Í gíslingu Húsafriðunarnefndar.

Hafnarstræti 98-0265

 

Hafnarstræti 98 ( Hótel Akureyri ) sorgarsaga í miðbæ Akureyrar.

 

Húsið hefur staðið autt í fjölda ára og ekkert bendir til að það breytist á næstu árum.

 

 

 

Hafnarstræti 98-0267

 

Gerð var tilraun til að heilmála húsið og líma myndir frá gömlu Akureyri í glugga.

Ágætt framlag á biðtíma en nú þessi framkvæmd komin í sama ástand og húsið...niðurnýtt og sóðalegt.

 

 

 

Hafnarstræti 98-0268

Fyrir nokkrum árum barðist hópur manna fyrir því að húsið væri friðað og að lokum friðaði þáverandi menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir húsið og stöðvaði þar með uppbyggingu sem fyrirhuguð var á reitnum og var langt komin í ferli.

Ábyrgð menntamálaráðuneytis á þessum gjörningi er engin og Akureyri situr uppi með þessa ráðstöfun og afleiðingarnar.

 

 

 

Hafnarstræti 98-0269

 Nokkrir sterkir fjárfestar keyptu húsið í framhaldi af þessum gjörningi og hugðust byggja upp hús og starfssemi í samræmi við það sem deiliskipulag heimilar.

Til þess að það mætti verða þurfti að grípa til róttækra rástafana til að byggja upp húsið því undirstöður og burðarvirki er mjög illa farið.

Húsafriðunarnefnd hafnaði þeim hugmyndum þó svo upprunalegt útlit hússins yrði á framhlið sem snýr að Hafnarstræti.

 

 

Hafnarstræti 98-0270

 Allir sem til þekkja vita að ástand hússins er miðbæ Akureyrar til stórskammar og ekkert bendir til að slíkt breytist á næstunni.... vegna stífni og óbilgirni Húsafriðunarnefndar sem vinnur samkvæmt blindum lögmálum sínum án tillits til aðstæðna og þeirrar staðreyndar að kostnaður við uppbyggingu á þeirra nótum mun kosta gríðarlegar fjárhæðir.. ef til vill 100 - 300 milljónir. ( ágiskun )

Ástandið hefur hríðversnað síðustu mánuði án þess að eigendur eða aðrir grípi inn í.

 

 

 

Hafnarstræti 98-0271

 Nú er svo komið að húsið er orðið hættulegt umhverfi sínu og tifandi tímasprengja á svæðinu því ekki kæmi á óvart þó kæmi upp í því eldur, sem algengt er eins og við þekkjum í yfirgefnum húsum á höfuðborgarsvæðinu.Þá gæti illa farið því næstu hús eru þjóðardýrgripir og þar er átt við glæsihýsin París og Hamborg..

 

 

 

 

Hafnarstræti 98-0274

 

 

Samkvæmt lögum getur sveitarfélag skikkað eigendur til að grípa til ráðstafana og leysa mál sem að svona snýr til framtíðar. Úr því Húsafriðunarnefnd kýs að vera ósamvinnuþýð og koma í veg fyrir að framkvæmdir gætu hafist með óbilgirni og þvermóðsku er það eina ráð sveitarfélagins í stöðunni.

 

 

Hafnarstræti 98-0276

 

Hversu lengi þurfa bæjarbúar og gestir okkar að búa við þetta ástand veit enginn.

Ljóst er að þetta ástand er í boði eigenda og Húsafriðunarnefndar og þeirra er ábyrgðin.

Svona hefur þetta verið í 30 ár...kannski sjáum við önnur 30 líða áður en nokkuð gerist til framtíðar á þessum reit.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ertu ekki að snúa hlutunum á hvolf ? Húsið er friðað samkvæmt lögunum í landinu og þýðir ekki að kenna Húsafriðunarnefnd um að vilja fylgja lögunum. Okkur ber líka skylda til samkvæmt alþjóðasamningum að varðveita arf genginna kynslóða og því er sjálfsagt að vernda þetta hús. Það er örugglega ódýrara að gera húsið upp heldur en að rífa það og byggja ljótan  braggakassa. Hins vegar er byggð í landinu á fallandi fæti og íbúum hér mun fækka mikið á næstu árum. Það fer ekkert öðruvísi fyrir Íslandi öllu heldur en Raufarhöfn eða Ísafirði.  Hins vegar verður alltaf fólk hér frá því í apríl og fram í september og þetta hús er eitt af fáum timburhúsum sem eru eftir frá því fyrir 1918. Þetta er eitt af þeim húsum sem verður fyrir Akureyri það sem læknishúsið er fyrir Hesteyri.

Því miður náðu plebbarnir völdum á Íslandi og réðu hér ferðinni og ráða henni enn. Það er einmitt viljaleysið til að fara að lögum sem rænt hefur þjóðfélagið og skilið borgarana eftir réttlausa því þeir mega ekki brjóta lögin en yfirstjórnin gerir það og leynir því ekki einu sinni.

Einar Guðjónsson, 7.6.2011 kl. 00:21

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Bara að fá mann sem kann að reikna til að sjá að miklu ódýrara er að gera húsið en rífa það og byggja nýtt. Það er hægt að finna smiði í Færeyjum sem kunna það og líka hér á landi. Sennilegasta skýringin er samt sú að engin þörf sé fyrir verslunarpláss á Akureyri.

Einar Guðjónsson, 7.6.2011 kl. 00:24

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Einar...ég veit hvað ég er að segja og veit allt um lögin og hvað húsafriðunarnefnd á að gera... Þessi ágæta nefnd hafnaði tillögum um uppbyggingu þar sem þurfti að taka húsið niður...byggja nýtt stoðvirki því það upprunalega er í tætlum.. Síðan átti að byggja framhliðina nákvæmlega eins og húsið leit út nýtt.... en aðrar hliðar hverfa að mestu því fyrir liggur að byggja má við húsið að austan. En nefndin sagði eins og tölvan frægða... the computer says no.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.6.2011 kl. 00:43

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það gerir engum gagn hvorki horfnum kynslóðum eða þeim sem koma að halda þessu húsi og núverandi ástandi í miðbæ Akureyrar því á þessu máli er sennilega engin lausn eins og mál hafa gengið fyrir sig.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.6.2011 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818128

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband