Ótvíræður árangur á mörgum sviðum.

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunn Íslands úr BB+ í BBB- og staðfest langtímaskuldbindingar íslenska ríkisins, BBB+.

Ísland fær stórkostlegt hrós alþjóðlegra sérfræðinga og þetta er gríðarlegt skref fram veginn.

Það er fáránlegt að heyra í DRAUGAKÓR stjórnarandstöðunnar annarsvegar og álit erlendra sérfræðinga hinsvegar.

Þessi breyting skilar okkur langt fram veginn og við erum á góðri leið með að endurheimta traust okkar og virðingu erlendis.

Það er langt í land enn enda er dálítið verkefni að reisa við ríki sem hrundi til grunna, efnahagslega, undir stjórn frjálshyggjupostula Sjálfstæðisflokksins.

Nú ættum við að óska okkur til hamingju og hætta bölmóði og niðurrifstali, það er miklu fljótlegra að reisa við þjóð sem stendur saman að því verkefni, laus við niðurrifstal og sundrungu.

 


mbl.is Fitch hækkar einkunn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Í fréttatilkynningu Fitch segir að Íslendingar hafi lokið vel heppnuðu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og endurheimt aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá Fitch, segir að ólíkt ríkjunum á evrusvæðinu sé hafinn efnahagsbati á Íslandi, þá er endurskipulagning fjármálakerfisins komin vel af stað og opinberar skuldir hafi líklega náð hámarki. Rawkins segir muninn á einkunninni BB plús og BBB mínus, sem Ísland hefur þess vegna hlotið, vera afar þýðingarmikinn.

Ísland er nú komið úr ruslflokknum svonefnda og þar með ætti aðgangur þess að lánamörkuðum að batna töluvert. Rawkins ítrekar þó að enn séu margir óvissuþættir til staðar, til dæmis á enn eftir að afnema gjaldeyrishöftin og Icesave-deilan er enn óleyst. Vægi hennar hefur þó dvínað töluvert að mati Paul Rawkins hjá Fitch.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.2.2012 kl. 18:12

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Litlu verður Vöggur feginn.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 17.2.2012 kl. 18:45

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ætli þessi frétt hafi ekki slegið stjórnarandstöðuna gjörsamlega út af laginu? Ekki heyrist svon mikið sem hósti né stuna úr þeirri átt.

Mér fannst Jóhanna forsætisráðherra standa sig mjög vel í síðasta þætti þeirra félaga Jóns Orms Halldórssonar og Ævars Kjartanssonar: Landið sem rís sem var s.l. sunnudag á rás 1., endurtekið s.l. fimmtudag. Þar fór hún yfir stöðu mála og þetta ættu sem flestir að hlusta á, nöldraranir líka.

Guðjón Sigþór Jensson, 18.2.2012 kl. 18:08

4 identicon

Hahahahaha....það mætti halda að það væri 1. apríl...

Gaui (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband