Niðurrifsöflin að missa tiltrú.

 

Þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir segir að það hafi verið vonbrigði hversu fáir hafi mætt á mótmælin á Austurvelli í gær.

Það eru gríðarleg vandamál á Íslandi. Landið var gjaldþrota og stórir hópar fólks voru í miklum vanda. Enn eru margir í vanda og ástandið lagt frá því að vera orðið gott enda varla við því að búast eftir algjört hrun.

En samt er fólk farið að sjá að við erum að rétta úr kútunum þó hægt fari. Þingmenn eins og Lilja Mósesdóttir sem hafa þrifist á neikvæðri umræðu og svartagallsrausi eru að missa tiltrú enda hafa þeir fátt eitt annað gert en rífa niður og gangrýna en hafa fátt eitt lagt fram til lausna og hlupust frá verkefnunum.

Þó stjórnarandstaðan hafi lagt nótt við dag við að tala niður land og þjóð, svo ekki sé talað um ríkisstjórnarflokkana, sjá æ fleiri að landið er að rísa...hægt og bítandi.

Þeir hópar sem eiga hvað erfiðast fara minkandi og margir hafa fengið úrbót sinna mála þó svo Lilja Mósesdóttir og fleiri henni líkir láti eins og ekkert hafi gerst og ekkert breyst.

Það eina sem má biðja þessa úrtölumenn um er að þeir sýni sanngirni og gangrýni það sem gagnrýnivert er en tali jafnframt um það sem vel er gert og þar sem vel hefur til tekist.

Úlfur-úlfur í öllum málum....alltaf og sífellt verður bara síbylja sem færri og færri hlusta á...þannig er það nú bara.


mbl.is Vonbrigði hversu fáir mættu á Austurvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll það er ekki annað hægt en að vorkenna svona flokkræðsissinnum! Hvað er það sem hefur verið endurreyst hér hjá okkur? Svarið er bankakerfið og þjófar útrásarinnar með afskriftum skulda þeirra en almenningur situr eftir og á að borga! Er von að maður sé reiður Jón Ingi og sérstaklega þegar menn eins og þú talar niður til þeirra sem vilja okkur virkilega vel.

Sigurður Haraldsson, 16.10.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 818129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband