24.8.2011 | 14:22
Sannleikurinn er beiskur biti ?
En Sindri segist hafa sagt Kristínu, að innan LS þætti mönnum ekki lengur stætt á að kaupa vinnu af þessari stofnun á sama tíma og deildarforsetinn stundaði beinar árásir á stétt sauðfjárbænda.
Þetta er í besta falli forustu bænda til skammar. Ef þeir þola ekki gagnrýna umræðu, sérstaklega af því skoðanir Þórólfs hafa ekki verið hraktar og líklega alveg sannar og réttar.
Ef þeir hafa skotið sig í fótinn á undanförnum vikum með sérkennilegri umræðu. Bændur eru allra góðra gjalda verðir en forustu þeirra gengur nokkuð vel að tala stéttina út úr samúð almennings og neytenda.
Svona uppákoma staðfestir að forustan þolir ekki að menn hafi skoðun á því sem þeir gera og segja... og sýnir í hnotskurn á hvaða leið hún er með málefni bænda.
Bændur óánægðir með skrif prófessors | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sérstaklega af því skoðanir Þórólfs hafa ekki verið hraktar og líklega alveg sannar og réttar.
Það er búið að rekja hvern einasta part í því sem Þórólfur bullaði, það stóðst ekkert af því sem hann var að segja..
Þetta kallast ekki gagnrýnin umræða heldur lygar og lýðskrum af hálfu aðila sem er að nota stöðu sína á hápólitískum tilgangi, sem er honum sjálfum (Þórólfi) og þeirri stofnun sem hann vinnur hjá til háborinnar skammar.
http://www.visir.is/hafa-ber-thad-sem-rettara-reynist/article/2011708199993
http://timinn.is/uppljostrarinn/threfoeld_hagfraedivilla_%C3%BEorolfs.aspx
Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.8.2011 kl. 14:49
Get ekki orða bundist yfir heimsku þinni Jón Sesar trúirðu virkilega öllu þessu bulli frá Þórólfi sem hefur verið marg hrakið af okkur færari mönnum.
Því í ósköpunum ætti bændur að vera kaupa þjónustu af Hagfræðideildinni með hann innan borðs mann sem hefur hvað eftir annað verið rekinn til baka með skrif sín bæði í þessu og öðru guð hjálpi nemendum hans ef kennslan er eftir þessu.
Kannski von að svona se komið fyrir þjóðinni ef kennsla æðstu mentastofnana er leidd af svo lélegum kennurum að þeim sé ekki treystandi íeinu eða neinu enda kann Þórólfur ekki að leggja saman 2 og 2 öðru vísi enn fá út 5 .
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 15:08
Góður uppljóstrari: "Hvað skapar Þórólfur Matthísson mikinn gjaldeyri?"
Torfi Kristján Stefánsson, 24.8.2011 kl. 15:18
,,Þarna nýta bændur sér þann sjálfsagða rétt að ráða við hvern þeir versla,“ segir Þórólfur Matthíasson prófeossor við Smuguna. ,,Íslenskir neytendur eiga ekki kost á slíku vali þegar þeir kaupa landbúnaðarvörur. Það er spaugilegt að beita viðskiptaþvingunum með þessum hætti.“
( Þorsteinn...óska þér til hamingju með að vera ekki eins heimskur og ég..það er lukka )
Jón Ingi Cæsarsson, 24.8.2011 kl. 15:43
Þórólfur hefur sannað það í gegnum tíðina að lítið mark er hægt að taka á honum sem fræðimanni eða í raun nokkru sem frá honum kemur, hver man ekki eftir Icesave 1,2 og 3 þar sem hann hélt fram heimsendi ef ekki yrði greitt samstundis í öll 3 skiptin, nú þegar hann ræðst á bændastéttina sjálfa og kennir henni um allt sem tengist kjötiðnaði og innlfutningi hér á landi og hendir fram "staðreyndum" sem voru ekkert annað en lygar.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.8.2011 kl. 15:48
Ég sem neytandi veit hvað að mér snýr... ég sem neytandi hef ekki val um að kaupa það sem býðst af kjötvörum og ég sem neytandi hef ekki val um verð og verðsamkeppni...og ég veit ekki til þess að það hafi verið hrakið ??
Að kalla það lygi er annað hvort blinda eða lygi Halldór
Jón Ingi Cæsarsson, 24.8.2011 kl. 16:03
Þú sem jafnaðarmaður ættir að geta upplýst þjóðina hvað samspillingin er að borga Þórólfi í laun á mánuði fyrir að koma fram með þessa endalausu þvælu endalaust. Hann ætti að vita það að fæst orð bera minnsta ábyrgð og þessi prófessor titill hans er við það að verða honum jafn virðingarverður og notaður klósettpappír
Árni R (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 17:08
Sæll Jón Ingi.
En þessi þýlindi ESB- og Samfylkingar prófessor Þórólfur Matthíasson hefur verið staðinn að tómum lygum og blekkingum bæði um ICESAVE málið og svo nú gagnvart íslenskum bændum.
Allt í nafni íslenska ESB- trúboðsins sem hefur ekkert fylgi en hefur samt engu að síður skemmt og eyðilagt fyrir þessari þjóð meira og verr en nokkrar náttúruhamfarir hingað til !
Ætlarðu enn að halda þessari ofstopa- og öfgastefnu íslenska ESB trúboðsins til streitu !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.