Sennilega vinnur formaðurinn og hvað þá ?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, hafa ekki enn farið yfir þá stöðu sem komin er upp í Norðausturkjördæmi.

_____________________

Eftir því sem mér er sagt af manni sem þekkir innviði Framsóknar hér í kjördæminu þokkalega vel, að líklega eigi Höskuldur ekki mikla möguleika gegn Sigmundi Davíð í prófkjöri.

Stuðningur við Höskuld er fyrst og fremst á Akureyri og að einhverju leiti Eyjafjarðarsvæðinu, minni í Þingeyjarsýslum og enginn á Austurlandi.

Massi þeirra sem kjósa Framsókn kemur úr austurhluta Norðurlands og af Austurlandi þar sem staða flokksins hefur alltaf verið sterk, líklega sterkasta Framsóknasvæðið á Íslandi. Þar er flokkshollnustan númer eitt og því kjósa þeir formann sinn í fyrsta sætið, burtséð frá uppruna og staðartengslum. Akureyrarframmari höfðar ekki til þeirra, í það minnsta ekki Höskuldur Þórhallsson.

Framsókn á Akureyri má muna fífil sinn fegurri og fylgi flokksins í síðustu tvennum bæjarstjórnarkosningum var í sögulegu lágmarki.

Það er því líklegt að Höskuldur tapi fyrir SDG og þá er komin upp staða sem erfitt er að ráða í.

Það hefur gerst einu sinni áður í mínu minni að flokksforusta Framsóknar ætlaði að hafna Eyjafjarðarframmara með miklum afleiðingum fyrir flokkinn það kjörtímabil.

Kannski erum við að sjá það endurtaka sig núna þó varla með eins dramatískum afleiðingum og þegar Stefán Valgeirsson fór í slag við forustuna og bauð sig fram sjálfstætt af því það átti að henda honum út af þingi. Fékk 1800 atkvæði og sat á þingi fjögur ár í viðbót sem einstaklingur.

Það verður fróðlegt að fylgast með þessum málum næstu vikurnar.


mbl.is Hafa ekki rætt saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telji vinsældir sínar og framsóknar ekki meiri en svo að hann verði að vera í fyrsta sæti í því kjördæmi þar sem framsókn er sterkust til að komast á þing.

sigkja (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 16:22

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Ingi. Er ekki Sigmundur Davíð að fylgja Halldóri Ásgrímssyni og hans rænda Austfjarðagróða (kvóta) og Búnaðarbanka-ránsfeng?

Þessi hegðun Sigmundar Davíðs bendir til að hann hafi alla tíð verið mútu-hundur Halldórs Ásgrímssonar. Úlfur í sauðagæru!

Ef kjósendur ætla að halda áfram að kjósa bankaræningja-tindáta, þá eiga þeir kjósendur ekki annað skilið en að vinna kauplaust fyrir þá bankaræningja-tindáta.

M.b.kv.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2012 kl. 16:43

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Ingi ég minnist þess að þegar Kristján Möller vann sigur í kjördæminu,  þá vour ásakanir um óvönduð vinnubrögð. Þú leiðréttir mig að hann hafi fellt frambóðendur á Akureyri og Eyjafjarðarsveit. Þú rifjar upp þessi átök fyrir okkur.

 Annar sé ég ekkert að því að Sigmundur Davíð ákveði að bjóða sig fram fyrir norðan, sérstakalega þegar þú og fleiri telji að hann rúlli þessu  upp. 

Anna Sigríður ég hvet þig eindregið til þess að segja okkur frá því athæfi sem Sigmundur hefur framið sem verðskuldi að þú kallir hann mútu-hund. Ef rétt er þá á Sigmundur að draga sig umsvifalaust í hlé. Ef þetta á ekki rétt á sér,  finnst mér þú ögra loggjafavaldinu. 

Sigurður Þorsteinsson, 30.9.2012 kl. 19:41

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ertu að segja Jón að Sigmundur sé búinn að kaupa fyrirfram meirihluta atkvæða Frammaranna í kjördæminu?

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2012 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband