Þjóðin að greiða óráðssíu Sjálfstæðisflokksins.

 

"Breytingar á skattkerfinu hafa verið margar í tíð núverandi ríkisstjórnar, á þeim krepputímum sem hún hefur stjórnað landinu síðan í maí 2009. Viðskiptaráð Íslands heldur á vef sínum töflu yfir breytingar á helstu sköttum og gjöldum og uppfærir reglulega."

Beinir skattar hafa lækkað á lágtekju og millitekjufólk síðustu tvö ár. Það var frægt þegar Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir víðtækum skattalækkunum á stórfyrirtæki og hátekjufólk en þyngdi byrðar lágtekju og sérstaklega millitekjufólks.

Nú er valið eftirfarandi. Sækja auknar tekjur og reyna að draga sem minnst úr þjónustu félags og heilbrigðskerfanna. Vonandi fer atvinnu og fjármálalífið að taka einhver skref því fælnin þar virðist algjör enda lánsfé dýrt og órói á mörkuðum. Það gerir menn ákvarðanafælnari en ella.

Eða draga úr þjónustu og fækka störfum hjá ríki og sveitarfélögum. Það leið sem Sjálfstæðisflokkurinn vill fara og á móti að hlífa hátekjufólki og vel stæðum fyrirtækjum. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur samt ekki lagt fram neinar marktækar tillögur þó formaðurinn sé duglegur við að tala í óljósum frösum og upphrópunum.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf litið á skatta sem óæskilegt fyrirbæri. Þeir vilja veikja samneyslukerfið okkar og koma á "hver er sjálfum sér næstur" í anda Bandaríkjanna. Það er stóri munurinn á þeim flokki og jafnaðarmannaflokkum.

Réttlátir skattar þar sem þeir borga mest sem mest eiga aflögu er það sem þjóðin vill sjá. Hún vill ekki sjá skattlagningu færða frá hinum betur stæðu til hinna veikari eins og Sjálfstæðisflokkurinn stundaði grimmt í samstarfi við Framsóknarflokkinn á árunum frá 1995-2007.

Og nú grætur BB krókódílatárum yfir því að reynt er að jafna réttlátlega þeim byrðum sem þjóðin situr uppi með eftir hrunstjórnarár FLOKKSINS.

 

 

 


mbl.is Skattaflóran ennþá fjölbreyttari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband