12.11.2011 | 17:36
Mörgu er ósvarað.
Ekki ætla ég að hafa á því beina skoðun hvort Huang Nubo á að fá að kaupa Grímsstaði, það er ákvörðun sem tekin er að undangenginni skoðun á málum.
En ég spyr nokkurra spurninga og velti fyrir mér staðreyndum.
Ef á að byggja þarna 5 stjörnu hótel, golfvöll og hestabúgarð er að mörgu að hyggja. Fimm stjörnu hótel kallar á tvo starfsmenn að lágmarki á móti hverjum einum gesti. Það þýðir að þarna þarf að rísa þorp með nokkur hundruð íbúum, sennilega verða þarna þá með fasta búsetu auk gesta á annað þúsund manns alla daga ársins. Það er bær á stærð við Siglufjörð hvað varðar íbúafjölda.
Þá spyr ég. Hvað með neysluvatn, allir vita að þarna er viðvarandi vatnsskortur og þyrfti að sækja vatn annað hvort með pípum langa leið eða reyna að bora eftir því með tilheyrandi áhrifum á grunnvatnsstöðu.
Þá spyr ég. Hvað með frárennslismál, skólp og fráveitu ? Þetta er allt of stór eining til að hana megi leysa með rotþróm, hvert ætla menn þá að leiða fráveituna, í Jökulsá á Fjöllum eða eitthvað enn lengra ?
Þá spyr ég. Hvað með umhverfisárhrif að slíkum umsvifum á svæði sem er afar viðkvæmt fyrir uppblæstri og fyrir gróðureyðingu. Allir sem til þekkja vita að gróður á mjög erfitt uppdráttar á þessu svæði enda í jaðri sandflákanna miklu í suðri sem sækja fram. Þess vegna var sauðfjárrækt lögð af á þessu svæði fyrir margt löngu og reynt er að endurheimta gróðurþekjuna sem gengur hægt, því miður.
Að lokum spyr ég. Hafa þeir sem ákafastir eru í að þarna skuli selja og gera kleyft að láta þessi áform ganga eftir hugleitt ?
Það þarf að framkvæma umhverfismat og kanna áhrif hugmynda þarna áður en lagt er af stað í óvissuferð án skoðunar.
Það þarf að svara þeim spurningum sem ég set fram hér að ofan áður en menn sitja uppi með orðinn hlut og fara ó ofboði að leysa úr ef til vill óleysanlegum vandamálum því tengt að reisa risastarfssemi í eyðimörkinni miðri.
Mér finnst sumir vera komnir framúr sér í umræðunni og þetta líkist dálítið þeim anda sem einkenndi árin fyrir hrun, " bara drífa í þessu og sjá til "
Eigum við ekki að anda með nefinu og byrja á réttum enda og kanna hvort þetta sé yfirleitt hægt án þess að stórskaða náttúru og umhverfi landsins.
Að fenginni niðurstöðu að halda áfram með þær niðurstöður en ekki bara einhverjar óljósar hugmyndir um ofsgróða og fullt af pengingum.
Olnbogar sig ekki áfram á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi hefur þjóðin lært eitthvað af hruninu. Enga fljótfærni takk !! Skoða málið vandlega frá ýmsum sjónahornum. Gætum fengið hjálp frá erlendum leyniþjónustum t.d.
Sveinn (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 17:47
Þurfum ekki hjálp frá leyniþjónstum við umhverfismat og deiliskipulagsgerð
Jón Ingi Cæsarsson, 12.11.2011 kl. 17:49
En eitt gleymist: Huang Nubo hefur engann áhuga á hóteli þarna. Kínverjar eru engin fífl og alls ekki trúverðugir í viskiptum. Hann er staðgengill kínversku ríkisstjórnarinnar, sem er að falast eftir landi á vesturlöndum.
Kínverjar hugsa 200 ár fram í tímann og það liggur ekkert á.
Við aftur á móti framkvæmum og hugsum svo, þegar gjaldþrotið blasir við. Það er stigs munur og þess vegna er öll þessi umræða. Það á einfaldlega að seja NEI, en ef þú vilt byggja 5 stjörnu hótel, þá skaltu gera það í mannabyggð. Það er arðvænlegra og það er nóg pláss.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 18:04
Allar athugasemdirnar sem þú gerir eru réttmætar. Þær eru hins vegar ekki viðeigandi, af tveimur ástæðum.
Í fyrsta lagi eru þessi egg ekki enn komin í körfuna. Ef einhver vill kaupa Grímsvötn á Fjöllum fyrir 1 milljarð króna er sjálfsagt að leyfa honum það. Hvað hann gerir síðan í eyðimörkinni fer væntanlega eftir venjulegum reglum um skipulag og umhverfismál.
Í öðru lagi er um að ræða viðskipti milli tveggja aðila sem að öðru jöfnu kemur engum við sem utan við standa. Mér þætti það skrýtið ef fólk væri að blogga út af því að ég keypti mér fimm herbergja íbúð, öll börn uppkomin og ekkert á leiðinni. Það væri augljóst að einu herbergi og jafnvel fleirum væri ofaukið. Þá væri mér vinsamlegast bent á að íbúðin væri allt of langt frá vinnustaðnum, væri mér ofviða fjárhagslega auk þess sem ég væri að taka þarna óþarfa áhættu með því að taka 100% lán í erlendum gjaldeyri. - Allt réttmætar athugasemdir, en kemur bara engum við.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 18:16
Ekki hvað það varðar Jón. Ferlil hans og fleira. Höfum góða bandamenn í PET og SAPO td. Gætu örugglega sagt okkur eitthvað.
Sveinn (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 18:29
Í þetta Sinn er ég algjörlega sammála þér Jón Ingi. Mæl þú manna heilastur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2011 kl. 18:53
Ég tek undir með Ásthildi hér að ofan..............
Eyþór Örn Óskarsson, 13.11.2011 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.