ESB löndin lykill að velmegun Íslands.

Um 70,5% af útflutningi Íslendinga á síðasta ári fór til landa Evrópusambandsins, þar af fóru 49,8% til evrulanda. Á síðustu árum hefur orðið sú þróun að stærri hluti útflutningsins fer til Evrópu. Í fyrra fór 6,7% útflutnings okkar til Bandaríkjanna.

Lönd sem nefnd hafa verið sem vænlegur kostur fyrir Ísland í tengslum við mynt og myntbandalög eru í afar litlum viðskiptum við okkur.

Kanada innan við 2%, Sviss á svipuðu róli og Noregur með tæp 8% af af útflutningi okkar.

Helmingur úflutnings er til Evrulanda.

Ég hef oft velt því fyrir mér þegar Evrópuanstæðingar hamast og æpa frá sér ráð og rænu hvort þeir geri sér grein fyrir að þessi lönd eru lykillinn að velmegun Íslands og útflutningur þangað stendur að mestu undir velferðarkerfinu, tryggir að hér sé hægt að hafa búsetu og þetta eru þau lönd sem næst okkur standa, ekki bara í viðskiptum, heldur á menningarsviðinu og gegna lykilhlutverki við að mennta æsku þessa lands þegar leita er til framhaldsnáms.

Hið sorglega hatur sem birtist í skrifum margra, sérstaklega þó þeim sem standa í fararbroddi Evrópuandstæðinga hér á landi, er umhugsunarefni.

Skyldu þeir gera sér grein fyrir því að Ísland er í raun hluta af sambandi Evrópuríkja, ekki bara á sviði viðskipta, menningar og menntunar heldur einnig hvað varðar stóran hluta af lögum og reglugerðum í gengum EES samninginn.

Ég hreinlega skil ekki það blinda hatur sé skín úr skrifum og umfjöllum ýmissa þekktra einstaklinga úr hópi Evrópuandstæðinga og ég skil heldur ekki hvernig er hægt að hafna öllum breytingum, fyrirfram án þess að vita nokkuð hvernig samningur gæti legið á borðinu.

Líklega eru þetta blindir öfgar því þeir sem ekki vilja hlusta á rök og taka ákvörðun í framhaldi af því en þess í stað berjast við vindmyllur eins og Don Kíkóti um árið eru lítt marktækir.

Það mun þjóðin sjá þegar hún greiðir atvæði um aðild Íslands að ESB. 


mbl.is 70,5% útflutningsins fer til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er dálítill misskilningur hjá þér. Við erum að selja þeim fæðu sem allar þjóðir vilja kaupa. Við ákveðum sjálf að selja ESB þessar vörur. Þú vissir að mest af sjávarafurðum íslendinga fór á Bandaríkjamarkaðinn fyrir nokkrum árum og vegna óhagstæðs gengis þá var svissað yfir´til ESB landa. væri ekki gott að vera sveigjanlegur í þessum útflutningsmálum og skrifa enga samninga í þeim efnum hvað þá að gefa sjálfstæði sitt í þeim efnum. hugsamu málið.

Valdimar Samúelsson, 17.11.2011 kl. 11:32

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég get sagt þér sem dæmi þá vilja Kínamenn ekki evruna lengur í viðskiptum en dollara þiggja þeir.

Valdimar Samúelsson, 17.11.2011 kl. 11:33

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú erum við ekki í Evrópusambandinu og ekki með evru en samt er þetta hlutfall nú svona. Þú ætlar ekki að segja mér að þessar tölur kalli á það að við göngum í sambandið? Flest geta nú menn gert sér að spuna.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2011 kl. 11:52

4 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Góður pistill Jón Ingi og vertu bara feginn að þú skulir ekki skilja hið blinda hatur. Eru það ekki bara enn eitt dæmið um minnimáttarkenndina sem reynt er að breiða yfir mikilmennsku. Líklega bara sitt hvor hliðin á sama peningnum

Ingimundur Bergmann, 17.11.2011 kl. 12:06

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Blinda hatur. Ert þú Ingimundur með ofsóknarbrjálæði. Það að þjóðin vilji ekki inn í ESB vegna haturs á íslendingum sem vilja inn er út í hött. Það er ást á landi og þjóð sem knýir okkur að vilja vera utan bandalagsins þ.e. ESB. Aftur ekki hatur á ykkur ''eymingjunum sem óluð manninn á kaffibörum Evrópu meðan við borguðum undir ykkur fyrir skólaseti engum til gagns.

Valdimar Samúelsson, 17.11.2011 kl. 13:26

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já Valdimar..og af hverju heldur þú að við veljum að selja þarna. Það er af því þar eru bestu verðin og stöðugasti markaðurinn.

Enn betra væri ef við værum orðin hluti af innri markaði sambandsins og seldum fullunna matvöru í stað þess að senda allt frá okkur sem hráefni.

Valdimar.. ást á landinu... common.. ég tel mig unna landi og þjóð af heilum huga þó ég leggist ekki í upphafna þjóðernisrembu eins og ég skynja hjá þér.

Athugsemd þín í garð Ingimundar sýnir ef til vill vel það ofstæki sem ég var að reyna að nefna og draga fram í pistlinum.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.11.2011 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818206

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband