Kúkurinn á fjörum enn um sinn.

 Ég skifaði grein fyrir skömmu í Akureyri vikublað.

http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/1209084/

Þar vakti ég athygli á að búið væri að fresta löngu tímabærum fráveituframkvæmdum í Sandgerðisbót um nokkur ár. Til að reyna að koma í veg fyrir þetta slys lagði bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu við fjárhagsumræðu að bæta í og hefja framkvæmdir.

Til að gera langa sögu stutta felldi bæjarstjórn þessa tillögu og þar með lýsa bæjarfulltrúar L-listans því yfir að þeir séu sáttir við kúkinn á fjörunum og saurgerlana í norðanáttinni.

Metnarleysi ? JÁ  Skilningleysi: JÁ.

Það bíður þá nýrra bæjaryfirvalda að leysa þessi mál...ekki gerist það í tíð núverandi meirihluta.

Hér er tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Hermann Jón Tómasson S-lista lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012:

Bæjarstjórn samþykkir að liðurinn Fráveita Akureyrar (liður 141) í framkvæmdayfirliti fjárhagsáætlunar verði hækkaður í kr. 300.000 milljónir til að mæta kostnaði vegna uppbyggingar fyrsta áfanga hreinsivirkis og útrásarpípu.

Breytingartillaga Hermanns Jóns Tómassonar var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn atkvæði Hermanns Jóns Tómassonar S-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kúkur Íslenskra stjórnmála er Samfylkinginn.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 19:02

2 identicon

Samfylkingin var við völd á Akureyri 2002 - 2010, til upplýsinga fyrir þá sem halda að aðrir hafi skammtímaminni.

Ágúst J. (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 21:51

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jæja Ágúst...þú segir mér tíðindi.. legg til að þú kynnir þér málin betur. Aldrei að bulla einhverja vitleysu þegar maður ætlar að taka það flott. 

  Samfylkingin var í meirihluta 2006 - 2010 og setti málið á dagskrá í þriggja ára áætlun og ef þú veist það ekki kostar þetta verkefni milljarð.

Núverandi meirihluti tók þetta af dagskrá á þeim tíma sem átti að hefjast handa og færðu það aftur um þrjú ár. Nú er svo komið að mengun í Eyjafirði næst Sandgerðisbót er næstum þrisvar sinnum meiri en viðmiðunarmörk leyfa...og svo voru menn að haga áhyggjur af Becromal.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.12.2011 kl. 22:18

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Svo maður ræði um skammtímaminni ....  

Jón Ingi Cæsarsson, 7.12.2011 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband