Á hvaða ferðalagi eru ráðherrar VG ?

 

Samkvæmt fréttum í Rúv í hádeginu eru þessi frumvarpsdrög um fiskveiðar unnin á samráðs við ríkisstjórn og ríkisstjórnarflokka.

Þetta er sóló Jóns Bjarnasonar og félaga hans í ráðuneytinu og mun aldrei verða lagt fram sem stjórnarfrumvarp segir Jóhnanna Sigurðardóttir.

Á föstudaginn hafnaði Ögmundur Jónasson að veita undanþágu vegna kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðun sem er umdeild en enginn efast um að ráðherra hefur þessa heimild að réttu eða röngu. Ef þingmenn vilja leyfa þetta óheft þá er bara að taka um það umræðu og leggja til lagabreytingu, undanþágur þarf að nota sem undanþágu en ekki reglu.

Samt hefði verið eðlilegra að Ögmundur hefði tekið upp samráð og hefði rætt þetta við félaga sína í ríkisstjórninni.

En það sem ráðherran sagði síðan um að loka bæri fyrir alla landasölu, líka fyrir þegna EES svæðis er hann kominn á brautir sem þarf að hugleiða. Er Ögmundur að leggja til að segja upp EES samningi með því að ráðast að grundvallargildum hans ?

Þá er ráðherrann kominn á algjörar villigötur og það er hreinlega orðið umhugsunarefni hvort það sé boðlegt að vera með ráðherra sem taka hvert stórsólóið á fætur öðru án nokkurs tillits til stjórnarsáttmála og samstarfsflokks. Þeir eru jafnvel í skógarferðum gagnvart eigin flokksfélögum.

Nú held ég að sé mál að linni og VG þarf að hugleiða sín mál hvað þetta varðar.


mbl.is LÍÚ líst mjög illa á drögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ögmundur og Jón vita að Samfylkingin greiðir hvað sem er fyrir að halda völdum.  Því miður.

Ágúst J. (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 12:42

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Afskrifa á þriðja hundrað milljarða af keyptum aflaheimildum, góðan daginn!

Er þá verið að upplýsa að á meðan allt þetta þóf um kvótakerfið sem auðvitað er þjóðhagsleg- og þjóðfélagsleg brjálsemi hafi á þriðja hundrað milljörðum verið kippt út úr þessari auðlind sem lögformlega er staðfest að sé í þjóðareign?

Árni Gunnarsson, 27.11.2011 kl. 13:48

3 identicon

Þjóðin á kvótann, honum var stolið og síðan afhentur útgerðinni frítt og þeim gefið frjálsræði að leigja og selja að vild.

Þeir sem keyptu þýfi geta sjálfum sér um kennt.

Ef sátt á að nást um stjórnun fiskveiða verður að innkalla allan kvótan strax, og setja á sóknarmark og gefa handfæraveiðar á smábátum frjálsar.

Trausti (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 16:48

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, það er inngróið í krataeðlið að svipta íslenku þjóðina sjálfstæði sínu og sjálfræði og selja einhvejum útlendingum landið sjálft til eignar. Ég hef aldrei getað skilið í þessum geðkrabba kratalingana.

Jóhannes Ragnarsson, 27.11.2011 kl. 21:12

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já Jóhannes og troða henni inn í bandalag ófrjálsra þjóða eins og Svíþjóðar, Danmerkur, Þýskalands, Frakklands, Finnlands og fleiri slíkra sem eru svo ósjálfstæðar og aumar...common Jóhannes... það er ekki hægt að bera svona vitleysu á borð fyrir skynsama Íslendinga.. það er eiginlega móðgun við dómgreind þeirra að halda að svona þvæla virki.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.11.2011 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband