Þjóðremba og öfgar taka völdin hjá NEI - liðum.

 

Rannsóknardeild lögreglunnar rannsakar nú bréf þar sem 20 fyrrverandi ráðherrum er hótað lífláti. Auglýsing þar sem ráðherrarnir hvetja landsmenn til að segja já við Icesave-samningnum birtist í dagblöðunum um helgina.

Þetta er ekki það eina.

Egill Ólafsson leikari og söngvari varð sér til ævarandi minkunnar með birtingu öfgafullra yfirlýsinga í auglýsingu þar sem hann dregur fram staðhæfingar og samlíkingar við barnaþrælkun fyrri alda.

Eitthvað reynir hann að klóra yfir skítinn með mátleysislegum tilraunum til að gera lítið úr þessum öfgum. En sannarlega varð hann sér til skammar...og veit það..

En það fer ekki framhjá nokkrum manni að öfgar og æsingur hafa tekið völdin hjá NEI - liðum.

Skynsamt fólk semur..... -  hinir slást og æpa.


mbl.is Hótaði fyrrverandi ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri nú að reyna að lyfta þessari umræðu á örlítið hærra plan? Þú hefur sjálfur verið staðinn að því að draga þessa umræðu niður á lægsta mögulega plan. Síðan kom hákarlauaglýsingin og kolanámubörnin. Það er ódrengilegt af þér að hunsa aðra auglýsinguna og fjargast út af hinni.

Skynsamt fólk semur ekki bara. Það getur líka tjáð sig án blekkinga og öfga. Þú virðist eiga erfitt með það.

Ragnar Þór Pétursson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 17:39

3 identicon

Ekki gastu nú staðist mátið að dæma heilan skóg eftir fölnuðu laufblaði.

Hún var nú heldur betur málefnaleg auglýsingin ykkar með Icesave hákarlinum, hún var alveg laus við öfgar og æsing:
http://gagnauga.is/myndir/frettir/afram_icesave.jpg

Fólk er komið með upp í kok af síbylju fréttaflutningi ESB miðla hér á íslandi, enda vita ESB sinnar að draumur þeirra hverfur alveg út fyrir sjóndeildarhringinn ef fólk samþykkir ekki þessar ósanngjörnu ólögmætu klyfjar. 

Krónan hefur þegar veikst um 3,8% frá áramótum, það þýðir að þessir 35 milljarðar sem þið klifið á sem upphæðin fyrir Icesave er orðin miklu hærri og stefnir á 230 milljarða.

Njáll (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 17:42

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er enginvegin hægt að verja svona eintakling sem svona gerir og ber að taka þetta mjög alvarlega.
Það ber að varast að fara í sleggjudóma og segja að allir NEI - sinnar séu öfgmann - það er ekki svo

Óðinn Þórisson, 4.4.2011 kl. 17:42

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ragnar minn...ég hef einungis hvatt til að klára þetta mál og hafna öfgum..það mun ég gera áfram þó þér líki það ekki..

Öfgarnar eru að mestu hjá þeim sem berjast gegn þessu máli á rakalausan og blekkjandi hátt.. og á það hefur sannarlega ekki skort.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2011 kl. 17:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég gæti alveg trúað því að þetta væri plott hjá einhverjum til að reyna að eyðileggja baráttu Neisinna.  Gæti svínvirkað.  Nema ef þetta spryngi framan í einhvern annann.  Þetta þekkist víða, m.a. í bresku lögreglunni þar sem njósnara var blandað inn í hóp Saving Iceland til að njósna.  En það er heilmikið gott fyrir jásinna sem eru með afar slæman málstað að slá þessu upp.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2011 kl. 17:46

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vont að sjá tvö mál á sama degi sem fara langt yfir strikið Óðinn... og þetta hefur verið að versna stórlega eftir að skoðanakannananir benda til þess að JÁ verði ofan á í þessu... og ég veit að þetta á enn eftir að versna.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2011 kl. 17:46

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ásthildur... er Egill Ólafsson kannski dulbúinn JÁ sinni ??? Kannski það bara

Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2011 kl. 17:47

9 identicon

Jón, þú hefur gert gott betur en það. Í gær skiptir þú þeim sem styðja nei í tvo hópa. Vonda framsóknarmenn og náhirð. Í dag bætirðu við geðsjúkum öfgamönnum. Það er ekkert málefnalegt við slíkt. Þú ert að ala á fordómum gagnvart tilteknum málstað með því að rægja þá sem halda honum á lofti.

Að auki leyfir þú þér að horfa algjörlega framhjá öfgaviðhorfum meðal já-manna en halda á lofti sömu viðbrögðum nei-megin.

Saman verður þetta partur af ómálefnalegum og óskynsamlegum blekkingarleik.

Ragnar Þór Pétursson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 17:53

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ragnar...ertu ekki að rugla mér saman við einhvern annan..ég hef ekki dregið þessa umræðu eitt eða neitt ..og síst af öllu á lægsta plan. Ég er ekki málsvari nokkurs manns nema sjálfs mín og það sem ég skrifa hér er mín skoðun og hana hef ég rökstutt án öfga..

Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2011 kl. 17:53

11 identicon

„Hverjir eru það sem berjast gegn samþykkt Icesavelaganna ?“

„Þeir stjórnmálamenn sem hæst hafa í þeim hópi eru Framsóknarmenn [...] Hófsamari og skynsamari þingmenn í þeim hópi eru á já-línunni.“

„Svo er það liðið hans Davíðs Oddssonar. Það er liðið sem löngum hefur verið uppnefnt náhirðinn“

„Gallinn er að þessu liði tekst að blekkja hópa fólks sem trúa því í alvöru að með því að segja NEI hverfi málið og Ísland vinni sigur.“

„Að segja NEI er ávísun á stöðnun og kyrrstöðu auk gríðarlegrar óvissu. Það er ábyrgðarlaus og óskynsamleg afstaða sem engu skilar til barnanna okkar og barnabarna.

Að segja JÁ kemur þjóðfélaginu á hreyfingu fram veginn... og það er það sem Ísland þarf !!“

Allt er þetta óskaplega ómerkilegt og ómálefnalegt, áróðurstengt og heimskulegt. Ef þú bætir síðan við þessari færslu hér fyrir ofan þá ert þú prýðisdæmi um mann sem sífellt dregur athyglina af málefninu sem til umræðu er.

Ragnar Þór Pétursson (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 18:00

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Björgólfur Thor, skilaðu Icesave-peningunum!

btb_1074596.jpg

Breska blaðið Telegraph fjallar í gær um bréf sem skilanefnd Landsbankans hefur sent stjórnendum bankans þar sem útlistað er hvernig 174 milljónir punda (um 32 milljarðar kr.) hafi verið færðar út úr bankanum með ólögmætum hætti sama dag og hann var þjóðnýttur. Fram kemur að meirihluti fjárhæðarinnar hafi farið til fyrirtækja í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar og föður hans Björgólfs Guðmundssonar. Blaðið greinir frá því að Björgólfur Thor, sem sé búsettur í Lundúnum, sé einn af auðugustu mönnum heims. Telegraph segir að eignir hans séu metnar á einn milljarð Bandaríkjadala. Í bréfinu segir að stjórnarmenn bankans hafi átt að gera sér grein fyrir því þann 6. október 2008 að bankinn hefði verið orðin gjaldþrota. Það sé mat skilanefndarinnar að fjármagnsflutningarnir hafi dregið úr verðmæti eigna bankans og misnunað kröfuhöfum. Þar af leiðandi hafi verið um ólögmætan gjörning að ræða. Frétt Telegraph.mbl.is

 Ég segji Nei við Icesave og skora á Björgólf að gera upp sín eigin viðskipti!

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.4.2011 kl. 18:26

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það held ég ekki, enda kemur hann fram undir nafni og kennitölu.  Það gerir þessi aðili ekki hver sem hann er.  Þess vegna er ómögulegt að segja til um hvaðan þessi ósköp koma, hvorki þú né ég getum sagt til um það.  Hér er bara verið að hugsa hvað standi hér að baki Jón minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2011 kl. 18:32

14 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Af hverju er það þjóðremba og öfgar Jón Ingi að vilja ekki veita ríkisábyrgð vegna skulda sem eru okkur óviðkomandi? 

Það sem hefur gerst getur, gerst aftur, af hverju má Egill Ólafsson ekki mynna á það, og hvaða skít er hann að klóra yfir?   

Ert þú nokkuð að verða þér til skammar Jón Ingi?

Hrólfur Þ Hraundal, 4.4.2011 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband