Féflettum neytendur í skjóli tollaverndar og einokunar.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvestur-Kjördæmi, spyr í fyrirsögn á bloggi sínu í dag hvort tími sé kominn á að sniðganga Gylfa Arnbjörnsson.

Ásmundur Einar er rollubóndi. Þar liggja hans hagsmunir og það er það sem skiptir máli. Bændasamtökin hækka verð í samráði og réttur neytenda til þess að hafa áhrif á slíkt er enginn. Fyrirtæki sem höguðu sér svona væru kærð fyrir samráð.

Þingmaðurinn hefur engan áhuga á rétti neytenda eða fjölskyldnanna í landinu. Það sem skiptir hann máli er að HANN nái að tryggja sig með 11 milljarða beingreiðslum úr ríkissjóði, einokun og tollavernd.

Skítt með fólkið í landinu sem hefur ekki efni á að borða rollukjöt nema á stórhátíðum...ef það er þá hægt í framtíðinni.

Þetta sýnir enn og aftur í hnotskurn hverjir eiga fyrsta rétt í landinu...eins og verið hefur í áratugi.

Það er löngu tímabært að brjóta upp þetta samtryggingarkerfi og koma á eðlilegri samkeppni.

Ásmundur Einar er dapurlegt dæmi um eiginhagsmunagæsluna sem einkennt hefur Framsóknarflokkinn í landbúnaðarmálum... neytendur skulu bara greiða og éta það sem er í boði hjá þessum höfðingjum.


mbl.is Vill sniðganga Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Er nokkur sem hefur áhuga á að tryggja hagsmuni '' neytenda'' eða fjölskyldnanna í landinu. Eru þetta ekki allt fákeppnis og einokunarlúðar sem hirða bara um eiginhagsmuni '' stjórnenda'' ;sveitarfélög, tryggingafélög,samgöngur, símafyrirtæki, engin kemst undan því að gefa lífskjörin eftir og verða fátækur til að tryggja einkahagsmuni þessara. Finnst nú bændur þurfa frekar lítið í beingreiðslur þegar litið er til tryggingarfélaga og sveitarfélaga.

Einar Guðjónsson, 16.7.2011 kl. 21:01

2 identicon

Þú átt það til að hitta naglann beint á hausinn.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 21:07

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

"Þingmaðurinn hefur engan áhuga á rétti neytenda eða fjölskyldnanna í landinu."

Hvernig væri að þú nefndir nöfn þingmanna í ríkisstjórn sem hafa áhuga á rétti neytanda eða fjölskyldna í landinu.  Það ætti þér ekki að vera neitt stórmál-eða hvað?

Eggert Guðmundsson, 16.7.2011 kl. 21:21

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú eltir bændahatarana í R.Vík Jón.Það er þér líkt.Þú vilt drepa niður Landsbyggðina.Þú ert í ríkistryggðum lífeyrissjóði, og vilt drepa niður landbúnað á Íslandi eins og félagar þínir í Samfylkingunni.Þið viljið frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum en segið ekki hvar eigi að fá gjaldeyrir fyrir því. Gylfi Arnbjörnsson félagi þinn berst gegn því að fiskverkafólk, sem er að stærstum hluta á Landsbyggðinni fái hærri laun,vegna þess að verslunin í R.Vík sem er ofvaxið skrímsli getur ekki borgað hærri laun.Það á að sniðganga Samfylkinguna alla eins og hún leggur sig, þar með talda þig og Gylfa. 

Sigurgeir Jónsson, 16.7.2011 kl. 21:34

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Akureyringar höfðu vit á að ýta burtu fjórflokknum sem hafði áður verið á beit í skatttekjunum og bjó við miklar beingreiðlur úr ríkissjóði til sveitarstjóradólganna á Akureyri. Hinsvegar kusu þeir ekki neitt betra í staðinn því þeir kusu Marcos fjölskylduna í bæjarstjórn.Það er því miður önnur sorgarsaga.

Einar Guðjónsson, 16.7.2011 kl. 21:39

6 Smámynd: Sigurður Baldursson

Alveg ótrúleg þessi "neytenda umræða" . Gylfi Arnbjörns og félagar eru varðhundar verðtryggingarinnar á lán heimila og þar með kjör fólks. Heimilin fara ekki á hausinn þó að lambakjöt hækki, innlendar kjörvörur eru innan við 1% af útgjöldum heimila á meðan  verðtryggingin er að sliga  þau. Jón Ingi, þú ættir frekar að berjast fyrir afnámi verðtryggingarinnar og þar með minnka örlítið ofsagróða fjármagnseigenda  og lífeyrissjóða heldur en að ráðast sífellt á þá sem eru að vinna fyrir sér á heiðarlegan hátt. Gleymdu því ekki að fjöldi fólks í þéttbýli hefur lifibrauð sitt af úrvinnslu og þjónustu við landbúnað. 

Sigurður Baldursson, 16.7.2011 kl. 22:03

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður... ef Ísland væri í ESB væri hér ekki verðtrygging...

Sigurgeir...ég veit ekki til þess að Gylfi sé félagi minn og ég er ekki innan ASÍ.

Einar... það skiptir þig greinilega engu máli hver er við völd eða stjórnar... þú ert óánægður með það.

Bændahatarar...bullið í þér Sigurgeir.. bændur eru ölmusumenn í því kerfi sem þú styður...ég sé ekki að það geti versnað...  ... ef það er bændahatur að samþykkja ekki það kerfi sem milliliðir og stjórnmálaflokkar bjuggu til aðalega til að tryggja sinn hag en ekki bænda misskilur þú orðið..  Eru þá bændur og þú neytendahatarar eða fjölskylduhatarar af því þið viljið tryggja einokun og okur á matvælum á Íslandi...

Hvaða hagsmuni ert þú að verja Sigurgeir... ?? maður spyr sig.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.7.2011 kl. 22:10

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eggert...ég veit ekki enn hvaða þingmenn bæta hag fjölskyldna og neytanda í landinu... það á eftir að koma í ljós í atkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB, m.a.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.7.2011 kl. 22:12

9 Smámynd: Einar Guðjónsson

Gott að þú ert farinn að átta þig á hinum íslenska raunveruleika og dugleysi okkar og spillingunni og áttar þig á að við eigum enga von nema losna undan yfirráðum íslensku stjórnmálastéttarinnar og hins íslenska stjórnarráðs.

Hingað til hefur engu máli skipt hvaða '' klíka'' nær að komast á beit í ríkis og bæjarsjóðum.

Finnst þessar beingreiðslur ekki miklar miðað við t.d. beingreiðslur til tryggingarfélaga frá ríkinu á ári ( 12 til 14 milljarðar ), beingreiðslan til 75 '' framkvæmdastjóra'' hjá Reykjavíkurborg ( 2 milljarðar ), beingreiðslur til ráðgjafaverkfræðinga úr ríkissjóði ( 3.5 milljarðar ). Af nógu er að taka því eiginlega allir flokksbundnir eru á bísanum.

Einar Guðjónsson, 16.7.2011 kl. 22:59

10 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jón Ingi,

Mér finnst að fólk þurfi að skoða aðeins hvaða verð eru á kjötvörum og öðrum landbúnaðarvörum í öðrum löndum.  Ég var úti í búð í dag og sá pínulítinn lamba-hálfhrygg (skorinn að endilöngu) sennilega frá Nýja Sjálandi (tók ekki sérstaklega eftir því en megnið af lambakjöti hér er frá Nýja Sjálandi), á rétt tæpa 50 dollara (USD49.94) og verð pr. pund var rétt um 9 dollarar eða rúmar 2.300 krónur pr. kíló skv. gengiskráningu 15. júlí 2011.  Skv. Krónublaðinu sem ég fann á netinu (http://issuu.com/expo-auglysingastofa/docs/kronubladid_vika11b_2011) var verðið hjá þeim á lambahrygg í 11. viku 2011, 1.490 krónur pr. kíló.  Ég veit ekki hvað verð á bandarísku lambakjöti er því það er aldrei á boðstólum hér, þrátt fyrir að það sé nokkuð um sauðfé hér í kringum mig.  Ég veit að BFB hafa verið í vandræðum með að fá upplýsingar um verðmyndun á sláturkostnaði þannig að það er erfitt að gera sér grein fyrir verðmyndun.  Erlend aðföng hafa hækkað mjög mikið undanfarin ár, s.s. áburður og kornvara.  Kornvara hefur hækkað mikið á heimsmarkaði, sömuleiðis nautakjöt sem hefur hækkað gríðarlega hér í Bandaríkjunum undanfarin tvö ár.  Ein ástæðan fyrir því er hækkun á kornverði til ethanól framleiðslu, sem hefur mikil áhrif á verð annarra vara sem korn er notað. 

Samkeppnin ein sér dugar einfaldlega ekki vel í landbúnaði - hefur aldrei gert það.  Landbúnaðurinn framleiðir megnið af því sem heimsbyggðin étur sér til viðurværis og því hafa öll ríki heims að einhverju leyti tekið samkeppni út úr landbúnaðarframleiðslu til þess að jafna verðsveiflur og gera þar með fólki kleift að kaupa þessar (nauðsynja) vörur jafnvel þó að framboð sé takmarkað og verð ætti þar með að vera mun hærra.  Þannig eru sveiflur í framleiðslu jafnaðar út.  Landbúnaður er einnig mjög háður sveiflum í veðurfari.  Margniðurgreiddar landbúnaðarvörur frá ESB eru ekki samanburðarhæfar.  Megnið af fjárlögum ESB fer í niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum innan sambandsins.  Þessu steingleyma menn.  CAP hluti EU er rétt um helmingur af heildarfjárlögunum og var árið 2006 rétt undir 50 milljörðum evra (um 8.300 milljarðar króna á gengi í dag).  5. kafli fjárlaga Evrópusambandsins, sem snýr að "Agriculture and rural development", fyrir 2011 nema 57,3 milljörðum evra (http://eur-lex.europa.eu/budget/data/D2011/EN/SEC03.pdf) eða sem nemur um 9.520 milljörðum króna.  Þar af eru tæpir 40 milljarðar í beingreiðslur óháð framleiðslu, 14 milljarðar í "rural developmen" og tæpir 3 milljarðar í markaðsinngrip ("interventions into agricultural markets"), sem hafa farið lækkandi (voru 7 milljarðar 2009, og 4,4 milljarðar 2010)  Ég skal ekki segja hvort þetta er meiri eða minni stuðningur en á Íslandi, en menn þurfa ekkert að vera að fela sig á bak við það að landbúnaður í Evrópu, og víðast hvar annarsstaðar, er alls ekki í "eðlilegri" eða "frjálsri" samkeppni.  Langt frá því.  Þetta er rugl, sem íslendingar hafa verið mataðir á síðustu 3 áratugi af fjölmiðlum sem nenntu ekki að vinna vinnuna sína og grafa upp raunverulegar upplýsingar um hvernig þessum málum var háttað erlendis. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 16.7.2011 kl. 23:44

11 Smámynd: Gissur Jónsson

Sæll Jón Ingi

Afar áhugaverð og fræðandi lesning hjá Arnóri hér á undan. En ég var að velta fyrir mér hvað gerðist ef beingreiðslur  og landbúnaðartollar yrðu aflagðar á Íslandi og hingað steymdi ódýrt lambakjöt erlendis frá. eins og mér finnst liggja í orðum þínum að þú viljir. Hvert ætli kílóverð á íslensku lambakjöti yrði þá? Hvaða fólk myndi þá kaupa eitt besta lambakjöt í heimi þ.e. það íslenska? Eru ekki líkur á því að hér yrði ákveðin stéttskipting í landinu annars vegar stétt auðmanna sem getur leyft sér að kaupa íslenskt og hins vegar við þessir sauðsvörtu sem myndum neyðast til að kaupa innflutt og ekki eins gott en þó ódýrara lambakjöt?

Kv. Gissur

Gissur Jónsson, 16.7.2011 kl. 23:59

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú spyrð Jón Ingi hvaða hagsmuni ég sé að verja.Ég er fyrst og fremst að verja mína hagsmuni.ég tel að mínum hagsmunum og allra íslendinga sé betur borgið með framtíðarhagsmuni í huga að Ísland sé nýtt til landbúnaðar eins og kostur er.Verð á landbúnaðarvörum er stöðugt að hækka á heimsmarkaði, sér í lagi landbúnaðarvörur í hæsta gæðaflokki eins og íslenskar landbúnaðarvörur eru.Byggð í landinu til ferðaþjónustu og til að halda uppi mannlífi byggist ekki síst á því að að landbúnaðurinn leggist ekki af vegna haturs Samfylkingarinnar á bændum.Samfylkingin tók við af Alþýðuflokknum í hatri.Sjálfur stunda ég engan landbúnað, ég er sjómaður sem bý á suðvesturhorninu, en ræ allt í kringum landið og hef líka stundað sjómennsku erlendis.Niður með Gylfa,bændahatara og óvin fiskvinnslufólks númer eitt.

Sigurgeir Jónsson, 17.7.2011 kl. 08:06

13 Smámynd: Sigurður Baldursson

Ekki þurfum við að ganga í EB til að leggja niður verðtrygginguna, vilji stjórnvalda er allt sem þarf þar. Annars mjög góð og fróðleg lesning frá Arnóri.  

Sigurður Baldursson, 17.7.2011 kl. 10:00

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir.. þú ert sem sagt að verja ÞÍNA hagsmuni...og telur þá sjálfsagt að þínir hagsmunir og skoðanir séu allra...þetta stenst náttúrulega enga skoðun ef þú hugsar aðeins. Þetta er auðvitað það sama og ég er að benda á með Ásmund Einar Daðason...hann er að verja SÍNA hagsmuni fyrst og fremst þannig að ég skil að þú grípir til varna fyrir hann.

Þetta haturstal þitt er í besta falli kjánalegt og óskir um að eðlilegt viðskiptaumhverfi sé hatur á einhverri stétt er náttúrlega hálf sjúk sýn.

Einar...þú náttúrulega ert að tala fyrir byltingu...það er skoðun út af fyrir sig en hvar í sögunni hafa bylgingar skilað alhliða lausnum til framtíðar...fróðlegt að sjá þig nefna eitthvað í því sambandi.

Gissur.. lambakjötið okkar er gæðavara og ég sé ekki fyrir mér að hingað streymi neitt annað lambakjöt í beina samkeppni við það...lambakjöt víðast annarsstaðar er allt önnur vara .... en ég sé fyrir mér að hingað gæti komið ýmiskonar önnur matvara í samkeppni sérstaklega í verði og ef menn vilja bara loka á það þá er ég bara ekki sammála. Okkur finnst sjálfsagt að flytja út íslenskt kjöt og af hverju ætti þá ekki að vera jafn sjálfsagt að fá hér inn matvæli sem fólk vildi...gæða og verðs vegna. Sérhyggja þeirra sem tala svona gengur út á að við getum allt en aðrir ekkert.... svo innilega þröngt og gamaldags.

Við skulum endilega flytja út allt sem hægt er og selja en loka á að hingað komin nokkkuð.... common..sjá menn ekki skekkjuna í þessari hugsun.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.7.2011 kl. 10:07

15 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jón Ingi, hættu að snúa út úr og svaraðu Arnóri og hættu þessu bulli. Þetta er góð lesning hjá Arnóri og vel sett upp annað en froðusnakkið þitt Jón Ingi

Brynjar Þór Guðmundsson, 17.7.2011 kl. 10:10

16 identicon

Ég vil leyfa mér að benda á eina rökvillu hjá Arnóri og aðra staðreyndavillu. Þá vil ég hlaupa aðeins undir bagga með honum.

Arnór segir "Margniðurgreiddar landbúnaðarvörur frá ESB eru ekki samanburðarhæfar." Það er vissulega rétt að þær eru ekki samanburðarhæfar -- við óniðurgreiddar landbúnaðarvörur. Íslenskar landbúnaðarvörur eru hins vegar ekki óniðurgreiddar. Þess fyrir utan búa íslenskar vörur við tollavernd. Það eru því fremur íslenskar landbúnaðarvörur sem eru ósamanburðarhæfar við erlendar, en fyrir íslenska neytendur eru þær hins vegar þær dýrustu í heimi. Það er fyllilega samanburðarhæft.

Staðreyndavillan sem ég vil minnast á er fullyrðing Arnórs að " Megnið af fjárlögum ESB fer í niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum innan sambandsins." Mér vitanlega eru landbúnaðarvörurnar ekki niðurgreiddar né styrkir til bænda tengdir því hvað þeir framleiða í ESB eins og hér. Hins vegar er fólki í dreifbýli og sjávarbyggðum vettur ýmiss fjárhagslegur stuðningur til geta haldið áfram að búa í dreifbýlinu.

Arnór ´nefnir háar upphæðir og þykist ekki vita hvort þær séu miklar eða litlar í íslenskum samanburði. Mér er ljúft að verða honum að liði í þeim efnum. ESB hefur ekki yfir að ráða fjármunum nema sem nemur um 1,24% af vergum þjóðartekjum landanna í ESB. Af þeim fara 42,5% í rekstur landbúnaðarstefnunnar, fiskveiðistefnunnar, dreifbýlisverkefni og umhverfismál. Til samanburðar voru vergar þjóðartekjur á Íslandi árið 2010 1.265 milljarðar. 1,24% af því eru15,7 milljarðar og 42,5% af þvi (eða 6,7 milljarðar) myndu fara í styrki til dreifbýlis og sjávarbyggða og umhverfismála. Það er allt og sumt. Hlutfallslega eru því Evrópumenn í mesta lagi hálfdrættingar á við Íslendinga þegar kemur að því að styrkja landbúnaðinn!

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 11:12

17 identicon

Jón Ingi, Ísland þarf ekki að ganga í ESB til að losna við verðtryggingu og Ísland þarf heldur ekki að ganga í ESB til að lækka verð á landbúnaðarvörum. Hvoru tveggja er ákaflega einfalt að leysa án þess að ESB komi nokkurn tíma að málinu.

Alþingi þarf bara að samþykkja eina lagasetningu til að afnema verðtryggingu - banna hana einfaldega.

Að lækka matvælaverð er hægt að gera í þremur skrefum, fyrst þarf að afnema framleiðslukvóta, síðan þarf að afnema framleiðslustyrki og að lokum lækka verndartolla verulega óháð framleiðslulandi og ekki bara frá Evrópulöndum eins og innganga í ESB myndi hafa í för með sér.

Gulli (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 11:16

18 identicon

Ekki er ég sauðfjárbóndi, en þekki það hark þó af reynslu. Líka í öðrum löndum, hvar ég hef unnið við landbúnaðastörf.

Þetta er einfaldur "bissness" á Íslandi, og hefur aldrei verið nein féþúfa að skafa, frekar en aðrar búgreinar. Bændur landsins eru flestir láglaunafólk á ársgrundvelli, með vinnustundir á bakinu sem fá togarajaxla til að fá hroll.

Það eru engin ný tíðindi að einhverjar krataskepnur reyni að teikna upp grunnframleiðslu matvæla landsmanna sem einhverskonar okurstarfsemi sem eingöngu þrífst í verndarskjóli gagnvart samkeppni við vörur sem fara á markað á óbrenglaðan hátt.

Þetta er aumasta kjaftæði, og venjulega eru þessar raddir fljótar að hverfa þegar staðreynda-innvolsið liggur á borðinu.

Arnór átti hér mjög fróðlegt innlegg, og ætti mér gott að sjá mr. Jón Inga hnika einhverju til sem þar var fært fram. Lúri svo sjálfur á ýmsu ef þarf.

Svo er leitt að sjá skotgrafaraðferðina upp á það að Ásmundur má ekki bera á borð heilbrigða skynsemi og almennar staðreyndir, ef það kynni að hafa eitthvað með hans búskap að gera.

Upphafsfærslan hérna er einhver sú aumasta sem ég hef séð, á meðan yfirlýsing Ásmundar er virkilega eitthvað sem vit er í. Segi þetta ískaldur, og á enga kind.

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 11:17

19 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Logi.... ekkert að því þó viljir greiða okurverð fyrir kg af lambakjöti. Gott ef þú hefur efni á því. Óréttlætið felst í því að þú átt engan annan valkost og verður að kaupa þetta á uppsettu verði án nokkurrar samkeppni.

Bændur sjálfir skjóta sig síðan í fótinn með að selja gríðarlegt magn af kjöti framhjá þessum kerfum því þeir fitna ekki af þessu eins og þú nefnir. Það er ekki vandamál og fara og kaupa skrokk beint af býli ef þig langar til...það er svartimarkaðurinn í þessum bransa.

Það er vísað í góð verð erlendis og þess vegna þurfi að hækka til að fá betra verð í útlöndum. Tvískinnungurinn er náttúrulega augljós, við ætlum að flytja út og græða en enginn má flytja inn og keppa um hylli neytanda nema gegn ofurtollum.

Út eru flutt læri og hryggir og eftir situr annar flokkur þar og frampartar og innmatur. Það síðan boðið á verði sem er óravegu hærri en það sem fólk í útlöndum þarf að greiða fyrir íslenskt lambakjöt sem er ódýrara erlendis en hér.

11 milljaraðar í niðurgreiðslur í lambakjöti en ekkert í öðrum greinum t.d. svína og kjúklingaframleiðslu mismunar síðan bændum á Íslandi með hrikalegum hætti. Þar þurfa menn að standa sína plikt án hjálpar ríkissjóðs.

En sumir eru bara fastir í undarlegum röksemdafærslum sem eiga að verja það að það séu tvær þjóðir í þessu landi... þjóðin sem greiðir skatta og skyldur í ríkissjóð og síðan sú sem fær úr ríkissjóði án þess að þurfa nokkursstaðar að leggja neitt á móti.

Að vísu erum við hætt að urða þúsundir tonna af lambakjöti á ári hverju eins og var í æsku minni þannig að það hefur þó eitthvað heldur lagast.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.7.2011 kl. 11:37

20 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Brynjar... Ómar hefur hér í innleggi bent á nokkrar augljósar staðreyndavillur hjá Arnóri og við látum það duga um sinn .. 

Jón Ingi Cæsarsson, 17.7.2011 kl. 11:42

21 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Jón. Þú átt líklega við þá þingmenn ríkisstjórnar, sem hafna inngöngu í ESB.

Ég sem hélt að það væru fleiri mál á dagsskrá hjá þingmönnum ríkisstjórnar, til að vinna að bættum hag fólks í landinu.-

Svona getur maður miskilið hlutverk ríkisstjórnarinnar.

Eggert Guðmundsson, 17.7.2011 kl. 11:46

22 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Reyndar var það Alþingi en ekki ríkisstjórn sem ákvað að hefja aðildarviðræður Eggert, en svoleiðis smáatriði trufla þig vafalaust ekki. Við vitum meira að segja um þó nokkra utan ríkisstjórnarflokkanna sem studdu það.

En ef þú vilt endilega fá lista um allt sem þarf til að bæta hag fólksins í landinu er það mér að meinalausu en í svarinu hér að ofan sagði ég meðal annars...í skammstöfun m.a. ef þú hefur ekki skilið hana.

Meginverkið hefur verið fram að þessu að bjarga þjóðinni út úr ógöngum og hruni frjálshyggjunnar hér á landi og það er að takast....svo þarf nefnilega að snúa sér að framtíðinni..

Jón Ingi Cæsarsson, 17.7.2011 kl. 11:56

23 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gulli...það er nú gott ef þetta er svona einfalt... en af hverju skyldi það þá hafa dregist svona.... bara óhapp kannski...eða gleymska ?

Jón Ingi Cæsarsson, 17.7.2011 kl. 12:17

24 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Gulli nr. 17.

Alþingi þarf ekki að  breyta lögum. Það er í höndum ráðherra að afnema verðtrygginguna skv. lögum um verðtryggingu.

 Það einungis vilji og þor sem þarf til.

Eggert Guðmundsson, 17.7.2011 kl. 12:33

25 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Jón Ingi, óskaplega ertu sorglegur, þú virðist ekki einu sinni gefa þér tíma til að lesa rök þeirra sem eru ósamála þér og veður áfram í villu og vitleysu.

Arnór nemdi aldrei að í ESB væriu styrktir miðaðir við framleiðslu "Þar af eru tæpir 40 milljarðar í beingreiðslur óháð framleiðslu," heldur miðast styrkir meira við stæðr túna og fá menn greit, burt séð frá því hvort þeir framleiði eitthvað

Svo égf seigi aftur, svaraðu þessu sem Arnór setti fram og HÆTTU ÖLLU BULLI ÚTÚIRSNÚNINGUM OG VITLEYSU eða er það aðalsmerki Samfylkingarinnar?  

Brynjar Þór Guðmundsson, 17.7.2011 kl. 12:40

26 identicon

Annars hefur þessi umræða snúist upp í umræðu um ESB og landbúnaðarstefnu þess, sem er náttúrlega bara til að drepa hlutunum á dreif, þótt slík umræða sé að öllum jöfnu þarfleg.

Það er vitaskuld algerlega óásættanlegt að íslenskir sauðfjárbændur fái skattfé okkar hinna til að niðurgreiða lambakjötið til evrópskra neytenda - búa þannig til vöruskort á Íslandi og heimta 25% verðhækkun vegna minna framboðs. Gegn þessu erum við íslenskir neytendur í dag varnarlausir. Við getum ekki gert það sem neytendur annarra vöruflokka geta gert, keypt frá samkeppnisaðilanum. Við getum aðeins keypt aðra kjötvöru á uppsprengdu verði í skjóli innflutningshafta.

Vilji maður ekki sætta sig við svikamyllu af þessu tagi er aðeins eitt að gera: Hætta að kaupa íslenskt lambakjöt!

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 13:02

27 identicon

Jón Ingi, þetta er akkúrat svona einfalt, Alþingi getur alveg jafnauðveldlega lagt niður verðtryggingu og verndartolla eins og það gat sett þau á í upphafi. Þetta er bara spurning um vilja og þor eins og Eggert bendir á. Bæði verndartollarnir og verðtryggingunni er haldið við fyrir takmarkaðan hóp sérhagsmunagæsluhópa og því miður eru stjórnmálamennirnir einn af þessum sérhagsmunagæsluhópum, aukið frelsi einstaklingsins vinnur nefnilega gegn völdum stjórnmálamannana og gerir þeim erfiðara að dreifa kosningaloforðum og þar með að halda starfinu.

Gulli (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 15:13

28 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Aljgörlega sammála Jón Ingi

Ásmunur vill halda áfram að fá sína 11milljarða í fyrirtækið sitt sem hann rekur. Hann er að verja sitt eigið rassgat. Skítt með almenning og neytendur.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.7.2011 kl. 16:56

29 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Bændur fá 100 kall fyrir rollukjötið, sem heitir reyndar ærkjöt, en biðja um hækkun úr 420 kr. í 525 kr. fyrir lambakjötið. Jafnvel þótt það færi allt út í verðlagið þá er það lítil hækkun miðað við allt annað. 

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.7.2011 kl. 17:57

30 identicon

Sæll Jón Ingi

Í færslu þinn númer 19 heldurðu því virkilega fram að styrkir til landbúnaðarins sú 11 miljarðar.

Þetta er fáránlega há tala enda langt frá sannleikanum, rétt tala er nær 4,3 miljarðum.

Heildar landbúnaðarstyrki til allra greina er aftur á móti um 11 miljarða.

Þið ESB sinnarnir þurfið það læra að skoða staðreyndir áður en þið komið með svona málflutning fram.

http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2011/?lidur=04

Arnar Grétarsson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 22:57

31 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Arnar

Við erum að tala um heildar landbúnaðarstyrki.

OECD er að sega að við erum að borga með landbúnaðinum mest alla þjóða.

eru þau líka að rugla bara?

Ertu að halda því fram að skattborgarar borga ekki mikið til landbúnaðarins?

Sleggjan og Hvellurinn, 18.7.2011 kl. 00:25

32 Smámynd: Gissur Jónsson

Já Jón Ingi lambakjötið okkar er svo sannarlega gæðavara og ef þú sérð ekki fyrir þér að hingað streymi neitt annað lambakjöt í beina samkeppni við það hvað verður þá um verðlagningu á lambakjöti ef hætt verður að styðja bændur með beingreiðslum (eða annarri niðurgreiðslu á landbúnaðarafurðum)? Geturðu svarað mér því hvort líklegt sé að verð á lambakjöti muni lækka, standa í stað eða hækka? Hvað gerir svo láglaunafólk þegar valið stendur á milli lambakjöts án niðurgreiðslu eða ýmiskonar annarar matvöru í samkeppni sérstaklega í verði?

Svo getum við deilt um innflutning og útflutning en ætli menn hafi ekki lært það af hruninu að óhagstæður vöruskiptajöfnuður er ekki það sem við þurfum á að halda. Ég held að við þurfum ekkert sérstaklega að auka við innslutning á vörum sem við getum framleitt hér á landi. Nóg flytjum við inn af vörum sem ekki eru til staðar hér á landi.

Hvort að við getum allt en aðrir ekkert.. það verður þú að glíma við sjálfur :-) ætli ég sé ekki bara of þröngur og gamaldags í þá umræðu.

Gissur Jónsson, 18.7.2011 kl. 02:11

33 identicon

Hvet ykkur til að lesa þessa grein....hún segir allt sem segja þarf...http://visir.is/vornin/article/2011707169999

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 16:02

34 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Ad hlusta a Asmund Einar,(mann sem  er natturulega bara politisk hora)Hvernig væri ad byrja a tvi ad kikja a hvad millilidirnir taka i sinn hlut,held ekki ad bændur seu serstaklega øfundsverdir af tvi sem teir fa fyrir afurdirnar,en af hverju eigum vid neitendur og skattborgarar tessa lands ad borga svo mikid fyrir kjøtid svo einhverjir millilidir geti lifad godu lifi?ja vissulega er Islenskt lambakjøt gott,en hvad borgum vid ekki i utflutningsstirki til ad geta selt tad,fyrir ekki svo laungu var eg i Færeyum og ta eins og i Danmørku kostar Islenskt lambakjøt mun minna en her heima i framleidslulandinu ef tetta er ekki rugl hvad er ta rugl,svona bara sma dæmi um millilida okur Tad biladi hella (keramik) a eldavel hann hringdi i umbodid og upgefid verd var eitthvad yfir 100,000 kr(neitudu ad seigja hvesu mikid yfir) hann var ekki anægdur med tetta og hafdi beint samband vid Tyskaland tar sem velin var framleidd og BINGO hingad komid 17000 kr,er tetta einmitt typiskt dæmi um millilida okur,leifum bændum ad selja vøru sina beint i stadin ad tetta tarf i gegnum otal millilidi og aukin kostnad fyrir neitendur ja og Rikid tvi eflaust væri hægt ad minka nidurgreidslurnar med tvi ad fækka tessum millilidum

Þorsteinn J Þorsteinsson, 19.7.2011 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 818148

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband