Iceland Express í rekstrarlegu sjálfsmorði.

 

Farþegar sem áttu að fljúga með Iceland Express frá París í Frakklandi til Keflavíkurflugvallar í gær klukkan 14:40 sitja nú enn á flugvellinum og bíða frekari frétta.

Enn berast fréttir af Iceland Express...og nú vegna gistimála og ástands flugvélar...jafnvel svo að hún hafi verið kyrrsett.

Með þessu áframhaldi mun enginn þora að taka sér far með Iceland Ex sem er miður því þeir erum dýrmæt samkeppni á flugmarkaði hér.

Svona uppákomur og fréttir af því munu ganga af þessu flugfélagi dauðu....því miður..


mbl.is „Eins og í fangaklefa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekki dýrmæt samkeppni. Staðreyndin er sú að íslensk flugfélög eru á svipuðum level og austantjaldsfélögin voru. Samkeppnin kemur frá almennilegum félögum eins og SAS sem fljúga hingað allt árið, en íslendingar virðast bara ekki vita það.

Larus (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 18:49

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

SAS er ekki að hafa fyrir því að segja Íslendingum það ef þetta er rétt... Kannski hafa þeir ekki efni á að auglýsa mikið því þeir hafa lengi rambað á brúninni.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.7.2011 kl. 18:51

3 identicon

Það er næg samkeppni hér, félagsmálastofnun SAS flýgur reyndar ekki hingað allt árið. En það er nóg af öðrum flugfélögum.

Enn veður þó ein vitleysan uppi. Iceland Express er ekki flugfélag. Það er flugvél Astreus sem er kyrrsett og Iceland Express kemur það bara ekki við. Þess vegna er strúktúr þessa apparats byggður svona upp. Nákvæmlega til þess að IE geti sniðgengið allar ábyrgðir. IE er bara farmiðasala fyrir breskt flugfélag. Hvenær ætlar fólk að skilja það. Það er ekkert íslenskt við þetta ,,flugfélag" nema nafnið. Peningarnit fara meira að segja beint inní breskt efnahagskerfi, þ.e. þeir sem ekki fara beint til Tortola.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 18:56

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Aldrei hefi eg flogið með þessu flugfélagi en 4x með Aeroflot, þessu rússneska. Einu sinni þurfti eg að bíða í 5 tíma eftir flugi austur til Kamtsjatka með þessu flugfélagi en annars var allt í lagi með hin flugin.

Þannig að ekki er auðvelt að bera saman svona rekstur.

Kannski þarf braskari að kaupa þetta flugfélag, selja öðrum braskara sem selur þeim þriðja. Skyldi ástandið versna eða batna?

Sá sem ekki ræður við að reka fyrirtæki á ekki að koma nálægt slíku.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.7.2011 kl. 18:57

5 identicon

Frakkarnir virðast vita það nú þegar sem Íslendingur gengur illa að læra.:Un Boeing 757-200 de la compagnie charter Astraeus airlines, qui aurait dû quitter le terminal 3 de l'aéroport parisien Roissy vendredi à destination de Reykjavik, a été empêché de décoller.

Þeir minnast ekki á að þetta sé íslenskt flugfélag (enda þotan með breska skrásetningu eins og breskum þotum breskra flugfélaga er tamt). Íslengingar láta þó blekkjast af nafninu enn og aftur. Svikamylla sem þetta er og ekkert annað.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 19:06

6 identicon

Þess misskilnings virðist gæta að IceEx sé flugfélag. Svo er ekki. Það er ferðaskrifstofa sem leigir flugvélar af leiguflugfélögum. Ætti samt ekki að firra þá ábyrgð á leigutökum sínum. Kæmi samt ekki á óvart að einhvers staðar sé sú hola í lögum fyrir hendi.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 20:35

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ef þeir væru ekki að fljúga hingað þá gæti engin flutt eða ferðast úr landi. Það eru bara 5 ár síðan ríkið tryggði skipulega sem hæst farmiðaverð í flugi hingað með því að styrkja Flugleiði með farmiðakaupum en gerði engar kröfur um sanngjörn verð. Má segja að beingreiðslur ríkisins til Flugleiða hafi verið til að tryggja há verð svo almenningur kæmist ekki fljúgandi úr landi en ríkið gerði engar kröfur um verð skv. almennri gjaldskrá. Það gerir það þó með lambakjötið.

Það verður gaman að heyra frá ykkur ef og þegar Icelandair verða einir um flug hingað og verð á einföldum legg bókuðum með 3 ja ára fyrirvara fer að kosta 1.500 evrur eins og tíðkaðist. Menn geta séð þetta vel í innanlandsfluginu en það er aðeins notað af starfsmönnum sveitarfélaga og ríkisins, fólki sem borga ekki farið úr eigin vasa heldur kemst upp með að láta aðra borga allt fyrir sig. Flug til Akureyrar kostar um 100 kr á hvern flugkílómetra en innan við 10 kr. með Iceland Express til t.d. Berlínar og þar af hirðir ríkið 30% í skatta.Á innanlandsfluginu eru samt miklu lægri skattar eða aðeins um 10%.

Einar Guðjónsson, 16.7.2011 kl. 21:17

8 Smámynd: corvus corax

Iceland Express er glæpafélag í eigu glæpamanna og rekið af glæpamönnum. Svo einfalt er það!

corvus corax, 16.7.2011 kl. 23:22

9 identicon

Einar, það er ekki rétt. Það er fjöldi flugfélaga með áætlunarflug til og frá Íslandi. Þeim hefur hins vegar dugað að auglýsa á sínum heimamörkuðum til að fylla sín flug. Bara í gær, dag og á morgun komu vélar frá eftirfarandi flugfélögum til Íslands (fyrir utan Icelandair og Iceland "Express":

Edelweiss Air
Air Berlin
Transavia
Delta Air Lines
SAS
Lufthansa
Air Greenland
Estonian Air
Volga-Dnepr Airlines


Flest þessara félaga fljúga hingað nokkuð reglulega (þ.a. SAS, Delta, Air Berlin of Edelweiss oft í viku), og ef Iceland "Express" dettur úr skaftinu er ég nokkuð viss um að hjá einhverjum af þessum flugfélögum starfi nógu góðir markaðsmenn til að bæta við flugum hingað og selja Íslendingum þau. Eða að félög eins og Ryan Air eða EasyJet ákveða að skella nokkrum flugum í viku hingað. Það er nú sem betur fer eitthvað gott við hinn frjálsa markað, þó hann gefi vanhæfum félögum eins og Iceland Express færi á að pirra hundruðir Íslendinga á hverjum degi - og halda stöðugt áfram að selja þeim flugmiða.

Erlingur (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 23:34

10 identicon

Tek undir með Corvus hér að ofan. þetta er glæpafélag. Hvernig dettur fólki í hug að fara með þessu drasli???

óli (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 00:23

11 identicon

Er ekki Iceland Express og Astraeus Airlines eitt og hið sama?

Mér skylst að þau séu bæði í eigu sömu aðila, aðalverkefni Astraeus sé að leigja Iceland Express flugvélar og Iceland Express leigi nær eingöngu vélar frá Astraeus Airlines - þær eru t.d. vandlega merktar Iceland Express.

Við sjáum reglulega fréttir af óförum Iceland Express í samskiptum við farþega - alger undantekning að vélar þeirra séu á áætlun og algengt að flug séu hreinlega felld niður.  Lítið er gert til að sinna farþegum í ógöngum og samskipti við þá í molum.

Því hlýtur maður að velta fyrir sér hvernig sé staðið að viðhaldi og eftirliti með öryggi flugvéla Astraeus?

Stjórnendum Iceland Express/Astraeus bíður nú risavaxið verkefni að endurvekja traust flugfarþega, a.m.k. kaupi ég ekki aftur flugmiða með þeim fyrr en ég hef sannfærst um að þeim sé treystandi.

Sjá nánar um Astraeus Airlines, eigendur og flugflota: http://en.wikipedia.org/wiki/Astraeus_Airlines

Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 11:03

12 Smámynd: Einar Guðjónsson

Erlingur, þessir aðilar hafa verið að fljúga hingað á sumrin eingöngu. Ryan Air hefur engar móttökur fengið hér og fær aðeins '' tilboð'' um há lendingargjöld og dýra þjónustu á vellinum. Sama klíka ræður yfir Icelandair og flugvellinum.Þú virðist þurfa að vera íslendingur til að fá raunhæf verð á vellinum nema um sé að ræða '' minniháttar'' innrás á markaðinn. Duglausa spillta sveitarfélagið ætti auðvitað að opna flugvöllinn í Vatnsmýrinni fyrir lággjaldavélum a.m.k. frá í apríl og út október þegar ekki þarf að treysta á nema eina braut og þyrfti þá ekki að skaða íbúðabyggð.

Þetta breytir ekki þeirri staðreynd að fargjöld lækkuðu verulega við innkomu Go fyrst og síðan Icelandexpress. Á sama hátt og Bónus á sínum tíma lækkaði matarverð en drap um leið alla þjónustu í hverfinu og því lækkaði verðið þegar kúnninn fór að afgreiða sig sjálfur og keypti sér bifreið til að kaupa inn.

Einar Guðjónsson, 17.7.2011 kl. 12:57

13 Smámynd: Einar Guðjónsson

Stykkishólmur gæti líkað tekið í notkun flugvöllinn sem Sturla Böðvarsson vígði daginn sem hann lokaði. Sá völlur gæti dugað minni þotum yfir sumarið.

Einar Guðjónsson, 17.7.2011 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband