10.8.2011 | 21:00
Að byrja upp á nýtt.
Ungverjar og Íslendingar mætust í vináttulandsleik í knattspyrnu karla á Ference Puskas-leikvanginum í Búdapest kl. 17.45. Ungverjar höfðu mikla yfirburði og unni sanngjarnan 4:0 sigur. Mistök leikmanna Íslands voru of mörk og of stór og því fór sem fór.
Ég blogga ekki oft um íþróttir, eiginlega aldrei. En nú verð ég að láta í ljósi skoðun á málum þó ég hefi ekkert vit á fótbolta eða stjórnun landsliða.
Það fer ekki framhjá nokkrum manni, ekki einu sinni mér, að eitthvað mikið er að. Það eru ekki leikmenn okkar sem eru svona miklu slakari en andstæðingurinn. Þá væru þeir ekki að spila með góðum liðum í atvinnumennsku erlendis. Það er eitthvað allt annað.
Það þarf ekki að fjölyrða um stöðuna. Ef Ísland ætlar sér eitthvað í alþjóða knattspyrnu er bara eitt í stöðunni.
Það þarf að byrja frá grunni og byggja upp nýtt landslið með nýjum mönnum bæði innan vallar og utan. Það eru of margir áskrifendur að stöðum sínum í knattspyrnunni á Íslandi. Þá á ég við bæði í liðinu og forustunni sem virðist horfa með blinda auganu á stöðu mála og gerir nákvæmlega ekki neitt. Landsliðseinvaldurinn steytir görn ef fjölmiðamenn voga sér að spyrja óþægilegra spurninga.
Ef Ísland ætlar að þoka sér ofar í alþjóða knattspyrnu þarf að fá nýja menn að stjórnun, það þarf að setja sér langtímamarkmið með nýjum og yngri mönnum og setja út gamla áskrifendur hiklaust.
Það munu líða nokkur ár þar til árangur fer að sjást en það er af hinu góða. Að byggja upp knattspyrnulið, gott knattspyrnulandslið, er langhlaup en ekki tjaldútlega til einnar nætur eins og unnið hefur verið með þessi mál í nokkur ár.
Árangurinn.... Ísland á örstutt í botninn á hinum fræga FIFA lista...og það er kannski metnaðarmál að komast þangað.. sem gerist með sama áframhaldi. Það gæti svo sem verið ákvörðun að gera það bara fullkomlega meðvitað.
Ungverjaland númeri of stórt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í hvaða góðu liðum eru leikmenn Íslands að spila? Real Madrid? Manchester United? Inter Milan? Chelsea? Nei. Þetta eru ca miðlungs leikmenn, sem er bara eðlilegt; við erum svo fá að við höfum ekki efni á að ætlast til of mikils (jafnvel þó ég vildi það heitt og innilega).
Valur Páll (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 00:00
Enginn leikmaður Ungverjalands spilar með stórliðum þannig að sá samanburður er raunhæfur..
Jón Ingi Cæsarsson, 11.8.2011 kl. 06:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.