Formannsefni Sjálfstæðisflokksins skila auðu.

Stjórnmálin í Sjálfstæðisflokknum virðast snúast um háralit, kynferði og "good looking syndrome."

Kjósendur þeirra og íslendingar almennt hafa ekkert að gera með að vita fyrir hvað þessir frabjóðendur til formanns stjórnmálaflokks standa.

Mér finnst þetta ótrúlega klént og ég man ekki til að stjórnmálamenn hafi hreinlega neitað að gefa upp skoðanir sínar í risamálum samfélagsins.

En Sjálfstæðismönnum virðist duga að kjósa um allt aðra hluti en pólítik og verði þeim það að góðu.

Persónulega kysi ég aldrei neinn sem gæfi sig ekki upp málefnalega og af ábyrgð en það er víst aukaatriði í Sjálfstæðisflokknum.

Þetta eru spurningarnar sem frábjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins neita að svara og varla er hægt að segja annað en þetta séu allt mikilvægar spurningar í nútíð og framtíð.

„1. Er krónan nothæfur gjaldmiðill eða er rétt að stefna að upptöku annars gjaldmiðils? Hver eru rökin fyrir því?

2. Hver er afstaða þín til kaupbeiðni kínverska fjárfestisins Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum?

3. Styður þú hugmyndir um Vaðlaheiðargöng og þá fjármögnunarleið sem þar á að fara?

4. Er þörf á að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og þá hvernig?

5. Hefur verið of langt gengið í niðurskurði heilbrigðiskerfisins? Hefði verið hægt að standa öðruvísi að málum?

6. Fjölmörg fyrirtæki eru í fangi bankanna. Er nægilega vel unnið úr þeim málum og hvernig vildir þú hátta þeim?

7. Á að ganga lengra í að koma til móts við skuldug heimili og fyrirtæki og þá hvernig?

8. Er þörf á breytingum á stjórnarskrá Íslands? Ef svo, hvaða breytingar eru brýnastar?

9. Með hvaða flokki/flokkum vilt þú að Sjálfstæðisflokkurinn starfi eftir kosningar? Eru einhverjir flokkar sem Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vinna með? Vinsamlegast nefnið ákveðna flokka.

10. Gerði Sjálfstæðisflokkurinn einhver mistök í landsstjórninni sem leiddu til hrunsins og þá hver?

11. Hyggst þú breyta innra starfi og starfsháttum flokksins?“


mbl.is „Herra Ekkert berst við frú Ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vill bara skíra eitt mál, sem meirihluti þjóðarinnar virðist vera að misskilja hrottalega. Bjarni Ben, er EKKI myndarlegur maður. Það er varla hægt að skop teikna manninn, því hann er nú þegar eins og skopmynd af sjálfum sér. Annars skiptir engin þessara spurninga sjálfstæðismenn neinu máli, nema kannski stjórnarmyndun, og auðvitað eru allir að vonast til að það verði loksins óþarfi að fá einhverja forsjárhyggju samsteypu, eða allræðis flokk eins og framsókn, með í stjórn. Við viljum vita, að ríkisstjórnin muni toga hendina sína útúr rassgatinu á okkur, og hætti að leika á okkur eins og sokkabrúður. Auðvitað lærri skatta líka, helst á kostnað velferða kerfisins.

Pétur (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 818136

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband