Heyrst hefur...

 

Í undirbúningi er þingályktunartillaga í ónefndum flokki að öllum veitingastöðum á Íslandi sem bera erlend nöfn og bjóða upp á útlenskt jukk verði lokað og starfssemin færð í íslenskara form.

Því mun styttast að veitingastaðir á borð við Kentucky fried, Indian Curry, Subway, Krua Siam, Tandoori, Indian Mango, Krua Thai, Nigs og fleiri verði lokað og þar opnaðir nýjir staðir með þjóðlegri nöfnum og þjóðlegri réttum.

Fljótlega munu væntanlega opna Fjalla-Eyvindur, Grýla í hellinum, Bakkabræðragrillið og fleiri og þar mun verða boðið upp á þjóðlega rétti á borð við súrt slátur, sviðalappir, súrsaða selshreifa og fjallagrös.

Mikið verður nú betra fyrir þjóðina, sem er að verða spikfeit, að fá hollnustu og þjóðlega rétti í stað þessa útlenska draslfæðu sem allt er að drepa.


mbl.is Vill endurskoða lög um landakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sorglega misheppnuð tilraun til fyndni.....

hilmar jónsson, 27.11.2011 kl. 20:18

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er ekki fyndni...þetta er það næsta

Jón Ingi Cæsarsson, 27.11.2011 kl. 20:23

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Því miður er þetta nákvæmlega það sem gæti komið næst.. fjallagrasaflokkurinn er að fara á límingum

Jón Ingi Cæsarsson, 27.11.2011 kl. 20:24

4 identicon

Þar sparkaðirðu hraustlega í punginn á hilmari

casado (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 20:33

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

@Hilmar Ekki sorglega misheppnað ekki heldur fyndið. Þetta er bláköld alvara. Svo síðar er áformað frumvarp um að banna innflutning á byggingarefni, því það er fullgott að búa í torfkofum eins sparast miklir peningar við það þannig að fólk getur borgað enn hærri skatta.

Helstu áherslur VG hafa verið að stöðva framþróun sem leitt gæti til aukinnar atvinnu og hækka skatta

Hreinn Sigurðsson, 27.11.2011 kl. 20:57

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er mjög göfugt að selja ömmu sína, um það eru hannesarhólmsteinsfrjálshyggjumennirnir og samfylkingarfrjálshyggjumennirnir innilega sammála. Svo græða þeir sár sín á daginn og drekka kínverst fjallagrasate á kvöldin og bölva Íslandi í sand og ösku.

Jóhannes Ragnarsson, 27.11.2011 kl. 21:00

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður Jóhannes.  Þessi orð lýsa ástandinu á ríkisstjórnarheimilinu mjög vel..................

Jóhann Elíasson, 27.11.2011 kl. 21:25

8 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Það er ekki hægt að flokka þetta sem þjóðrnissinnaðan flokk samt ... Wait a minute ...

Jón Á Grétarsson, 27.11.2011 kl. 21:46

9 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Helsta auðlind landsins þjóðin sjálf, mannfólkið. Heyrst hefur að VG undirbúi núna lög sem banna brottflutning á helstu auðlindinni án endurgjalds, og sú auðlind sem hugsar sér að flytjast á brott verður þjóðnýtt med det samme.

Þetta verður að sjálfsögðu sett í nýja stjórnarskrá líka.

Sigurjón Sveinsson, 28.11.2011 kl. 08:31

10 identicon

Hvað er málið með samfylkingarmenn af þínu kaliberi, Jón ??

Er allt sem kemur frá flokknum hafið yfir gagnrýni ?

Hringdu í vælubílinn sem fyrst (113) því ég efast um að hann muni sinna grátbólgnum samfylkingarmönnum mikið eftir að næstu kosningum lýkur..

runar (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 19:01

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

runar... hvaða flokk ertu að tala um ? erum við ekki að ræða ónefndan flokk ? heldur þú eitthvað sérstakt í þeim efnum ?

Jón Ingi Cæsarsson, 28.11.2011 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband