Ekta hægra viðhorf.

Enn eitt hneykslið skekur nú kosningaframboð Mitt Romney, forsetaefni repúblikana, eftir að tímaritið Mother Jones birti í dag myndbrot á vefsíðu sinni þar sem Romney kallar kjósendur sem styðja Barack Obama velferðarþega sem finnist að stjórnvöldum beri skylda til að sjá fyrir þeim.

_____________

Mitt Romney er að sjálfstögðu kjáni að láta þetta frá sér fara, reyndar átti þetta bara að falla í kramið hjá þrögnum hópi ríkra hægri manna en svona er tæknin í dag.

Reyndar er hann bara hreinskilinn og opinberar hreint hægra viðhorf til fólks sem ekki tilheyrir hinni ríku hægri elítu.

Þetta eru Sjálfstæðismenn næstum að segja í dag ef skoðuð eru ummæli Bjarna Benedikssonar við hin ýmsu tækifæri að undanförnu.


mbl.is Sagði hálfa þjóðina „velferðarþega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Alltaf hefur reynst betur að vera varkár í fullyrðingum og fremur þegja en segja.

Tek undir að margt er líkt með Romney þessum og forystusauðum hægri manna á Íslandi í dag.

Það sem er undarlegt er hve margir taka hjal þeirra alvarlega og þessir aðilar fá meira fylgi en ástæða er að ætla. Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs voru afhjúpaðar heldur betur í leiðara Fréttablaðsins í gær: Loforð Framsóknar er gamalt í nýjum fötum: Hagstjónarmistök. Þarna er fulltrúi braskaraveldisins í allri sinni dýrð að setja fram endurgerða hugmynd að nýju klúðri sem braskaralýðnum er einna kærast.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 18.9.2012 kl. 09:52

2 identicon

Mitt Romney, Bjarni Ben og krakkinn Sigmundur Kögunar eru af svipuðu kaliber. Silfurskeiða guttar, sem hafa aldrei þurft að sýna getu eða hæfileika, án þess að hafa forskot. En einkum er það lítt menntað fólk sem styður svona pólitíkusa og svo auðvitað hagsmunahóparnir. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 10:04

3 identicon

Vodalega eigid thid bagd midad vid thessi ummaeli greyin min, einfalt ad fullyrda en heimskulegt verdur thad thegar fullyrdingar eiga ekki vid rok ad stydjast. "Þetta eru Sjálfstæðismenn næstum að segja í dag ef skoðuð eru ummæli Bjarna Benedikssonar við hin ýmsu tækifæri að undanförnu."

Runar Freyr Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 11:25

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Of oft er alhæft um stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins og grundvelli þess sem flokksforystan segir.

Í skoðanakönnun nýlega reyndust 98% þeirra sem svöruðu styðja Obama frekar en Romney. Stærsti pólitíski íslenski hópurinn í þessari könnun, hvað höfðatölu snertir, sem styður Obama, eru stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins.

2002, þegar helmingur þjóðarinnar var andvígur Káranjúkavirkjun, skiptust stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins til helminga, með og á móti. Þriðjungur vinstri grænna var fylgjandi virkjun. Stærsti flokkspóitíski hópurinn gegn virkjuninni hvað snerti höfðatölu voru stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins.

Í haust kom í ljós í skoðanakönnun að stærsti pólitíski hópurinn hvað höfðatöllu snerti, sem studdi hugmyndina um stóran þjóðgarð á miðhálendi Íslands, voru stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins.

En ef skilgreining Hannesar Hólmsteini á  kjósendum flokksins er rétt, finnst þessu fólki heppilegast að fá sterka leiðtoga til að móta stefnuna fyrir flokkinn svo að almennir fylgismenn hans geti í næði "grætt á daginn og grillað á kvöldin".

Þetta hafa gróðapungar nýtt sér, eins og Mathías Bjarnason ráðherra flokksins og þingmaður kallaði þá á sínum tíma, og þess vegna lendir þessi stóri kjósendahópur hvað eftir annað í herleiðingu flokkseigendafélagsins eins og Albert kallaði klíku ráðamanna flokksins

Ómar Ragnarsson, 18.9.2012 kl. 11:58

5 identicon

Þeir eru auðvitað sjálfstæðir á marga kannta, þar sem flokksforystan fær að vinna svona sjálfstætt án nokkurar leiðsagnar frá 98% af félögum sínum.

Jonsi (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 14:16

6 identicon

Ég held að þið séuð allir á cafe latte eða einhverju öðru.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 19:15

7 Smámynd: Teitur Haraldsson

Látið ykkur ekki detta í hug að sjálfstæðisflokkurinn sé eitthvað líkur Republic-unum, þeir eru öfga hægri.

Og aftur látið ykkur ekki detta í hug að Democradar séu vinstri flokkur. Þeir eru vel hægra megin, meira hægri en þessar ómyndir hérlendis.

Teitur Haraldsson, 19.9.2012 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband