Kínverskt auðmannagettó nýtt í spilunum.

Einnig kom fram í máli Huangs að hann hyggst reisa 100 glæsihýsi á Grímsstöðum sem seld verða kínverskum auðmönnum, en auk þess ætlar hann að reisa lúxushótel og 18 holu golfvöll.

Hvorki Jón Bjarnason, þingmaður VG, né Þór Saari, Hreyfingunni, sögðust hafa heyrt af þeim fyrirætlunum Huangs að selja kínverskum auðmönnum 100 glæsihýsi þegar Eyjan bar málið undir þá.

Þetta segir Pressan.is.

Það er nýtt í þessari umræðu að þarna eigi að reisa 100 lúxusvillur í eigu kínverskara auðmanna. Fram að þessu hefur umræðan snúist um langsóttar hugmyndir um 5 stjörnu hótel og 18 holu golfvöll en að þarna eigi að byggja heilt þorp húsa í einkaeigu kínverja er alveg nýtt í spilunum.

Í ljósi þess þarf að endurmeta hugmyndafræði þessa verkefnis frá grunni.

Svo væri afar fróðlegt að sveitarfélagið fari að kynna hugmyndir að deiliskipulagi og hvernig menn ætla sér að leysa umhverfismálin, fráveitumálin og fleira því sem tengist því að byggja heilt þorp og lúxushótel fjarri mannabyggð inni á öræfum Íslands. Um það ríkir þögnin ein.

Fram að þessu hefur aðeins sést gullgrafaraglýja í augum sveitarstjórnarmanna sem ekkert nema peninga í kassann.


mbl.is Engin undanþága
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband