Hókus pókus Sjálfstæðisflokksins.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Vinstri Grænna og Næstbesta flokksins í Kópavogi segja að á meðan meirihlutinn tali um lækkun skatta og gjalda séu álögur auknar á barnafjölskyldur og sérkennsla skert. Gagnrýnir minnihlutinn það að ekkert samráð hafi verið haft við hann um fjárhagsáætlunina. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá minnihlutanum í bæjarstjórn.

_______________________________

Lykilboðskapur Sjálfstæðisflokksins eru " skattalækkanir "

En auðvitað eru þetta blekkingar sem ætlaðar eru kjósendum sem ekki hafa getu eða nennu til að grafa dýpra í hvað að baki býr.

Í reynd er verið að lækka á einum stað og sækja það annað.

Eðli Sjálfstæðisflokksins er að hygla hinum betur stæðu á kostnað hinna. Það virðist Sjálfstæðismenn í Kópavogi ástunda af alúð.

Það kostar að reka sveitarfélag og að lækka skatta er ekkert annað en ódýrt hókus pókus. Fjármunirnir sem vantar þar með eru sóttir í aðra gjaldaliði eða þjónustan skert.

Gert er ráð fyrir lækkun fasteignaskatts úr 0,32% í 0,29%. En þar sem fasteignamat fyrir árið 2013 hækkar í Kópavogi um 8,3% samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár Íslands sýnir fjárhagsáætlun 107 milljóna króna tekjuaukningu í innheimtu fasteignaskatta. Verðbólguspá fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 4,1 verðbólgu, því ber þetta af sama brunni, verið er að framkvæma sýndarlækkanir en raunhækkanir.

Það er það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er að gera og hrósar sér síðan af " skattalækkunum "

Blekkingar sem allir sjá í gegnum sem kynna sér málin aðeins lengra en lesa Moggann.


mbl.is Gagnrýna meirihlutann harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek undir hvert orð. Lýðskrumið virðist ætla að verða „höfuðdjásn“ vissra afreksmanna sem tengjast Sjálfstæðisflokknum. Þeir telja sig vera jafnvel „sjálfstæðari“ að túlka orð og athafnir. Í raun skilja þeir allt meira og minna í rústum og auðn.

Guðjón Sigþór Jensson, 14.11.2012 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband