Alþingi .... leikhús fáránleikans.

„Núna í lok þessa þings mun óstarfhæft alþingi að öllum líkindum birtast okkur enn á ný,“ segir þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson. Hann segir áhrifamestu leiðina í valdabaráttunni á Alþingi þá að hertaka pontuna.

http://blog.eyjan.is/gummisteingrims/

Þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson skrifar áhugaverðan pistil um ástandið á Alþingi.

 Það hefur ekki farið framhjá þjóðinni hvaða ástand ríkir á löggjafasamkundunni.

Í stað þess að vinna saman að málum og horfa til framtíðar er stór hópur þingmanna í endalausu innhaldslausu karpi fram og aftur með þann eina tilgang í huga að þjóna hagsmunum flokka sinna og stunda óábyrga poppulismapólitik.

Svona gróft má áætla að 15-20 þingmenn haldi þinginu í gíslingu innhaldslausra upphrópana, ekki er leitað lausna eða horft til hagmuna þjóðarinnar. Það eina sem kemst að er að þvælast fyrir og vera í sviðsljósi fjölmiðla. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru að ærast í valdaleysi sínu og dagskipun þeirra er að endurheimta völdin til handa hagsmunahópum þeim sem stjórna þar för.

Það er augljóst að Sjálfstæðisþingmenn ætla að taka DAVÍÐ á það...vera á móti í öllum málum og ráðast með ósmekklegum og persónulegum hætti að þingmönnum stjórnarflokkanna.

Framsóknarformaðurinn er framarlega í flokki þessara óábyrgu lýðskrumara en þó eru fleiri þingmenn Framsóknar málefnalegir og vinna heiðarlega en Sjálfstæðisflokksins. Þar eru fyrirmælin ótvíræð, vera á móti öllum málum, skíta út stjórnarþingmenn og ráðherra og drepa málum á dreif með kjaftavaðli í ræðustól Alþingis.

Traust á þinginu er komið niður í 7%, aðeins sænska konungsfjölskyldan mælist neðar með 4%. Það er kannski það viðmið sem þessir 15-20 þingmenn stefna að með óábyrgum og óheiðarlegum hætti.

Þingmönnum væri nær að takast á við vanda þjóðarinnar saman í stað þess að verða sér til skammar daglega með háttarlagi sínu...

mér er eiginlega alveg að verða ofboðið.


mbl.is Klækjabrögð eða morgunfýla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband