Framsókn orðin hægri sinnaður þjóðernisflokkur.

 

Tugir flokksmanna eiga eftir að ganga úr Framsóknarflokknum á næstunni að mati Halls Magnússonar, ráðgjafa sem starfaði um langt skeið innan flokksins áður en hann sagði sig úr honum í desember á síðasta ári.

Þetta hefur legið í loftinu. Formaður flokksins hefur spilað út hægri sinnuðum öfgaspilum í utanríkismálum og hann hefur auk þess gengið gegn flokkssamþykktum. Samstarfsvilji hans er líka enginn.

Það er reyndar ekki undarlegt að hófsamir, frjálslyndir þingmenn með aðra sýn á framtíðina gangi úr slíkum flokki og leiti eftir samstarfi við þá sem nær þeim eru í hugmyndafræðinni.

Framsókn er orðið einhverskonar litla ÍHALD með hægri sinnaðan formann og fær síðan í sínar raðir ýktan þjóðernisróttækling og öfga ESB andstæðing sem fram að því hafði klætt sig í einverskonar VINSTRA GERFI.

Svona getur ekki endað nema með klofningi.

Hvað er þá annað að gera fyrir þá sem aðhyllast lýðræði og frjálsa hugsun ?


mbl.is Guðmundur sagður á leið úr Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Kemur hann ekki bara aftur til ykkar? Hann hefur hvort eð er alltaf verið samfylkingarmaður, bara klæddi sig í gæru framsóknar í bili en komst þar ekkert áfram.... Það er líka góð hreinsun fyrir framsókn að losna við svona pólitíska dindla sem vita ekkert hverju þeir tilheyra, nema kannski Jóhönnu Sigurðardóttur. Ekki kæmi mér á óvart þó þetta sé samsuða þeirra einkavina, Dags B. og Guðmundar til að völt ríkisstjórnin leggist ekki á hliðina vegna ósamstöðu í VG og hreðjataks Þráins á fjármálaráðherranum gagnvart fjárlögunum.

En svona fram hjá þessu, þá sést það núna og á eftir að sjást betur, hversu klofin þjóðin er gagnvart ESB. Það getur vel gerst, þó það sé versti möguleikinn í stöðunni að þessi volaða helferðarstjórn sitji út kjörtímabilið og eyði öllu sínu púðri í deilur og þvaður í stað þess að vinna þjóðina útúr vandanum. En lengur en til vors 2013 getur hún ekki setið og þá, þá þarf megnið af því liði sem nú situr á alþingi að fara að leita sér að vinnu og flokkur eins og Sf mun heyra sögunni til.

Hafsteinn Björnsson, 22.8.2011 kl. 17:54

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Return to the sender.......

Benedikt V. Warén, 22.8.2011 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband