18:48

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Hanna Birna er mjög skynsöm hún bíður bara eftir rétta tækifærinu.Og það er engin hætta á að hún ljúgi sig að stjórn landsins eins og Jóhanna Sig gerði.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 26.11.2012 kl. 18:53

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hanna Birna er hörkudugleg og veit hvað húnn vill en frek og ágeng eins og Davíð Oddsson áður. Líklegt er að þeir sem vilja sjá „sterkan og stæðilegan“ sem og kjaftforan forystusauð sjái slíka eiginleika í Hönnu. En hvað er áunnið með kjafti og frekju ef vandamálið er enn fyrir hendi?

Spurning er hvort Hanna Birna tjái sig um nauðsyn að setja stjórnmálamönnum siðareglur. Þá þarf að breyta stjórnmálunum frá því að vera þessi vægðarlausu átakastjórnmál í því að gera Alþingi að venjulegum og betri vinnustað. Mjög athyglisverð hugmynd hefur komið fram við næstu breytingar á þingsköpum: að þingmál verði fyrst lögð fyrir nefnd og síðan leggur þingnefndin fram frumvarpið. Með þessu verklagi er mun líklegra að þingmál dagi síður uppi í þingnefndum eins og draugarnir forðum.

Annars fannst mér svar Hönnu Birnu þegar hún var spurð um aðildarviðræður við ESE. Hún vill slíta þeim eins og ekkert væri sjálfsagðara án þess að færa nein rök fyrir málinu. Auðvitað eigum við að vera dálítill hluti af ESE en á okkar forsendum, - að sjálfsögðu. Við eigum að setja fram skilyrði um inngöngu byggð á traustum rökum, m.a. vegna sérstöðu okkar að vera ein minnsta þjóðin og vegna fábreytni í atvinnuháttum.

Góðar stundir áfram undir farsælli stjórn Samfylkingar og VG! 

Góðar stundir. 

Guðjón Sigþór Jensson, 27.11.2012 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband