Færi best á því að þessi hópur héldi kj.....

Advice hópurinn, sem barðist fyrir því að fá Icesave-samninga í þjóðaratkvæði, segir m.a. í ályktun sinni að afar óæskilegt sé að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra muni gæta hagsmuna Íslands í Icesave-málinu. Er skorað á ríkisstjórnina að endurskoða þá ákvörðun.

Færi vel á því að þessi grúppa héldi sig til hlés... þeir börðust gegn Icesavesamningum og það er m.a. þeim að þakka að málið er í fullkominni óvissu og gæti kostað okkur milljarðatugi.

Svei mér þá ef þeir skilja það...

Enn bjánalegri er þessi yfirlýsing sem sýnir svart á hvítu hvað þeir skila ekki og kunna ekki.

Utanríkisráðuneyti fer með erlend málefni og það hefur ekkert að gera með það hvaða ráðherra situr í því embætti á hverjum tíma.

Það sem skiptir máli nú er að finna lögfræðinga með sérþekkingu á málarekstri af þessum toga og bara það á eftir að kosta þjóðina hundruð milljóna....

Þökk sé m.a. Advice hópnum.


mbl.is Össur gæti ekki hagsmuna Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjánalegt blogg hjá þér.

Farðu nú að halda kj.....

Björn I (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 20:10

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála þér Björn!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 20.12.2011 kl. 20:16

3 identicon

Sæll.

Þegar við vinnum þetta mál fyrir EFTA dómstólnum, hvað ætlar þú þá að segja? Að það sé allt Jóhönnu, Steingrími og Össuri að þakka?

Af hverju heldur þú að ESB hafi nokkru eftir hrun breytt tilskipunum sínum á þann veg að ríkisábyrgð hafi orðið á innistæðutryggingasjóðum? Málið er ekki í óvissu. Þú kannski manst eftir því að allir lögfróðir menn sem um málið fjölluðu hér sögðu  . . . hvað?  Hvað hefur yfirmaður norska innistæðutryggingasjóðsins sagt?

Hvernig stendur svo á því að enn er til hópur manna sem vill inn í ESB sem rífst við okkur vegna fisks innan okkar lögsögu og gat ekki farið að eigin tilskipunum?

Jafnvel þó málið kosti okkur hundruðir milljóna, sem þarf ekkert að vera, er það snöggtum skárra en málið kosti okkur hundruðir milljarða, ekki satt?

Hvenær ætla annars þeir sem vildu borga Icesave að fara að viðurkenna sín mistök? Hvað sagði Alan Lipitz - sá sem samdi þessa tilskipun? Ertu nokkuð búinn að gleyma því?

Helgi (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 20:22

4 Smámynd: Óskar

Helgi þegar við vinnum málið já--   29 sinnum hefur ESA höfðað mál, 27 sinnum hafa þeir unnið.  Vonandi kaupir þú lottómiða,-bjáni!

Óskar, 20.12.2011 kl. 20:41

5 identicon

Ef réttlætinu væri fullnægt þá myndum við vinna málið fyrir þessum EFTA dómsstóli léttilega.

En gleymum því ekki að málsstaður okkar er mjög sterkur, en dómsstóllin hefur verið svolítið hallur undir "hina stóru"

Svo við skulum vona það besta en búa okkur undir það versta.

Það góða við að ICESAVE I samningurinn var stöðvaður af forsetanum og svo endanlega af þjóðinni er auðvitað sá að ef svo hefði ekki verið þá værum við nú búnir að greiða yfir 100 milljarða aðeins í vaxtabætur og höfuðsstóllinn hefði ekkert lækkað. Hvaðan átti að taka þá fjármuni, ég bara spyr ?

EFTA dómsstóllinn er alls enginn "Stóri Dómur" hann getur ekki dæmt okkur til refsiábyrgðar eða fébóta og heldur ekki ákveðið að við séum skyldaðir til að greiða vexti.

Hann getur aðeins ákvarðað hvort að við höfum farið eftir "dírektívinu" eða ekki og ef hann dæmir að við höfum ekki gert það og gerst þar með brotlegir við sjálft "dírektívið, þá ber okkur að lagfæra það og bæta regluverkið og sjá svo til þess að svona lagað geti ekki gerst aftur hjá okkur.

Málarekstur af þessu tagi getur tekið allt að 3 ár og þó hann kosti okkur nokkur hundruð milljónir sem sjálfssagt er rétt þá eru það smá aurar miðað við 100 milljarðana sem við ættum þegar að vera búnir að greiða bara í vaxtagreiðslur hefðum við samþykkt ICESAVE I nauðungar samninginn.

Á þessum þremur árum getur ýmislegt gerst s.s. að dómsstóllinn ákveði að láta málið falla niður þar sem kröfuhafar hafi allir fengið þessa lágmarkstryggingu þegar greidda út úr þrotabúi Gamla Landsbankans, eða að aðilar hafi gert sátt í málinu sem þýddi einhverjar málamyndabætur til Breska og Hollenska Ríkisins, svona til að þeir og ESB héldu andlitinu.

Hvorki þeir eða ESB vilja í raun fá niðurstöðu EFTA dómsstólsins í málið vegna þess að það gæti gert þeim ákaflega erfitt fyrir heima fyrir.

En ef dómurinn fellur okkur í óhag þá verða kröfuhafar að gjöra svo vel að fara með málið fyrir íslenska dómsstóla, bæði dómsstigin eftir aðstæðum. Ólíklegt er að þeir færu að taka frekari áhættu eða eyða meiri tíma og fjármunum í slíkt, ekki síst í ljósi þess að þeir væru allir búnir að fá lágmarksinnistæður greiddar.

Þannig að við skulum alveg anda rólega, málið mun alltaf fara mun betur heldur en það hefði farið hefðum við samþykkt fyrri nauðungarsamninga um ICESAVE !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 21:59

6 identicon

Nú skulum við henda öllum stjórnmálamönnum frá þessu máli, og fá vitsmunaverur til að vinna í þessu fyrir okkur.

axel (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 22:02

7 identicon

Þú gleymir hinu óþægilega Jón Ingi að ef samningunum hefði ekki verið hafnað væru nú þegar fallnir 110 milljarðar á þjóðina í vaxtakostnaði einum saman. Þetta er vaxtakostnaður sem fæst ekki endurgreiddur úr þrotabúinu þar sem hann er ekki forgangskrafa. Í áliti ESA er hvergi minnst á vexti og þó íslendingar verði dæmdir brotlegir verður sennilega búið að greiða skuldina að mestu með eignum þrotabúsins þegar að dómi kemur og afgangurinn kemur svo einnig úr þrotabúinu.

Þór Saari (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 22:53

8 Smámynd: Óskar

Þór Saari er nú mesti lýðskrumari sem setið hefur á Alþingi Íslendinga.  Kemur ekki á óvart að hann bulli hér um 110 milljarða áfallinn vaxtakostnað sem eru tölur úr öðru sólkerfi, þvílík andskotans þvæla.

Spurningin er hinsvegar hvað Þór Saari ætlar að gera þegar í ljós kemur að við þurfum að borga þetta hvort eð er og sennilega miklu meira.  Biðst hann afsökunar á að hafa afvegaleitt meira en hálfa þjóðina?

Óskar, 21.12.2011 kl. 01:38

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi varst þú búinn að lesa bókina Afleikur aldarinnar - Jóhanna og Steingrímur eru á forsíðunni.

Óðinn Þórisson, 21.12.2011 kl. 07:58

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ósköp virðast þeir eiga margt eftir ólært sem senda þér inn athugasemdir Jón. Þeir ættu að lesa meira um afglöp sinna minna sem voru ærin.

Góðar stundir

Guðjón Sigþór Jensson, 21.12.2011 kl. 17:52

11 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég á enga menn og engir menn eiga heldur mig eða einhverjir hagsmunaaðilar eiga mig heldur.

En meira en 100 milljarðar fyrir þjóðina er allt of mikið bæði fyrir mig og þjóðina Guðjón Þór og það bara í vaxtakostnað fyrir þessa reginveitleysu.

Þessu máli getur aldrei lokið öðru vísi en mjög vel fyrir þjóðina miðað við ósköpin sem lagt var upp með og reynt var að troða uppá hana bak dyra megin !

Gunnlaugur I., 21.12.2011 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband