Sjálfstæðisflokkurinn gjaldþrota ?

Frétt á vef DV vekur athygli.

http://www.dv.is/frettir/2011/12/28/sjalfstaedisflokkurinn-krafinn-um-endurgreidslu/

 "Samstarfsflokkar sjálfstæðismanna í íhaldsflokkahópi Norðurlandaráðs ætla, samkvæmt heimildum DV, að krefjast endurgreiðslu frá Sjálfstæðisflokknum á um tuttugu milljónum króna sem Páll Heimisson, starfsmaður flokksins, er sakaður um að hafa stolið af íhaldsflokkum Norðurlanda. Verði Páll fundinn sekur fellur krafan líklega á hann."

Þetta er dágóð viðbót við allar þá milljónatugi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að endurgreiða vegna siðlausrar fjáröflunar fyrr á tíð.

  Að vísu heyrist lítið af þeim endurgreiðslum og maður spyr sig hvort þær eiga sér stað, sem þó er líklegra miðað við yfirlýsingar.

Sjálfstæðisflokkurinn skilaði bókhaldi seint og illa til ríkisendurskoðunar og maður veltir fyrir sér hvort þessi ríkasti stjórnmálaflokkur landsins eigi í fjárhagserfiðleikum.

Kannski verður stjórnmálaflokkur, í fyrsta sinn á Íslandi, boðinn upp og sleginn hæstbjóðanda. Þá væri gaman að vera viðstaddur og sjá hver hneppir hnossið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er Samfylkingin aumkunnarverður og hræsnisfullur stjórnmálaflokkur.

Það er ekkert stjórnmálaafl eða flokkur sem slær þessu viðrinni íslenskra stjórnmálaflokka út þ.e. Samfylkingunni !

Það er alveg ljóst ef svo vildi til að Sjálfsstæðisflokkurinn yrðpi gjaldþrota hvrjir stæðu hlakkandi yfir líkinu sem hæstbjóðandi.

Það yrði ayðvitað Samfylkingin sem myndu þá reyna að klóna líkið sjálft fyrir sjálfa sig.

Þið gætuð meira að setgja gert skaðræðis- og klækjakvenndið ISG aftur að formanni flokksins ykkar !

"Hin íslenska Sjálfsstæða Samfylkinging" gæti nafnið á hinum sameiginlegu flokksskríflum heitið !

Þetta flokksskrífli ykkar sem sótti milljónir tuga til bankaglæponana og Baugs fylkingarinnar ásamt einstökum sendiboðum sem voru hafðir í framboði fyrir ykkur. Enginn hefur skilað einni einustu krónu til baka eða yfirleitt beðist afsökunar á einu eða neinu. Nema ISG sem hefur grenjað tvisvar sinnum í heilar 20 mínútur sínum krókudílatárum, á síðustu Landsfundum Samfylkingarinnar.

Annars hafið þið enga, alls enga ábyrgð borið á einu eða neinu og ekki sýnt nein merki til þess ! Allt var einhverjum öðrum að kenna !

Hafi Samfylkingin ævarandi skömm fyrir !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 16:21

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég myndi sleppa jafnaðarmanni í höfunarlýsingunni því það ert þú ekki.

En samhryggist að andlegur leiðtogi ykkar vinstrimanna er fallinn frá  Kim Jong Il.

Óðinn Þórisson, 28.12.2011 kl. 17:26

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Lengi vel voru fjármál flokkanna best geymdu leyndarmálin. Fyrir nær áratug lenti undirritaður í ritdeilu við þáverandi fjármálaritara Framsóknarflokksins á síðum Morgunblaðsins um það hvort setja ætti reglur um fjármál flokkanna. Viðkomandi þótti vitaóþarfa að setja nokkrar reglur og taldi að hvergi væri slíkt viðhaft. Undirritaður leyfði sér að benda heimótta Framsóknarmanninum á að það færi fjarri og benti á 21. gr. stjórnarskrár Þýskalands í því sambandi. Þar er skýrt kveðið á að stjórnmálaflokkum beri lagaskylda að gera opinberlega grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem þeir hafa undir höndum.

Hér er um grundvallaratriði í þróun lýðræðis í samfélaginu. Fjármál flokkanna er ekki einkamál þröngrar klíku.

Varðandi fréttina í DV í morgun er ástæða til að gruna Sjálfstæðisflokkinn um græsku. Hann vinnur ekki heilt í þessum málum og spjótin beinast stöðugt að þessum flokki sem ber meginábyrgð á mistökunum sem leiddu til bankahrunsins.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 29.12.2011 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband