Er allt í lagi ?

„Hinn hluti greiðslu minnar, 100.000 kr., varðar gjöf sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fór fram á að fá frá Eir í tilefni af brúðkaupi sínu. Sama hlýtur hins vegar að gilda um mína ábyrgð gagnvart þeirri ákvörðun og gjafabréfinu. Því endurgreiði ég brúðkaupsgjöfina líka hér og nú,“ segir í bréfi Sigurðar Helga.

__________________

Maður er eiginlega orðlaus yfir þessu máli. Gjafabréf bak við tjöldin, annað vegna þess að fyrrum stjórnarformaður krafðist þess að fá 100.000 kall í brúðkaupsgjöf.

Í gær mætti Magnús L. Sveinsson fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sjónvarp og var greinilega mjög pirraður á þessu óþarfa fjaðrafoki í kringum þetta mál allt saman.

Ábyrgð.... - það var fjarri honum enda vissi hann ekki sem stjórnarformaður hvað forstjórinn var að véla og díla á bak við tjöldin.

Með hverjum deginum verða þessi menn sér meira og meira til skammar og átta sig ekki á að þeim ber að segja af sér samstundis og biðja alla hlutaðeigandi afsökunar.

Svo kemur í ljós síðar hvar ábyrgðarmörk þeirra liggja fjárhagslega og siðferðislega síðar.


mbl.is Segir Vilhjálm hafa krafist gjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já spillingin grasserar.  Það má geta sér til um hvernig þetta er annarsstaðar, þegar svona kemur í ljós á heimili fyrir aldraða.  Ja svei. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2012 kl. 12:41

2 identicon

Nú er tími til að naflaskoða einstaklinga í ábyrgðarstöðum og líka þá sem eru að bjóða sig fram í næstkomandi kosningum. Sennilega finnst ekki einn einasti einstaklingur með hreinan skjöld. Þessvegna hefur það verið svona erfitt að búa til skjaldborgina frægu.

jóhanna (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 13:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhanna já það væri góð hygmynd, en því miður verður ekkert skoðað fyrr en við fáum inn algjörlega nýtt fólk með hreinan skjöld, samtrygging fjórflokksins er algjör.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2012 kl. 13:16

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Man nokkur eftir því lengur að stjónmálamenn hafi fengið stofnbréf í Spron að gjöf?

Árni Gunnarsson, 18.11.2012 kl. 13:27

5 Smámynd: Óskar

Allt eru þetta sjallar sem koma við sögu- get ekki sagt að það komi neitt á óvart enda er sjálfstæðsiflokkurinn ekkert annað en mjög vel skipulögð glæpasamtök.

Óskar, 18.11.2012 kl. 14:19

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Stjórnarformaður ber alltaf ábyrgð á bókhaldi viðkomandi félags.  Framkvæmdastjóra er treyst til að fara með dagleg fjármál en honum ber að upplýsa stjórnarmenn um hvað sem er sé þess óskað.    Vissulega eru málin með gjöfin til Vilhjálms og "örlætisgjörninginn" til tengdasonar framkvæmdastjórans til þess að gera smámál sé mið tekið af upphæðum í samanburði við heildarvandamálið sem við er að fást.   Það sem hins vegar stendur eftir og það getur stjórnarformaðurinn ekki og má ekki láta pirra sig er að fyrst svona atriði fengu að þrífast í þessum rekstri hvað fleira var þá í ólagi í þessum rekstri sem virkilega þurfti á því að halda að horft væri í hverja krónu.

Jón Óskarsson, 18.11.2012 kl. 17:24

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég krefst þess að þú sért jafn spilltur og aðrir "sjálfstæðismenn". Þó svo að Villi sé spilltur, þá kemst hann ekki í hálfkvisti á við hinn meðal spillingarsjalla :-)

Guðmundur Pétursson, 18.11.2012 kl. 20:10

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón við lifum við þetta flokksræði og foringjaræði og maðan það lifir þá er ekki von um neinn bata í þjóðfélginu!

Sigurður Haraldsson, 19.11.2012 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband