Er þetta ekki að verða fínt ?

 

Það rekur á með hverja uppákomuna hjá ráðherrum VG þessa dagana. Ég hef ekki skoðun á landakaupum á Fjöllum og ég hef  skilning að ráherrann hafi hafnað þessu á málefnalegum nótum, jafnvel lagt til að lögin væru endurskoðuð. Ég hefði líka skilið vel að hann hefði haft samráð og samvinnu við félaga sína í ríkisstjórninni.

En ráðherrann kaus að spila sóló, sem hann í sjálfu sér má þó það sé ekki skynsamlegt.

En með mér og Ögmundi skilja leiðir þegar hann lýsir þeirri skoðun sinni að banna beri öllum útlendingum að fjárfesta á Íslandi, þá er samúð minni með ráðherranum lokið.

Næsti kafli er að þingmaður VG ætlar að leggja fram tillögu um algjöra lokun á útlendinga varðandi landakaup á Íslandi. Þá er komið útfyrir það sem hægt er að sætta sig við. Slíkur heimóttarskapur í nútímastjórnmálum er ekki ástættanlegur.

Og dropinn sem fyllir mælinn er augljós vanhæfni Jóns Bjarnasonar í ráðuneyti sjávarútvegsmála. Hann er kominn í persónulegt stríð við ríkisstjórn og báða stjórnarflokkana. Honum á að vísa úr embætti samstundis.

Ég hef stutt þessa ríkisstjórn og veit að hún hefur unnið þrekvirki í baráttunni við afleiðingar hrunsins. En þó maður reyni að sjá eitthvað vit í að halda þessu áfram þá verður það sífellt erfiðara og satt að segja eru VG liðar, eða nokkrir á þeim bænum, að gera þetta samstarf óvinnandi.

Ríkisstjórnin hefur eins manns meirihluta á þingi og þegar menn eru farnir að misnota þá stöðu aftur og aftur er eiginlega sjálfhætt.

Ég sé ekki að þetta breytist og hefur ekki gert neitt annað en versna síðustu vikur og mánuði. Þó mér finnist leiðinlegt að segja það þá sé ég ekki að hægt sé að vinna með nokkrum þingmönnum VG mikið lengur.

Hvernig það verður best leyst ætla ég ekki að hafa á skoðun en svona gengur þetta ekki lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þú segir að með ykkur Ögmundi skilji leiðir þegar hann (Ögmundur) lýsir þeirri skoðun sinni að banna beri öllum útlendingum að fjárfesta á Íslandi, þá er samúð minni með ráðherranum lokið.

En sagði Ögmundur þetta? Ég skildi hann þannig að það væru landakaup ein og sér sem hann hefði áréttað um. Og um það er ég ráðherranum hjartanlega sammála.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 27.11.2011 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818073

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband