Verður vísað frá...eða dæmdur sýkn saka.

 

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag, að þingfesting máls Alþingis gegn sér í landsdómi á morgun jafngildi því að fyrstu pólitísku réttarhöldin séu að hefjast á Íslandi.

Fráleitt að stofna til pólitískra réttarhalda yfir einum manni í ljósi sögunnar og aðdraganda. Geir er látinn svara fyrir hrun frjálshyggjunnar og pólitíska stefnu sem mörkuð var í stjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.... sem endaði með skelfingu.

Hinn raunverulegi sökudólgur ef menn vilja benda á einhvern sérstakan situr nú og rífur kjaft á málgangi LÍÚ.

Ég hef þá trú að þessu máli verði vísað frá því ekki bara er það óréttlátt og ósanngjarnt heldur virðist sem það sé sleifarlega unnið og hefur tekið allt of langan tíma í undirbúningi.

Ég verð að lýsa óánægju minni með þá þingmenn sem efnuðu í pólítísk réttarhöld á Íslandi í anda þess sem við sáum svo oft á árum áður í ríkjum sem við viljum ekki líkjast ....


mbl.is Fyrstu pólitísku réttarhöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúleg meðvirkni sem á sér stað með þessum hrunvaldi.

Maðurinn á að svara til saka fyrir glæpsamleg afglöp sín og vanrækslu. Hann var jú forsæstisráðherra landsins, fyrrum fjármálaráðherra sem tók þátt í einkavinavæðingu bankanna og fleira msjöfnu, hann var formaður SJálfstæðsiflokksins og varaformaður og bar mikla ábyrgð á því hvernig fór, næstráðandi við hlið herra Hruns á Morgunblaðinu.

Eða eiga stjórnmálamenn að sleppa undan réttvísinni vegna flokkskírteina?

Eigum við ein sem misstum vinnuna og töpuðum á Hruninu að bera ein ábyrgð meðan Geir og co. fá að sleppa af því að þeir grenja iðrunarlausum krókódílatárum í afneitun sinni á illverkum sínum?

Er þá ekki best að taka lögin í eigin hendur gagnvart þeim stjórnmálamönnum sem bera ábyrgð á Hruninu og sækja okkur eigið réttlæti?

Og þetta kjaftæði um pólitísk réttarhöld er svo yfirgengilegt. Come on, þetta er pólitístk út af því að þetta er stjórnmálamaður, alveg eins og réttarhöldin yfir Árna Johnsen voru pólitísk, réttarhöldin yfir Berlusconi og réttarhöldin yfir Quisling á sínum tíma. 

Það sem er óafsakanlegt í þessu er að hin þrjú hafi sloppið fyrir tilstuðlan þingmanna Samfylkingar, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks og að Geir og co. hafi ekki veirð ákærð fyrir landráð einnig.

En það er allavega betra að einn ráðherra sé fyrir rétti heldur en enginn og það verður ófyrrigefanlegt ef hann verður látinn sleppa með teknískum hætti eða álíka því það sýnir þá að hér ríkir ekki réttarríki, heldur aðeins óréttarríki þar sem hinir valdamiklu með flokkskírteinin sleppa.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 17:40

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Málið snýst um ráðherraábyrgð og hvort viðkomandi hafi gerst sekur um vanrækslu í starfi. Svona eru þessi lög Agnar minn..

 Þó marga..þar með talinn Agnar KR. þá snýst landsdómur ekki um að dæma stjórnmálamenn fyrir pólítska ábyrgð...og það gengur illa að fá suma til að skilja það.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.6.2011 kl. 18:08

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ef þig langar mikið í pólitísk réttarhöld í anda Sovét eða sumra S-Ameríkuríkja í gamla daga þá þarftu að semja við þingmanninn þinn um að flytja mál á þingi og fá það samþykkt.... og að því fengnu getum við riggað upp nokkrum slíkum og það koma ýmsir til greina fyrir þann dóm...þegar þú ert búinn að redda lögunum.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.6.2011 kl. 18:11

4 identicon

Ég skil það fullkomlega. Maðurinn sýndi af sér glæpsamlega vanrækslu og afglöp í starfi sem áttu sinn þatt í efnahagshurni heillrar þjóðar og það gerir það fullkomlega réttmætt að draga hann fyrir dóm. Eða ertu raunverulega að segja að slíkt sé bara eitthvað smámál sem enginn stjórnmálamaður eigi að bera ábyrgð á ef hann grenjar bara nógu fallega meðan aðrir þjást fyrir vanrækslu og afglöp hans?

Það sem þú og aðriraf álíka tagi úr hrunvaldandi stjórnmálaflokkum, er að ef við ætlum að komast upp úr þessu þá verða stjórnmálamenn að svara til saka fyrir rétti, en ekki að fá að ganga í burtu glottandi og iðrunarlaus  með lófaklapp flokksmanna, feita eftirlaunatékka og biðlaun líkt og Geir, Ingibjörg og co. og jafnvel inn í feitt starf með blessun pólitiskrar greiðastarfsemi líkt og Árni Matt

Og það á aldrei að fyrirgefa þeim hvað þau hafa gert okkur.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 18:17

5 identicon

Djísús, þetta eru ekkert frekar pólitísk réttarhöld heldur en mál gegn Capone eða öðrum álíka. Það er verið að rétta yfir manninum vegna hrunvaldandi glæpa hans ekki, ekki vegna skoðanna hans.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 18:19

6 identicon

Smá leiðrétting:

Djísús, þetta eru ekkert frekar pólitísk réttarhöld heldur en mál gegn Capone eða öðrum álíka. Það er verið að rétta yfir manninum vegna hrunvaldandi glæpa hans , ekki vegna skoðanna hans.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 18:22

7 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Því er m.a, haldið fram að forsætisráðherra hafi vanrækt að halda ríkistjórnarfundi um mikilsverð málefni samkvæmt stjórnarská.

Og svo þegar Björgvin G. Sigurðsson lagði fram minnisblað um ástandið og vildi fara að gera eitthvað þá fékkst það ekki rætt.

Sjálfstæðismenn og hluti Samfylkingarmanna umgengust Björgvin G. eins og hvern annan húskarl. Hann fékk varla að vita hvað væri í matinn.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.6.2011 kl. 18:29

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það vita allir með heilu viti að þessi réttarhöld eru sýndarmennska og ekkert annað!

Sigurður Haraldsson, 7.6.2011 kl. 02:09

9 identicon

Agnar... Glæpa hans ??? og ertu að líkja honum við Capone ?????????

Fáránlegt comment.

Stebbi (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband