Auðvitað JÁ ! Höfnum NEI liðinu.

 

„Alþýðusamband Íslands hefur sent frá sér fréttabréf dagsett 31. marz 2011, þar sem fjallað er um Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar. Í upphafi bréfs er fullyrt að Icesave-málið sé flókið og því lofað að ASÍ forustan ætli að útskýra meginatriði þess á „einfaldan og hlutlægan hátt“. Að mati Samstöðu þjóðar gegn Icesave er Icesave-málið ekki flókið, heldur er það einfalt ef menn leyfa sér að hafa í huga hagsmuni almennings á Íslandi.

Hverjir eru það sem berjast gegn samþykkt Icesavelaganna ? Þeir stjórnmálamenn sem hæst hafa í þeim hópi eru Framsóknarmenn með formanninn í broddi fylkingar enda hefur hann hamast gegn þessu máli frá upphafi og það breytist ekki neitt. Hófsamari og skynsamari þingmenn í þeim hópi eru á já-línunni.

Svo er það liðið hans Davíðs Oddssonar. Það er liðið sem löngum hefur verið uppnefnt náhirðinn og líklega eru það þeir sem hafa sig mest í frammi og reka óheiðarlegasta og neikvæðasta áróðurinn. Þar fara nokkrir þjóðþekktir einstaklingar í broddi fylkingar.

Maður hefur stundum ekki áttað sig á hvert þetta lið er að fara í málflutningi sínum því þeir reka málið fyrst á fremst á þjóðrækinisnótum og íslendingar eigi ekki að borga skuldir órreiðumanna. Hver kannast ekki við fyrirmyndina að þessu kjaftæði.

Gott dæmi er eimitt það sem við sjáum hér og fjallað eru um í þessari frétt Mogga þar sem verið er að ráðast að ASÍ fyrir að hafa þá skoðun að samþykkja beri samningana...með heill og hagsmuni launamanna að leiðarljósi. Ráðist er að þerri skoðun af sömu heift og neikvæðni og ýmsu öðru sem við höfum séð fram að þessu. Gallinn er að þessu liði tekst að blekkja hópa fólks sem trúa því í alvöru að með því að segja NEI hverfi málið og Ísland vinni sigur.

Slíkt er auðvitað bull og þvæla og það er þjóðinni nauðsyn að þetta mál hverfi út úr heiminum og óvissunni verði eytt. Jafnframt mun Ísland endurheimta mikið af því glataða trausti sem er ekki bara nauðsyn heldur lífsnauðsyn fyrir efnahag og uppbyggingu hér á landi.

Sem betur fer hafa flest samtök sem hafa tjáð sig lýst sig fylgjandi JÁ leiðinni. Þar má telja verkalýðshreyfinguna, Samtök atvinnulífsins og marga aðra sem eiga allt undir að hjól þjóðfélagins fari að snúast á ný.

Að segja NEI er ávísun á stöðnun og kyrrstöðu auk gríðarlegrar óvissu. Það er ábyrgðarlaus og óskynsamleg afstaða sem engu skilar til barnanna okkar og barnabarna.

Að segja JÁ kemur þjóðfélaginu á hreyfingu fram veginn... og það er það sem Ísland þarf !!


mbl.is Gerir athugasemdir við málflutning ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Er það ekki ábyrgðalaus af Frú Jóhönnu að hópa að ríkið taki Magma eignarnámi ?
Er það ekki vinstri " Velferðarstjórnin " sem er helsta ástæða stöðunar hér ?
Fer ekki öll orka ríkisstjórnarinnar að sætta innanríkisstjórnarmál ?
Er það líklegt að hreyfing komist hér á meðan þessi sunurtætta og óhæfa ríkisstjórn er við völd ?
Þarf ekki kosningar þar sem kosið verður um framtíðina ?

EN
Sjálfstæði og fullvalda þjóð segir NEI

Óðinn Þórisson, 3.4.2011 kl. 10:04

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég sé ENGIN RÖK fyrir því að fólk ætti að segja JÁ, aðeins "skítkast" á einhverja ímyndaða óvini.  Eða er þessi ímyndaði óvinur þinn, Heilagrar Jóhönnu og Gunnarsstaða-Móra, kannski þjóðin???????   

Jóhann Elíasson, 3.4.2011 kl. 10:06

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Maður sér nokkuð hvar menn skipa sér í raðir í Sjálfstæðisflokknum eftir því hvernig þeir tjá sig um þetta mál. Takk fyrir að upplýsa okkur Óðinn...fróðlegt bara.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.4.2011 kl. 10:07

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Blinda þín á nauðsyn á JÁ - i er þitt vandamál Jóhann

..vonin er bara að það sé minnihluti sem er á þinni línu til að NEI - ið verði ekki að vandamáli þjóðarinnar.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.4.2011 kl. 10:12

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað er icesave Davíð Oddsyni að kenna Jón Ingi, eins og allt sem miður hefur farið. Sérstaklega nú síðustu tvö árin.

Davíð Oddson virðist vera hellsti skelfir Sanfylkingarmanna, jafnvel þó hann hafi ekki setið á þingi í nokkur ár. Það er honum að kenna að skjaldborgin var óvart reyst um fjármálafyrirtækin, það er honum að kenna að svo illa gengur að aðlaga okkur ESB, það er honum að kenna að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til hjálpar fjöldskylum í landinu duga hvorki einum né neinum og vissulega er það Davíð að kenna að aðilar vinnumarkaðarins skuli ekki geta komið sér saman um kjarasamning!!

Þvílíkt bull. Staðreyndin er einföld, Samfylkingin á heiðurinn af öllu því sem að ofan er talið, óstarfhæf ríkisstjórn vegna óhóflegra og óaðgengilegra krafna um inngöngu í ESB klauf samstarfsflokkinn strax á fyrstu dögum stjórnarinnar, undanlátsemi Sanfylkingarráðherra við peningavaldið og hápólitískur forseti ASÍ sem leggur meiri áherslu á málefni sem umbjóðendur hans hafa vægast sagt skiptar skoðanir á, í stað þess að vinna að því sem honum ber, að standa vörð um hag launafólks.

Ég hef aldrei verið hlynntur Davíð Oddsyni og var því feginn þegar hann hætti á þingi. Þar með lauk pólitískum ferli hans. Það eru einungis heiglar og ræflar sem hræðast drauga. Samfykingin hræðist þennan mann meir en nokkuð annað, jafnvel þó hans pólitísku afskipti séu liðin undir lok og það fyrir nokkru!

Gunnar Heiðarsson, 3.4.2011 kl. 10:25

6 identicon

Ofboðslega er þetta málefnalegur og góður pistill hjá þér.

Þeir sem segja nei eru a) forhertir framsóknarmenn og b) náhirðin.

Nei er a) stöðnun, b) kyrrstaða, c) óvissa.

Já er a) hreyfing fram á við og b) snúningu á hjólum atvinnulífsins.

- - -

Það er notalegt að hafa svona einfalda heimsmynd í máli sem er þetta flókið.

Hliðstæða úr nei-liðinu væri að halda því fram að þið sem segið já séuð óheiðarlegir evrópusinnar sem alls ekki eruð að taka málefnalega afstöðu til Icesave málsins heldur lítið á það sem leið að inngöngu í ESB.

Ef nei-sinninn væri þeim mun leiðinlegri myndi hann líka benda á að já-menn hafi á öllum stigum málsins spáð fyrir um hreyfingu hjóla atvinnulífsins, stöðnun og hreyfingu áfram eða afturábak eftir atvikum – og haft rangt fyrir sér í hvert eitt og einasta skipti.

- - -

Jón, einu hjólin sem hér snúast eru þessi sem eru föst í hjólfarinu sem þú kemst ekki upp úr.

Ragnar Þór Pétursson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 10:34

7 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Hvernig væri Snati minn að reyna að taka niður ESB gleraugun sem eru límd við nefið á þér. Þá sæir þú lífið kannski í öðru ljósi.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 3.4.2011 kl. 11:24

8 identicon

Auðvitað segjum við X - NEI við ICESAVE III ósómanum.

Það er ekki hægt að skrifa uppá óútfylltan víxil sem gæti reynst 674 milljarðar eða meir ef neyðarlögin halda ekki.

Það hefði átt að þæfa málin lengur og bíða og sjá hvað kemur útúr þrotabúi Landsbankans í Bretlandi og segja við Breta við getum ekkert gert fyrr en við sjáum það og einnig hvort ekki sé hægt að sækja eitthvað af þessum horfnu fjármunum til bankaglæponana.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 12:40

9 identicon

Trúir þú þessu sjálfur sem þú ert að skrifa hér Jón  ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 13:47

10 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Blómlegt væri hjá almeningi á Íslandi í dag, hefði Jóhanna gefið frjálsar handfæraveiðar

fyrir 2 árum, þá hefði hún leyst byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga!

FRELSI er það sem vantar, ekki nýjar lántökur gjaldþrota þjóðar, nýtum auðugustu fiskimið í heimi

á sjálfbærann hátt, ekki eins og í dag, er miðin gefa aðeins lítið brot af eðlilegum afla!

Aðalsteinn Agnarsson, 3.4.2011 kl. 19:40

11 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Meira þarf nú ekki að segja um þetta sýnist mér Jón!

Eyjólfur G Svavarsson, 3.4.2011 kl. 22:52

12 Smámynd: Adeline

Segjum NEI -höfnum meðvirkum.

Adeline, 3.4.2011 kl. 23:12

13 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Körfuhafarnir í þrotabúi Landsbankans sem eru mörg stærstu fjármálafyrirtæki veraldar vinna nú að því með færustu lögmönnum í heimi að reyna að hnekkja neyðarlögunum. Ef þeim tekst að hnekkja neyðarlögunum þá verða innistæður ekki lengur forgangskröfur í þrotabúi Landsbankans. Ef þessum aðilum tekst að hnekkja neyðarlögunum þá þýðir það að þessir aðilar munu fá stærstan hluta þrotabúsins í sinn hlut. Lítið fæst þá upp í Icesave innistæðurnar. Ef við samþykkjum Icesave samninginn þá erum við að ábyrgjast að greiða Bretum og Hollendingum Icesave óháð því hvort neyðarlögin halda.

Þessir aðilar eru að reyna að hnekkja neyðarlögunum fyrir íslenskum dómstólum með því að leggja til grundvallar stjórnarskrárvarinn eignarétt sem er skýr í íslensku stjórnarskránni annars vegar og í Mannréttindayfirlýsingu Evrópu hins vegar. Sjá þessa frétt hér og viðbrögð talsmanns þessara lánadrottna við dómi héraðsdóms um heildsöluinnlánin nú fyrir helgi:  Erlendir kröfuhafar: Dómur Héraðsdóms gegn stjórnarskránni. 

Vel getur farið svo að það verði fyrst þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp sinn dóm eftir 3 ti 5 ár að við vitum hvort neyðarlögin halda. Vel getur farið svo að þá fyrst vitum við hvort eignirnar sem eru í þrotabúi Landsbankans verða til ráðstöfunar upp í Icesave. Ef neyðarlögunum verður hnekkt þá vegna ríkisábyrgðarinnar, þá falla þessir 674 ma. sem það kostar að tryggja lámarksinnistæðurnar á Icesave reikningunum, þær falla þá að stórum hluta til á ríkissjóð. Það er að segja ef við samþykkjum Icesave samninginn þann 9. apríl nk.

Þetta staðfesti Lee Buchheit í viðtali í Silfrinu á sunnudaginn. Verði neyðarlögunum hnekkt sagði hann, þá falla gríðarlegar skuldbindingar á ríkissjóð. Lee Buchheit upplýsti líka að það er gert ráð fyrir þessum möguleika í Icesave samningnum. Hann sagði að menn hefðu reiknað með því að þetta gæti gerst. Þess vegna er gert ráð fyrir því í Icesave samningnum að það geti tekið ríkissjóð næstu 37 árin að greiða upp Icesave.

Þess vegna má ekki veita þessa ríkisábyrgð. Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Gerum okkur grein fyrir því að þetta Icesave mál er rétt að byrja hvort heldur þjóðin velur já eða nei á laugardaginn. Gríðarleg óvissa mun ríkja um afdrif þessa máls þar til dómur fellur fyrir Hæstarétti og hugsanleg í framhaldi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu hvort neyðarlögin halda. Sérstaklega mun þessi óvissa plaga okkur ef við samþykkjum Icesave og veitum þessa ríkisábyrgð.

Ég minni á að ef við höfnum Icesave 3 og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar vegna neyðarlaganna, 94% af sínum ýtrustu kröfum, þ.e. tæpa 1.200 ma.  Sjá þennan pistil hér:  Felli þjóðin Icesave 3 fá Bretar og Hollendingar samt 94% af sínum ýtrustu kröfum.

Ef við segjum NEI þá borgum við sjálf ekki neitt næstu árin og engin ríkisábyrgð verður veitt. Málið fer þá fyrir dómstóla og þá gefst tækifæri til að taka tillti til þess hvort neyðarlögin halda eða ekki. Eins gefst þá tækifæri, ef menn vilja, til að bjóða Bretum og Hollendingum aftur að samningaborðinu þegar réttaróvissunni um neyðarlögin hefur verið eytt.

Ef við segjum JÁ og neyðarlögin halda ekki þá falla gríðarlegar fjárhæðir á ríkissjóð og þjóðin verður skattpínd og sliguð næstu 37 árin að borga Icesasve.

Að samþykkja Icesave meðan það ríkir réttaróvissa um það hvort neyðarlögin halda er óásættanlegt gambl.

Að segja NEI er eina skynsamlega leiðin út úr þessu klúðri.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.4.2011 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818113

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband