Gáfust upp á öfgafólkinu.

 

Elías Pétursson varaformaður, Gunnar Kristinn Þórðarson ritari og Matthildur Skúladóttir, meðlimur í varastjórn, sendu öll bréf til stjórnarinnar í vikunni þar sem þau tilkynntu afsögn sína.

„Ég er ósammála meirihluta stjórnar um nálgun í málflutningi og hvar eigi að bera niður. Þetta er mikið uppreisnarfólk sem telur að besta leiðin sé að láta allt hrynja.

Persónulega hef ég ekki skilið málflutning þess fólks sem kemur fram fyrir þessi samtök sem kalla sig " Hagsmunasamtök heimilanna". Nokkuð vítt og lýsandi hugtak, sérstaklega í ljósi þess að þetta fólk hefur ekki sótt neitt umboð til þeirra sem eiga heimili svona almennt.

Nú virðst góður hluti stjórnar þessara samtaka hafa heldur ekki skilið þennan málflutning frekar en ég þannig að mér léttir nokkuð.

Mér hefur fundist þessi málflutningur ábyrðarlaus og lýsa viðhorfum sem engu skila. Ég held að meirihluti þeirra sem eiga " Heimili " séu ekki að skrifa undir hrun og öfgastefnu þeirra sem eru sjálfskipaðir fulltrúar " heimilanna " landinu. 

Og nú hafa þeirra eigin stjórnarmenn staðfest það að samtökin eru gróflega á villigötum.

 


mbl.is Herskáar aðferðir og pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir sem tala hæst um öfga eru oftast sjálfir mestu öfgamennirnir.

Fármálakerfið sem við búum við er mjög öfgakennt.

Að vilja draga úr öfgum er hófsamt og skynsamlegt.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.9.2011 kl. 16:48

2 identicon

Það er skiljanlegt að húsbóndahollir menn, sem alla jafna kyngja gagnrýnislaust öllu sem þeirra pólitísku yfirmenn ljúga að þeim, kveinki sér undan gagnrýni á ríkisstjórnina og telji alla þá sem gagnrýna flokksforystuna "gróflega á villigötum".

Staðreyndin er auðvitað sú að ef einhver getur talist "gróflega á villigötum" þá eru það ríkisstjórnarflokkarnir og klappstýrur þeirra.

Meirihluti þjóðarinnar vill þetta lið á brott og það duga hreint engin vettlingatök ef hér á eitthvað að breytast til betri vegar.

Birgir (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 17:00

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta veltur því allt á Þýzkalandi núna og það virðist vera komið að ögurstundu.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2011 kl. 07:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hunsið síðustu athugasemd, hún átti að fara við aðra færslu. Biðst velvirðingar á mistökunum. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 10.9.2011 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818221

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband