11.4.2012 | 21:29
Slæmir stjórnmálamenn og vondir ráðgjafar.
Það er stórmerkilegt þegar misvitrir stjórnmálamenn fara að kvaka.
Sökin af Icesave er ekki hjá ESB.
Sökin liggur hjá okkur sjálfum. Við létum Landsbankann valsa og svíkja aðrar þjóðir.
Við settum máli í gríðarlega alvarlegan farveg með að hafna samkomulagi og sátt í þessu máli.
Vondir stjórnmálamenn og vondir ráðgjafar töldu þjóðinni trú um að Icesave hyrfi með að hafna sátt.
Það er á þeirra ábyrgð að þetta mál er nú komið í grafalvarlegan farveg og málferli að hefjast gegn Íslandi sem gætu endað með hreinni skelfingu.
Þá mæta þessir vondu ráðgjafar og snúa málinu á haus og kenna öðrum um.
Svona stjórnmálamenn eru bara sorglegir og fullkomlega ábyrðgarlausir. Þeirra er ábyrgðin. Við vorum með sáttasamkomulag í höndunum en þá hreinlega lugu þessir vondu ráðgjafar að þjóðinni og sögðu að þetta mál hyrfi ef þjóðin segði NEI.
Þá fyrst varð það dauðans alvara.
Sagan mun sennilega minnast þeirra með viðeigandi hætti.
Eðlilegt að gera hlé á viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818826
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við hljótum því með sömu rökum að segja okkur frá ESS samkomulaginu á morgun og loka þar með fyrir frjálst flæði samkvæmt þeim samningi.
En það er sennilega með það eins og flest sem sagt er í þessum dúr...tvöfeldni ríður húsum og röftum.
Jón Ingi Cæsarsson, 11.4.2012 kl. 21:58
Ég stend ennþá fastur á því að þjóðin á ekki að borga fyrir einkafyrirtæki.
Svo breitir engu hvað þessi dómstóll segir, endirinn verður alltaf niður í héraðsdómi í Reykjavík...
En ef það endar svo þannig að þið samfylkingaraular náið að koma þessu á þjóðina mun ég flytja úr landi og selja allt mitt hér. Kem svo til baka þegar þú og hinir verðið búnir að borga þetta. Það er að segja ef þið setjið ekki þjóðina bara endanlega á hausinn með þessu gáfulegu lausnum sem þið virðist halda ykkur hafa.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 11.4.2012 kl. 23:29
Sæll Jón. þú skrifar:
"Við settum máli í gríðarlega alvarlegan farveg með að hafna samkomulagi og sátt í þessu máli."
Ég minnist þess akki að hafa gengið í ábyrgð fyrir Landsbankann eða aðrar fjármálastofnanir.
Þannig að ég tel að þó ég hafi hafnað því að borga skuld Landsbankans þá hafi ég gert rétt.
Hreinn Sigurðsson, 11.4.2012 kl. 23:42
Það er ótrúlega útbreiddur misskilningur að þjóðin eigi að borga fyrir skussana. Í vörslum Englandsbanka hlaðast á reikning tengdum Icesave á hverjum degi afborganir og vextir af lánum sem Landsbankinn veitti lántakendum sínum. Þegar seinna Icesave samkomulagið var í höfn, hafði safnast á reikning þennan næg fjárhæð og Icesave skuldin nam.
Í umræðunni um þetta Icesave mál mátti aldrei minnast á þetta. Málið var sett upp fyrir einfaldar sálir að þjóðin þyrfti að borga. Og forsetinn varð einn meginmálsvari þessa lýðskrums, allt gert í þeim tilgangi að grafa sem fljótast undan ríkisstjórninni.
Sigmundur D. Gunnlaugsson hefur verið ákaflega iðinn við að þeyta upp moldviðri að hann sjálfur sér varla handa skil. Hann tengist braskaralýðnum sem átti þátt í einkavæðingabraskinu og hefur ætið hagað sér eins og Mörður Valgarðsson.
Hann er „saklaus“ og „ósnertanlegur“ að hann telji sig hafinn yfir gagnrýni.
En málflutningur hans miðast við þann heimskasta og miður er að hann virðist komast upp með vitleysuna.
Guðjón Sigþór Jensson, 11.4.2012 kl. 23:45
94% þjóðarinnar ákvað að fella Icesave II, eftir framgöngu sem engin ríkisstjórn á eftir að leika eftir. Fyrst áttu þingmenn að samþykkja Icesave I óséð, og síðan var skrúfað uppá hendurnar á stjórnarliðum til þess að neyða þá til þess að samþykkja Icesave II. Jóhanna hefur viðurkennt að það hefðu verið betri vinnubrögð að fá til samningana hæfa menn og baðst þannig afsökunar. Árni Páll Árnason sagði nýlega að nú væri ljóst að Icesave II voru vondir samningar og ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar hafi verið rétt. Þannig baðs hann afsökunar, en Jón Ingi Cæsarsson og Magnús Björgvinsson biðjast aldrei afsökunar. Þar gildir hrokinn, sem jú á sér uppsprettu úr vanmálttarkenndinni.
Nú studdi ég Icesave III rétt eins og þú, ekki vegna þess að einhverjir flokkar eða stjórnmálamenn sögðu mér að styðja slíkan samning, heldur vegna þess að það var mitt mat að samningur hefði náðst sem var okkur hagstæður. Því miður voru of margir sem treystu ekki ríkisstjórninni fyrir málinu og vildu refsa þeim fyrir fyrri mistök.
Innkoma ESB er svo allt annað mál. Stuðningurinn við ESB hefur verið um 30 % að undanförnu og á niðurleið. Þetta inngrip ESB mun eflaust þýða að stuðningur við inngöngu í ESB mun lækka í 10% eða minna. Þá er það úr sögunni.
Þegar ég ræði við vini mína í Samfylkingunni þá er ég svo þakklátur að geta vitnað í Magnús Helga Björgvinsson, Jón Frímann Jónsson og Jón Inga Cæsarsson aðalbloggara Samfylkingarinnar. Það þýðir lítið fyrir vini mína að ségja að þið séuð ekki neinir fulltrúar Samfylkingarinnar og það séu fífl í öllum flokkum. Ég vitana samt í ykkur og er ykkur þakklátur.
Mér dettur hins vegar aldrei í hug að þið biðjist afsökunar á framgögnu Samfylkingarinnar í Icesave eða framgögnu ESB nú. Til þess eruð þið of stórir með ykkur eða of smáir.
Sigurður Þorsteinsson, 12.4.2012 kl. 00:02
Það mun koma í ljós á næstu dögum hvort það eru menn eða mýs við stjórn utanríkismála í landinu nú um stundir.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.4.2012 kl. 00:34
Jón Ingi. Það stenst ekki nokkur réttlætisrök, að fella einka-eigenda-bankaskuld á skattborgara. Ef EES stendur vörð um þannig "viðskipta-réttlæti", þá er okkur líklega öllum hollast að velta fyrir okkur raunverulegum tilgangi EES og ESB-aðild, fyrir stritandi alþýðu þessa lands.
Við þurfum að hafa atvinnu og laun, til að borga skuldir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.4.2012 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.