Engu að treysta í neytendamálum á Íslandi.

Neytendasamtökin velta fyrir sér hvort bann við forverðmerkingum á kjöti kunni að skýra að hluta þá miklu verðhækkun sem hefur orðið á kjöti milli ára.

Það er sem það sé þjóðaríþrótt að svína og svíkja neytendur.

Við munum tíma samkeppnisleysis þegar Kaupfélögin og Sís höfðu einkarétt á verðlagningu og vöruframboði, það þótti sjálfsagt að þannig væri það og sumir sakna þeirra tíma og versla enn við þær búðir sem þeir trúa að sé Kaupfélagið.

Svo kom samkeppnin og vöruverð lækkaði.

Nú eru þeir tímar liðnir og runnið er upp nýtt tímabil okurs og svika við neytendur. Það er sorglegt að hlusta á umræðuna, enginn kannast við að nokkuð hafi hækkað hjá þeim, en á einhvern dularfullan hátt hafa verð samt hækkað um tugi prósenta milli ára.

Það voru hrikaleg mistök að heimila að taka verð af vöru og ætlast til þess að neytendur skanni vöru sem þeir eru að skoða. Það gera fæstir og verðskynið hvarf.

Samstundis fóru verðin að hækka enda hægt um vik þar sem þessi hækkun er flestum neytendum ósýnileg í daglegum innkaupum.

Maður sér varla nokkurn mann bera vöru að þessum skönnum sem eru fáir og lítt áberandi.

En niðurstaðan er ..... það er engu að treysta í viðskiptum hér á landi...og það breyttist ekkert við hrunið og þá umræðu sem því tengdist.


mbl.is Verðmerkingum hætt og verð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband