Ónýtur stjórnmálamaður.

„Mér finnst það með ólíkindum að forystumenn bæði atvinnurekenda og launþega skuli á þessum tímapunkti beinlínis hóta því að almenningur fái ekki kjarabætur nema hann kjósi eins og þeir ætlast til.“...segir formaður Framsóknarflokksins.

Mér finnst á móti með ólíkindum að stjórnmálamaður viðhafi málflutning eins og þessi náungi. Hann hefur aldrei séð neitt annað en svartnættið og hefur aldrei lagt inn jákvætt orð í umræðuna.

Úlfur - úlfur er hans stíll og það er hreint ömurlegt að þjóðin skuli þurfa að hlusta á útúrsnúningana og ragnfærslurnar sem hann ber á borð í hverju málinu á fætur öðru. Grein hans í Mogga er hreint rannsóknarefni.

En þetta er vandamál Framsóknarflokkins og svona vilja þeir hafa formenn sína...trúlega.


mbl.is Gengur gegn lýðræðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Eyþór Jóhannsson

Það eru fleiri ónýtir stjórnmálamenn,líka í sveitastjórnum. Sumir búa í glerhúsum en gæta sín eigi.

Páll Eyþór Jóhannsson, 6.4.2011 kl. 08:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki má heldur gleyma þriðjupersónunni Ösurri Skarphéðinssyni, sem var "svo heppinn" að losa sig við sitt stofnfé á "réttum" tíma. Eða Jóhönnu Sigurðardóttur, sem stóð við hlið Geirs Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu síðasta eina og hálfa árið fyrir hrun.

Þá verður ekki hjá því komist að minnast örlítið á Steingrím Jóhann Sigfússon, en honum varð lítt flökurt við að svíkja öll þau loforð sem hann gaf kjósendum, til þess eins að komast í ríkisstjórn!!

Gunnar Heiðarsson, 6.4.2011 kl. 09:00

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Fylgið við x-b hefur ekkert breyst eftir að hann tók við og margir vilja meina að hans málflutningur sé mjög einhæfur og þegar icesve líkur þá spyrji menn hvað ætlar hann þá að tala um.
Það eru margir framsóknarmenn sem vilja að GS bjóði fram gegn honum en þeir  hin sömu telja að það sé leið flokksins inn í ríkisstjórn enda hefur DBE sagt að ekki sé að vænta þess að x-b fari í ríkisstjórn meðan núverandi forysta er í flokknum.
Vandamálið er Jón Bjarnason sem hefur sagst verða að vera í ríkisstjórn til að koma í veg fyrir að utanríkisráðherra innlimi ísland í esb - og ríkisstjórn hefur ekki styrk til að losa sig við hann þannig að breytigna er þörf.
Ritstjóri eyjunnar Karl Th. gaf það í skyn að sf hyggðist slíta stjórnarsamstafinu við vg eftir 9.aprí hvernig sem að kosningarnar fara enda ágreynignsefninn allt of morg og nú síðast varðandi lýbíu og nato.
Það verður fróðlegt að fylgjst með býður GS sig fram gegn Sigmundi og slíur sf stjórnarsamstarfinu við vg - OG verður JÁ niðurstaðan og við höldum áfram

Óðinn Þórisson, 6.4.2011 kl. 12:13

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ekki það að ég ætli að verja Sigmund Davíð, en ert þú ekki að hengja sendiboðann þegar þú gerir aukaatriði að aðalatriði. Hefur þú ekkert við það að athuga að aðilar vinnumarkaðarins hóti fólki, kjósi það ekki rétt? Er það þannig sem þú vilt hafa það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2011 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 818084

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband