Fáránlegt fyrirkomulag.

Sayda óttast að beiting Rússa og Kínverja á neitunarvaldi sínu á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag muni hafa víðtækar skaðvænlegar afleiðingar. Þar var kosið um ályktun sem hefði heimilað refsiaðgerðir gegn sýrlenskum stjórnvöldum.

______________

Hvernig er hægt að búa við það fyrirkomulag að þjóðir hafi neitunarvald í Öryggisráðinu. Auðvitað á einfaldur meirihluti að ráða.

Það er ekki hægt að líða það að þjóðir eins í þessu tilfelli Rússar og Kínverjar komi í veg fyrir að þjóðarmorð sé stöðvað.

Afstaða þeirra er nánast glæpsamleg og ótrúlegt hvað þjóðarleiðtogar geta lagst lágt í pólitískum tilgangi.


mbl.is Segir fyrirkomulag SÞ úrelt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

deila má um sameinuðu þjóðirnar og hvernig hún virkar eða virkar ekki. 

hinsvegar var neitunarvaldið komið á í byrjun, svo eitt öflugt ríki með mörg lönd undir hælnum á sér fengju ekki eitthvert málefni í gegn sem önnur lönd yrðu brjáluð yfir....og íhuguðu mögulega að ráðast inn í lönd sem þau væru ósátt við....sameinuðu þjóðirnar voru settar á laggirnar í framhaldi af tveimur heimstyrjöldum, sem vörn fyrir því að slíkt gerðist ekki aftur...

í dag gefur þetta skipulag U.N. löndum Asíu og Rússlands tækifæri til að standast áhlaup vesturveldanna á lönd sem þau hafa í raun meiri áhrif í heldur en vesturlönd sjálf.  að sama skapi getur þetta skipulag síðar meir, aðstoðað vesturlönd til að stemma stigum við útþenslu Kínverja (þegar hún hefst af fullum krafti)...

...þetta snýst allt um hagsmuni hvers stórveldanna fyrir sig...Sýrland er bara peð í þessu spili milli vesturveldanna, Rússlands og Kína....því miður !

svona til að hafa staðreyndir á hreinu varðandi hryllingin í sýrlandi...þá eru ódæðisverk framin af báðum aðilum...það þarf ekki annað en að lesa í fréttir og hafa almenna þekkingu á hvernig fréttir eru skrifaðar, sem og að vera sæmilega vel að sér í málefnum þessa heimshluta...

...fréttaflutningur er litaður af hagsmunum, en RTnews held ég að hún heiti...en þar er hægt að fylgjast með sömu fréttum og á vesturlöndum, nema skrifaðar með hagsmuni Rússa í fyrirrúmi.

...þegar það liggur fyrir að báðir aðilar eru að framkvæma stríðsglæpi (stjórnvöld og uppreysnarmenn)....þá veltir maður fyrir sér hvernig er best að stilla til friðar...

...Leið vesturveldanna er að styðja uppreysnarhópa landsins á þann ótrúlega hátt sem hefur verið gert (fjárstuðningur í gegnum persaflóaríki, vopnasendingar með smyglurum og stofnun vinir sýrlands)...en þarna er leið vesturveldanna að friði í gegnum uppreysnarhópa og hryðjverkamanna (al-Qaeda frá Írak) gegn ríkistjórn landsins.

...leið rússa og kínverja er að leiða til lyktar þennan ófögnuð í gegnum ríkistjórn landsins.

en auðvitað hljóta einu lausnir á deilum, að enda með samtölum deilenda sín á milli.  það hefur ekki gerst, þar sem vesturveldin vilja ota uppreysnarmönnunum til valda á meðan Rússar vilja leiða ófriðin til lyktar í gegnum Assad stjórnina....hagsmunir stórveldanna ráða ferðinni hér....sem og annarstaðar !

el-Toro, 19.7.2012 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband