Skítalykt af þessu máli.

Yfirverkstjóri fiskvinnslu Samherja á Dalvík segir ákvörðun Deutsche Fischfang Unionum að hætta tímabundið öllum viðskiptum við íslenska lögaðila þar til Seðlabankinn upplýsir um hvað hann hafi fyrirtækið grunað vera rothögg fyrir starfsemina.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að á Dalvík hafi staðið til að vinna 3.500 tonn af slægðum þorski frá DFFU á fjögurra mánaða tímabili, frá miðjum apríl og fram í september.

____________

Ekki veit ég hvað ráðamönnum Samherja/DFU gengur til í þessu máli. Ég er einn þeirra sem hef haft alla fyrirvara á þessu kærumáli á hendur fyrirtækinu og ætla ekki að dæma fyrirfram.

Þessi gjörningur er hinsvegar óskiljanlegur og eitthvað hefur PR - fræðingurinn hjá Samherja klikkað illa þegar þetta var ákveðið. Það verða engir fórnarlömb í þessu nema íbúar á Dalvík og ekki get ég áttað mig á hvað þeir hafa til saka unnið.

Það er ljóst að öll samúð hefur gufað upp í þeim hópum sem ég umgengst og maður skynjar undrun og reiði.

 


mbl.is Rothögg að fá ekki fisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Jón, hvað hefðir þú gert ef þú værir framkvæmdastjóri fyrirtækis, sem væri sakað um brot gegn reglum.

Myndir þú ekki halda að þér höndum um frekari starfsemi á meðan línur fengju að skírast og brotið væri dregið fram.

Þannig væri hægt að taka næstu ákvörðun í ljósi niðurstöðu málsins.

Ekki geta menn rekið fyrirtækið alveg óbreytt sé það sakað um söluferli sem ekki standist lög?

Sigurður Alfreð Herlufsen, 4.4.2012 kl. 11:40

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeir segjast líka hafa sett 3.500 tonn til Samherja á Ejafirði í fyrra. Eg er ekki viss um að ég kaupi það án frekara bakköpps:

,,Í fyrra seldi DFFU meðal annars 3.500 tonn af slægðum þorski, bæði frystum og ferskum, til landvinnslu Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu." (mbl.is)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.4.2012 kl. 11:49

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nei Sigurður.. þeir vita að þeir eru saklausir og þetta er vitleysa .... svo hafa þeir sagt og lítil er trú þeirra ef þeir ætla að nota það til þessar dæmalausu aðgerða.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2012 kl. 12:22

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón, þeir sem sleikja afturenda fá að lokum yfir sig drullu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.4.2012 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 818185

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband