Fráleit afgreiðsla.

Nokkuð sérstök staða kom upp við upphaf fundar í bæjarstjórn Akureyrar í gær er fjallað var um deiliskipulag Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis. Var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Jónsson, talinn vanhæfur þar sem eiginkona hans hafði sent inn athugasemd vegna deiliskipulagsins.

Fráleit afgreiðsla.. kona Ólafs var ekki að fjalla um neitt sem snéri að þeim persónulega heldur almenna hluti...

Á hvaða leið eru bæjarfulltrúar á Akureyri...taka rétt af fólki til að gera athugasemdir við deiliskipulag ?

Legg til að þessi ákvörðun verði kærð til ráðuneytisins til að fá úr þessu skorið.

Stjórnsýsla L-listans hefur ekki verið það fagleg hingað til og því full ástæða til að láta úrskurða um þessi mál.


mbl.is Vanhæfur vegna athugasemdar eiginkonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ertu nú orðinn sjálfstæðismaður Jón Ingi.

Hvernig útskýrirðu þessa afstöðu þína með hliðsjón af 20. gr. sveitarstjórnarlaganna???

Viggó Jörgensson, 7.12.2011 kl. 14:48

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Aldrei þessu vant er ég sammála þér Jón Ingi. Menn mega ekki missa sig í að mistúlka vanhæfisregluna. Hér verðður ekki séð að um sérgreinda persónulega hagsmuni séu að ræða þótt konan hafi sem ein af mörgum, sem telja þetta ógn við sína velferð, gert athugasemd við skipulagið. A sömu forsendum ættu allir þeir bæjarfulltrúar sem á fyrri stigum hafa tjáð sig jákvætt , eða neikvætt um tillöguna að vera vanhæfir.

Kristján H Theódórsson, 7.12.2011 kl. 15:35

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Viggó.. hvernig færðu það út að ég sé orðinn sjálfstæðismaður ??? ertu ekki aðeins að villast í túlkunum. Það skiptir engu máli hvers flokks maður hefði fengið svona trakteringu þá hefði ég skrifað það sama. Gengur algjörlega gegn réttlætiskennd minni.

Annað hvort eru lögin ranglát eða lögfræðiálitið vitlaust. Á það á að láta reyna því hér er um mannréttindi að ræða sem ég tel að með röngu hafi verið tekin af bæjarfulltrúanum og líka makanum sem er gert að láta það vera að gera athugsemdir um almenna hluti án stórskaða fyrir makann.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.12.2011 kl. 16:34

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hér var um að ræða almennar athugsemdir um deiliskipulag sem viðkomandi hafði engan persónulegan ávinning af. Hér hafa menn oftúlkað vanhæfilög að mínu mati.

Þess vegna á að vísa þessu máli áfram til skoðunar og afgreiðslu á æðra stjórnsýslustigi.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.12.2011 kl. 16:36

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ég var nú bara að hrekkja þig heilagann Samfóinn með þessari sjalla spurningu?

Ég skil alveg þessi sjónarmið hjá þér.

Og mér finnst þau alveg góð og gild en miklu frekar miðað við nýju lögin sem taka gildi um áramót.

En er samt mjög efins miðað við núgildandi sveitarstjórnarlög, 19. gr. ekki 20.

Mér sýnist að þetta sé einfaldara í núgildandi lögum sem gilda fram að áramótunum.

Sveitarstjórnarmaður er einfaldlega vanhæfur í öllu sem varðar venslamenn hans nema því sem undanþegið er í greinni.

"...Sveitarstjórnarmanni ber að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af...".

Og virðist sveitarstjórnin bara geta skorið úr um þetta eins og henni þykir réttast og ekkert hægt að efast um það meir.

Færri leiðbeiningarreglur en eru í nýju lögunum sem taka gildi um áramót.

Þín sjónarmið koma miklu sterkari inn þá.

Viggó Jörgensson, 7.12.2011 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband