Hvar er trygging fyrir því ?

Áform um fjárfestingar á á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum, ef af þeim yrði, eru gríðarlega mikilvæg fyrir Norðausturland og myndu skapa einstakt tækifæri til að byggja upp samfélagið og innviði svæðisins.

________________________

Það liggur nákvæmlega ekkert fyrir um áform á þessu svæði annað en yfirlýsingar án innhalds. Málið er allt ókannað og svör hafa engin fengist.

Málið er svo skammt komið að það á meira að segja eftir að spyrja lykilspurninga.

Fullyrðingar sem þessar eru því ekki studdar neinum rökum enn sem komið er.

Merkilegt hvað íslendingar eru fljótir að stökkva til ef þeir eiga auravon í einhverju, jafnvel tilbúnir að stökkva út í djúpu laugina, ósyntir og ekki með kút og kork.

Öndum með nefinu og bíðum upplýsinga og svara við lykilspurningum.


mbl.is Áformin á Grímsstöðum skapa einstakt tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er mikilvægt að við myndum okkur öll réttlátar skoðanir út frá okkar innsæi og hjarta.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.9.2012 kl. 22:08

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það verður að segjast eins og er að það kemur á óvart að einhver innan Samfylkingarinnar skuli birta opinberlega skoðun sem er andstæð skoðun flokksforystunnar. Hvenær skyldi koma fram einstaklingur innan flokksins sem segðist efast um aðild að ESB.

Annars ber það vott um lýðræðislegan flokk þegar fólk hefur mismunandi áherslur. Þá fyrst verður eitthvað til. Það er fyrst og fremst í alræðisríkjum, eða alræðisflokkum sem allir hafa sömu skoðanir. Það ber vott um kúun og hræðslu. 

Nú þegar Jón Ingi Cæsarsson er kominn á sömu skoðun og Ómar Ragnarsson og Bjarni Benediktsson, fara flokksmenn Samfylkingarinnar fljótt að velta fyrir sér hvort þeir Jón og Ómar séu á leiðinni í Sjálfstæðisflokkinn. 

Sigurður Þorsteinsson, 29.9.2012 kl. 00:26

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er eins gott fyrir þig að mæta ekki Halldóri Jóhannsyni í skuggasundi þarna fyrir norðan maður.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2012 kl. 04:44

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Algjörlega sammála þér, Jón Ingi. 

Í þessu Grímsstaða-kínverska máli er svo alveg út í  hött að draga fólk í pólitíska dilka þótt það sýni skynsamlega afstöðu.   Koma annars ekki stuðningsmenn "verkefnisins" í viðkomandi sveitarstjórnum úr öllum stjórnmálaflokkum?

Kolbrún Hilmars, 29.9.2012 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818141

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband