Ætti að kunna samningatækni.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að menn eigi að hætta að tala um tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu eins og Íslendingar fái engu um það ráðið. „Við eigum að sjálfsögðu að segja samninganefndunum hvenær hentar okkur að kjósa.“

Þeir sem eru vanir samningum vita að þeir sem hafa yfirvegun, skynsemi og þolinmæði skilar bestum árangri.

Þeir sem flýta sér eða hafa ekki yfirvegun tapa samningaferli.

Það ætti ætti Ögmundur vita manna best. 


mbl.is „Liggur á að komast út úr þessu endemis rugli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig er hægt að "tapa" í umsóknarferli um aðild að fjölþjóðlegu ríkjsambandi? Eins og það væri fótboltaleikur, eða pókerspil?

Og um hvað er eiginlega verið að semja? Er verið að semja um hvort breytingar sem forseti Frakklands og kanslari Þýzkalands hafa fyrirskipað að gerðar skuli á stjórnarskrám aðildarríkja, nái til þeirrar íslensku? Er verið að semja um undanþágu fyrir Ísland frá því að borga fyrir þjóðarskuldir Grikklands, Ítalíu og Spánar? Hefur samninganefnd Íslands gert kröfu um skýringar á því hvers vegna björgunarsjóðurinn þeirra er stofnaður sem einkafyrirtæki í Luxembourg með ákvæði í stofnskrá um að sjóðurinn og starfsmenn njóti friðhelgi að lögum en hafi samt sem áður vald til að saksækja þau ríki sem ekki hlýða? Með öðrum orðum, fasískt yfirvald sem er eins og "ríki í ríkinu"? Er verið að semja um brotthvarf teknókratískra starfsmanna alþjóðlegu bankaelítunnar frá valdastólum í Grikklandi, Ítalíu og víðar? Eða er kannski bara verið að semja um hver þeirra eigi að verða fyrsti landsstjórinn yfir Íslandi? Um hvað er eiginlega verið að semja? Veit einhver herskonar Evrópusamband er verið að semja við? Nei það veit enginn, sem ekki er hægt að vita.

Samninganefndarmenn hafa varla hugmynd um nein af þessum atriðum, því ekkert hefur heyrst minnst á þau í sambandi við hinar svokölluðu "samningaviðræður". Þvert á móti láta þessir nytsömu sakleysingjar eins og það séu hvorki efnahagslegar hamfarir né vinveittar yfirtökur í gangi í Evrópu, sem er hreinræktaður barnaskapur. Ef þeir vita betur er hinsvegar verið að beita blekkingum.

Menn höfðu hér áður fyrr ofurtrú á viðskiptamönnum sem fóru víða um lönd og gerðu samninga sem þeir montuðu sig af hversu góðir væru. Það skyldi þó ekki vera að hin nýja tegund útrásarvíkinga sé þegar að störfum á hinu pólitíska sviði, og muni koma okkur á hálli og þynnri ís en nokkru sinni fyrr? Reyna að selja okkur samning sem er "tær snilld" og inniheldur "glæsilega niðurstöðu"?

Því þannig virkar jú póker, ef þú ætlar að vinna sama hvað það kostar þá beitirðu blekkingum. Það kallast að blöffa.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2011 kl. 13:18

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Var það ekki  loforð Samfylkinarinnar að klára þessar viðræður við esb á kjörtímabilinu og leyða þjóðinni að kjósa um málið ?

Eins og allir vita hefur ríkisstjórnin ekki þingmeirihluta til að fara í þær breytingar sem forystmenn hennar vilja.

Það verður erfitt fyri Samfylkinguna að fara inn í næstu kosningar með það á bakinu að hafa ekki klárað þetta mál.

En það skaðar okkur og veikir okkar samningsstöðu hvað ráðherrar í þessari ríkisstjórn tala þvert á hvern annan.

Óðinn Þórisson, 22.12.2011 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband