Að leyna spillingu ?

Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir ljóst að málefni Ríkisendurskoðunar og skýrslu hennar um bókhaldskerfi ríkisins sé mun stærra mál en hann hafði áður haldið eftir að hafa fundað með Ríkisendurskoðanda í dag og segir það alvarlegt mál ef traust á
Ríkisendurskoðun bíður hnekki.

________________

Það er grafalvarlegt mál að fyrstu viðbrögð Ríkisendurskoðunar eru að reyna að stöðva umfjöllun með lögbanni.

Eins og sást af umfjöllun Kastljóss lyktar allt þetta mál af spillingu og fyrirgreiðslu.

Milljarðar af skattfé landsmanna hefur runnið í óútskýranlega hít sem gleypt hefur allt að fjóra milljarða af almannafé.

Samningur er gerður rétt eftir síðustu aldamót og síðan hefur þetta verkefni haft öll einkenni sjálftöku og spillingar.

Gengið var framhjá fyrirtæki sem bauð upp á betri kost strax í upphafi, bara það eitt þarfnast sérstakrar rannsóknar.

Þetta mál þarf að rannsaka ofan í kjölinn og fyrstu viðbrögð stofnunar sem virðist hafa brugðist fullkomlega, er að reyna að stöðva málið og slá um það þöggunarhjúp.

Slíkt gengur ekki og því miður þarf að kalla til menn sem ekki eru litaðir af fortíð málsins.

Oft var þörf en nú er nauðsyn, hér þarf að velta við öllum steinum alveg frá þeim degi sem Geir Haarde fjármálaráðherra undirritaði samninginn og til dagins í dag.

Umræða um lögbann og þöggun er hreint fáránleg.


mbl.is Ófullnægjandi útskýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Með tilvitnun í DV í dag kemur fram að: Stefán Kjærnested sem var áður framkvæmdastjóri Skýrr og um tíma forstjóri fyrirtækisins var verkefnisstjóri við undirbúning útboðsins og einn þeirra sem sat í stýrinefnd vegna útboðsins. Og í þriggja manna ráðgjafarhópi sem hafði það hlutverk að meta eignarhaldskostnað tilboðanna var yfirmaður hugbúnaðardeildar Skýrr um árabil og hafði einnig unnið fyrir fyrirtækið sem ráðgjafi eftir að hann hætti störfum þar.
Á sínum tíma hélt tilboðsgjafinn Nýherji því fram að áðurnefndir tveir menn væru vanhæfir til að stýra útboðinu.
Það sér hver bjáni að þessir menn voru gjörsamlega vanhæfir til að stýra útboðinu og þá er um leið komin skýringin á því hvers vegna þessi stórþjófnaður og færsla á almannafé til einkafyrirtækis gat viðgengist. Nú þarf stóra lögreglurannsókn, hreina sakamálarannsókn á meðferð fjármuna skattgreiðenda í öllu þessu ferli. Ég fyrir mína parta hika ekki við að tala um fjárdrátt og stórkostlegt misferli með almannafé og hreinan þjófnað.

Nú er ekki víst að réttarkerfið megi vera að því að rannsaka svona smámál þar sem mikið er að gera í alvöru glæpamálum eins og sést best á þessri tilvitnun í Vikudag úr DV í dag:
  Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela þremur beikon áleggsbréfum og 26 flöskum af vanillu-og kardimommudropum úr Samkaup/Strax á Akureyri í sumar. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í vikunni. Verðmæti þýfsins mun um 9.500 krónur.

Tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað á 9.500 kr. verðmæti!
Hvað skyldu menn fá fyrir þjófnað á 4,5 milljörðum miðað við þetta?

corvus corax, 25.9.2012 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband