1.10.2012 | 08:14
Rugludallar í SUS.
Þvert á móti hefur ríkisstjórnin sannað sig sem sú versta í sögunni enda hafa kjör allra þjóðfélagshópa versnað á undanförnum árum. Ástandið hefur gert það að verkum að stór hópur vel menntaðra og vinnufúsra einstaklinga hefur flúið land og hafið störf utan landsteinanna.
_____________
Jafn mikið kjaftæði og þessi ályktun er vandfundin í stjórnmálasögunni. Það er orðið ljóst að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur lyft Grettistaki við endurreisn þjóðfélagins.
Auðvitað er enn langt í land enda tókst Sjálfstæðisflokkum að rústa fjárhag landsins gjörsamlega með einkavinavæðingu og ábyrðarleysi á árunum frá aldamótum.
SUS félagar eru annaðhvort bláeyg verkfæri Valhallar eða þeir opinbera sig sem kjána. Allir vita að þessi ályktun er rugl af hæstu gráðu.
SUS reynir með fullkomlega ábyrgðarlausum hætti að ljúga og umbreyta sannleikanum í þágu flokkhagsmuna Sjálfstæðisflokksins.
Svona ályktanir eru í besta falli broslegar í ljósi staðreynda eða hreinlega rugl aldarinnar ef út í það er farið.
Svo kóróna þeir vitleysuna með að nefna Kanadadollar sem lausn vandans og hafa þar greinilega ekki fylgst með umræðunni því sá kostur hefur verið talinn óhugsandi og sá sem síst kemur til greina af þeim sem nefndir hafa verið.
Vilja skoða upptöku Kanadadollars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þvílík afneitun hjá þér Jón Ingi á stöðuna eins og hún er segi ég bara, en það hlítur að vera sárt að sjá flokk sinn missa vægi og hrökklast til baka vegna svikinna loforða...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.10.2012 kl. 08:32
Málefnalegt hjá þér að vanda Jón Ingi. Skítkast og órökstuddar fullyrðingar.
Hreinn Sigurðsson, 1.10.2012 kl. 08:46
Rökstuðingurinn er hreinlega þær staðreyndir sem búið er að fjalla um í fjölmiðlum, skoðanir fræðimanna og niðurstöður erlendra sérfræðinga...
Ingibjörg...vorkenni þeim sem eru blindir og heyrarlausir á stöðu mála
Skora á þig Hreinn að kynna þér stöðu mála og ásaka ekki aðra sem betur vita en þú
Þeir sem ekki sjá þær og reyna af afneita þeim eru annað hvort blindir eða Vallhallardindlar
Jón Ingi Cæsarsson, 1.10.2012 kl. 09:17
Menn ættu að reyna að hugleiða hvernig ástandið væri ef íhaldið hefði verið við völd eftir að allt hrundi hér. Ímynda menn sér að almenningur hér væri betur settur en nú.
Hvar hefðu þeir skorið niður? Hvernig hefðu þeir sett stóriðjustefnuna í gang þegar enginn vildi koma nálægt íslenskum ,,snillingum,, í fjármálum?
Trausti (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 09:53
http://blogg.smugan.is/eliasjon/2012/10/01/langversta-rikisstjornin/
Hreinn...þú kannski kíkir aðeins á þetta
Jón Ingi Cæsarsson, 1.10.2012 kl. 12:28
Ertu búínn að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar?
Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2012 kl. 01:26
Svona voru sjálfstæðu rugludallarnir fyrir 35-40 árum þegar eg man eftir þeim í Háskólanum. Það byrjaði svipað allir vildu verða ríkir og það helst strax. Þau ósköp enduðu auðvitað með hruninu mikla í boði Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.
Nú höfum við loksins almennilega ríkisstjórn og þeir Sus-arar ætla sér að snúa öllum staðreyndum við með því að gera lygina að sannleikanum en sannleika að lygi.
Góðar stundir.
Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2012 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.