Á Hólsfjöllum ? Hvað skyldi hann vera að hugsa ?

 

Á Grímsstöðum hyggst Huang byggja m.a. fimm stjarna hótel og átján holna golfvöll. Hann reiknar með að heildarfjárfestingin á svæðinu verði á bilinu 10-20 milljarðar króna.

Þessi kínverski fjárfestir sér líklega möguleika þarna sem enginn íslendingur sér. Golfvöllur á Hólsfjöllum virkar kannski 3-4 mánuði á ári og vandamál verður að fá flatir til að taka við sér í því veðurfari sem þarna ríkir.

Síðan fimm stjörnu hótel á svæði þar sem fáir koma 7-8 mánuði á ári er dálítið bjartsýnt og að flestra mati örugglega vonlaust dæmi.

En þessi gutti sér eitthvað annað en við og það eru nokkur tíðindi að sögujörðin Grímsstaðir fari í eigu kínverskra útrásaravíkinga.

Vonandi er meira á bak við þá en það sem við sáum til okkar víkinga hér um árið.

 


mbl.is Tugmilljarða fjárfesting á Fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Meira að segja pósturinn er hættur að gista Grímsstaði á Fjöllum!

Hitt hefur verið mér lengi ljóst að þeir sem láta sér fæst finnast um íslensk firnindi og víðerni öræfanna eru Íslendingar sjálfir.

En kannski fara þeir nú að nugga stírurnar úr augunum sem mest hafa haft sig í frammi við að kalla landið okkar "helvítis drullusker!"

Árni Gunnarsson, 25.8.2011 kl. 07:34

2 Smámynd: Jón Arnar

Kanski hann se ad hugsa um ad gera ut a þjóðgarðinn yndisfagra sem er bæði ofan og neðan við Grímstaði að vestanverðu allt árið ekki bara á íslenskum ferðamannatíma og kemst hann ei nær honum en með að kaupa Grímsstaði.  Hafið þið séð Jökulsárgljúfrin vetrarísuð það hef eg og er það ægifögur sjón sem útlendingunum þætti ekki slorlegt, svo hann veit víst hvað hann er að fara sá kínverski 

:-)

Jón Arnar, 25.8.2011 kl. 08:09

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er þetta ekki einhver blekkingaleikur með það að markmiði að ná tangarhaldi á Dettifossi?

Mér finnst dekrið við þessa erlendu fjármálamenn ganga furðu langt. Af hverju er auðveldara að fá leyfi fyrir að byggja og reka álbræðslu en að halda hreindýr til að sýna ferðafólki?

Það er meira gert fyrir erlendra braskara en ferðaþjónustuna í landinu sem er þó á okkar frumkvæði.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.8.2011 kl. 08:10

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég þekki mig nokkuð vel á þessu svæði..satt að segja gengur þetta ekki upp í mínum huga...hljómar eins og Spaugstofufrétt.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2011 kl. 08:37

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já Jón ARnar þetta hef ég allt séð að vetrarlagi og veit líka að það er ekki á vísan að róa á þessu svæði með ferðamennsku að vetri.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2011 kl. 08:38

6 Smámynd: Sandy

Ég trúi ekki fyrr en ég tek á að nokkrum detti í hug að selja landið eða bara part úr því. Þessi Kínverski kemur aldrei til með að setja upp ferðamannahótel eða golfvöll á þessum stað, en það er kannski í lagi að reyna þar sem vitað er, sennilega víða um heim að Íslendingar eru falir fyrir peninga með smá blekkingum samt í skjóli náttúruvermdar og ferðamannaþjónustu.

Það mætti benda þeim kínverska á að einhverjum datt í hug að selja hluta úr ölpunum, það væri kjörið að setja upp skíðahótel þar, en gallinn er bara sá að almenningur var eitthvað að setja sig upp á móti sölu, en það má alltaf reyna.

Sandy, 25.8.2011 kl. 09:30

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Grímsstaðir eru í 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Meðalhiti ársins skríður yfir núll..og vetur mjög harðir...verði mönnum að góðu. Ég bera hreinlega skil ekki fagnaðarlæti sveitarstjórnarmanna...þetta er ekki alveg að ganga upp í mínum huga. Hvað býr að baki geta kannski gleggri menn en ég séð.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2011 kl. 10:19

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Satt að segja hef ég ekki heyrt meira bull og vitleysu lengi og af nógu er að taka.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2011 kl. 12:06

9 identicon

Þar sem ekkert hótel er gistir enginn.

Þar sem enginn golfvöllur er spilar enginn golf.

Ef þú ert ekki með síma hringir enginn í þig.

Ég held að menn ættu að anda með nefinu og sjá hvort okkar ágæta ríkisstjón getur ekki hrakið þennan mann eitthvað annað.

Ármann (IP-tala skráð) 25.8.2011 kl. 13:25

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ármann..það er gott að vera grænn og bjartsýnn og endilega kenna ríkisstjórninni um eitthvað svona órætt. 

Til þess að hótel geti kallast fimm stjörnu skal það hafa til viðbótar venjulegu hótelherbergi, hægindastóll eða sæti á sófa í öllum herbergjum, lúxusinnrétting, sími, sjónvarp með fjarstýringu, gervihnattarásum og kvikmynda eða vídeórás. H...erbergisþjónusta er allan sólarhringinn eða minibar. "A la carte" veitingastaður á hótelinu, eða sambærilegt, opinn amk 6 kvöld vikunnar frá kl. 18:00 Möguleiki á að fá morgunmat sendan á herbergi. Fatahreinsun er einnig í boði. Öryggishólf eru á öllum herbergjum, baðsloppar og turn down þjónusta (starfsfólk kemur og undirbýr herbergið fyrir nóttina). Netaðgangur og aðgangur að síma samtímis á öllum herbergjum. Lyfta er í húsinu ef það er á fleiri en einni hæð. Hægt er að fá sendan mat á herbergi fram til kl. 23. Möguleiki er á ritaraþjónustu. Til staðar er innisundlaug eða líkamsræktaraðstaða þar sem starfar fagfólk. Verslun með gjafavörur og minjagripi er á gististaðnum og boðið er upp á flutning á farangri upp í herbergi. Tveggja manna herbergi skulu að lágmarki vera 26 m2 og eins manns að lágmarki 18m2.Sjá meira

Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2011 kl. 15:38

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Efast ekki um að brýn þörf kallar á þennan lúxus á Hólsfjöllum, eins og í miðri Sahara.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2011 kl. 15:39

12 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón,

Vil bara minna á að glysborg vestursins, Las Vegas, var pínulítið eyðimerkurþorp áður en svipuð uppbygging átti sér stað fyrir margt löngu.  Þetta er afskaplega fallegur staður, stutt í alþjóða flugvelli (Akureyri og Egilsstaðir) hægt að bjóða upp á ótrúlega margt bæði sumar og ekki síður á vetrum.  Snjósleðaferðir, skíðagönguferðir, alls konar útivist.  Það er hægt að byggja ýmislegt fyrir tuttugu milljarða! 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 25.8.2011 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 818034

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband