17.9.2012 | 17:42
Rödd skynseminnar.
Ef evran verður ekki valin telur Seðlabankinn að danska krónan sé sá valkostur sem þar komi næstur Hinir norrænu gjaldmiðlarnir gætu komið til greina yrði evran ekki fyrir valinu, en með því væri þó verið að tengjast mun minna myntsvæði sem vegur töluvert minna í utanríkisviðskiptum Íslendinga en evrusvæðið.
__________________
Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Auðvitað munu ESB andstæðingar og öfgaþjóðernissinnar fara hamförum og níða niður þessa niðurstöðu.
Að ræða gjaldmiðilsmál er tabú á Íslandi og þrátt fyrir að ALLIR viti að krónan er ónýt og stór orsakavaldur að efnahagslegum vandamálum hér á landi, þá má ekki ræða þessi mál.
Meirihluti stjórnmálamanna á Íslandi er í fullkominni afneitun, það á jafnt við stjórnarandstæðinga og sumra stjórnarsinna.
Mikið væri nú gaman ef hægt væri að ræða þessu mál án þess að menn rísi upp á afturlappirnar með hraðsoðnar samsæriskenningar og vitleysu.
Þetta er niðurstaða sem allir sem vilja sjá það bjuggust við. Íslenska krónan er algjörlega vanbúin til að vera gjaldmiðill og þeir sem vilja bjóða börnunum sínum og barnabörnum upp á framtíð með krónunni eru annað hvort fullkomlega blindir eða í algjörri afneitun.
Það er gott að búið sé að búa til umræður um þessi mál því að mínu mati er ekki í boði að sofa og gera ekki neitt í þessum málum.
Segja evruna besta kostinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru fleiri og fleiri sem telja þetta rétta valkostinn.
Óðinn Þórisson, 17.9.2012 kl. 18:13
Krónan ónýt og stór orsakavaldur að efnahagslegum vandamálum hér á Landi segir þú og kallar eftir málefnalegri umræðu um þessi mál...
Þú lætur eins og krónan hafi hendur og fætur og sjálfstæða hvata....
Hverjir eru það eiginlega sem eiga að sjá um hag krónunar okkar Jón Ingi og hvernig er hægt að kenna krónunni sem slíkri um efnahagsstöðuna hér á Landi...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.9.2012 kl. 18:33
Þótt við gefum okkur að evran sé vænlegur kostur fyrir Ísland, þá eru a.m.k. 10 til 20 ár þangað til landið uppfyllir þau skilyrði sem ESB gerir fyrir upptöku evrunnar.
Þessi kosningabomba er púðurkerling.
Kolbrún Hilmars, 17.9.2012 kl. 19:16
Kolbrún - evran verður aldrei tekin upp nema samhliða aðild að esb - bjartsýnustu menn telja að samnningur gæti hugsanlega legið fyrir síðla á næsta ári - ef hann verður svo samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðsu þá gæti upptaka evru ekki verið svo langt í burtu - en forsenda að evrópubankinn geri eitthvað fyrir okkur er að þjóðin samþykki aðild ef ekki þá verður evran ekki tekin upp.
Óðinn Þórisson, 17.9.2012 kl. 19:49
En, nota bene, hvernig eiga fyrirtæki að rúlla á Íslandi, þegar verðlag er stöðugt og ekki hægt að hækka verð og þjónustu eftir "geðþóttákvörðun" hvers og eins, eins og alltaf hefur verið?
Hvort er betra," pest eða kólera" Kvótakóngar og ónýtur gjaldmiðill sem er feldur eftir þeirra þörfum eða, ríkisrekið kvótakerfi og evra?
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 20:37
Hversu mikið myndi stór bjór þá kosta?
Elís Pétursson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 21:33
Í sínu gríni kemur Elis að alvörumáli. Ég var á Mallorka þegar Spánn tók upp evruna. Öll þjónusta hækkaði um 50 - 70% á einni nóttu og þar á meðal kaffi og BJÓR. Það sama kemur til með að gerast á Íslandi, nema enn verra, þið vitið þjóðareinkennið.
Og þá er hægt að reikna, hvað einn stór kostar daginn þann.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 22:53
Ég gat ekki heirt betur Jón Ingi en að Már hafi verið að tala um að Evran væri besti kosturinn af ERLENDU gjaldmiðlunum, og þar með væri Íslenska Krónan hentugust. Annað sem ég hef verið tók eftir er að einnig kom fram að um "lítinn ábata væri af evruaðild að ræða, miklu minni en sumir vilja vera láta". Jón ingi, átt þú svar við þessu?
Brynjar Þór Guðmundsson, 18.9.2012 kl. 06:44
Við höfum setið uppi með handónýtan gjaldmiðil síðan Landsbankinn var stofnaður 1886.
Guðjón Sigþór Jensson, 18.9.2012 kl. 09:55
Þessi umræða er ekki til að leysa málin eins og íslendingar vilja helst...strax. Þessi umræða er til að ræða þessi mál með langa framtíð í huga, allir sem vilja viðurkenna það vita að krónan í þeirri mynd sem við þekkjum hana er ekki framtíðar. Mesta furða hvað menn hafa ekki misst sig meira en sjá má hér að ofan, yfirleitt fara menn beint í skotgrafir þjóðernishyggju þegar talað erum gjaldmiðilsmál á Íslandi.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.9.2012 kl. 10:08
Jón Ingi, kafbli 20, síða 523-524 " Tafla 20.1 sýnir einnig fylgni útflutningsverðs og viðskiptakjara
Íslands og annarra iðnríkja, en ætla má að sveiflur í þessum tveimur stærðum vegi nokkuð þungt í framboðsskellum lítilla og opinna hagkerfa eins og þess íslenska.12 Eins og sjá má virðast sveiflur í verðlagi útflutnings Íslands tengdastar sveiflum í verði útflutnings Svíþjóðar en sveiflur í viðskiptakjörum tengdastar sveiflum í viðskiptakjörum Nýja- Sjálands. Reyndar virðast tengslin á þessa mælikvarða hvað sterkust við
Nýja-Sjáland, sem hefur að ýmsu leyti svipaða framleiðslu- og útflutningsuppbyggingu og Ísland, eins og rakið er í kafla 4.13 Tengslin við stóru myntsvæðin, evrusvæðið og Bandaríkin, eru hins vegar fremur veik á þessa mælikvarða."
Eitt af stóru vanamálunum sem ESB glímir gagnvart Evrunni er að hagsveiflur eru svo mismunandi milli landa evrunnar. Þarna fæ ég ekki betur séð en að seðlabankinn sé að fullyrða að Ísland fari sömu leið og Grikkland og Spánn með því að taka upp Evru
Brynjar Þór Guðmundsson, 18.9.2012 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.