Forsetinn las þjóðina kolrangt.

 

Ein af röksemdum hr. Ólafs Ragnars Grímssonar var að það væri meirhlutinn óánægður með lausn Icesave samkvæmt skoðanakönnunum.

Það er rétt ef hann er að horfa á ástandið eins og það var fyrir nokkrum vikum eða mánuðum, en mjög líklega kolrangt er horft er til stöðunnar í nú-inu.

Umræðan í þjóðfélaginu, fjölmiðlum, vinnustöðum. formlegum og óformlegum skoðanakönnunum benda til þess að verulegur meirihluti þjóðarinnar vilji ljúka þessu máli núna...með samningum.

Það er tilfinning mín að þjóðaratvæðagreiðslan skili allt að 70% fylgi við þann samning sem Alþingi samþykkti með 44 atkvæðum gegn 16. Það er ekki ósvipuð niðurstaða, hlufallslega, eins og var á þinginu.

Ef svo fer hefur forseti Íslands lesið þjóð sína kolrangt..svo kolrangt að jaðrar við lesblindu. Við að heyra málflutning hans í erlendum fjölmiðlum í morgun þar sem hann tekur undir sjónarmið um vafa á að Ísland eigi ekki að greiða þessa skuld þá verður maður hugsi.

Var ákvörðun hans að senda samninginn í þjóðaratkvæði fyrst og fremst vegna eigin skoðana og skilnings á málinu en ekki endilega vegna þess sem hann hafði fram að færa í rökstuðningi sínum ?

Maður bara spyr sig ??


mbl.is Þráinn: Þingmenn lesi 11. grein stjórnarskrárinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Harðarson

ja ég tel hann hafa séð það rétt að þjóðinn vilji fá að tjá sig um þetta mál ..

Það er mín tilfinning að þessi nýji samningur eigi og verði kolfelldur líkt og sá fyrri ..

guð blessi forsetan og 26 grein

Hjörleifur Harðarson, 23.2.2011 kl. 15:36

2 Smámynd: Páll Þorsteinsson

Ég held hann hafi nú bara lesið þjóðina nokkuð vel og tilfinning mín segir að nei verði 58% og já 42%.

Páll Þorsteinsson, 23.2.2011 kl. 15:46

3 identicon

FORSETINN TÓK EFNISLEGA EKKI AFSTÖÐU GEGN FRUMVARPINU. Hann vildi eingöngu fá að leyfa þjóðinni að klára þetta mál, sama hvort hún segði nei eða já.

Nýleg skoðanakönnun sýndi að meirihluti vill samþykkja þetta frumvarp en ekki má gleyma því að þrátt fyrir það var líka meirihluti fyrir því að þjóðin hafi síðasta orðið.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 16:06

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ríflegur meirihluti landsmanna hyggst staðfesta Icesave samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu, samkvæmt netkönnun Pressunnar. Af þeim sem tóku afstöðu ætla tæplega 60 prósent að staðfesta samninginn...

Bíðum eftir Capacent og Fréttablaðinu.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.2.2011 kl. 07:24

5 Smámynd: Vendetta

Jón, það ert þú sem lest þjóðina rangt. IceSlave III mun kolfalla í atkvæðagreiðslu og síðan ætti ríkisstjórnin að segja af sér eins og hún leggur sig. Og vindhaninn og tækifærissinninn Þráinn ætti að fara aftur á fjóshauginn (Fréttablaðið), því að hann er vonlaus sem þingmaður. 

Vendetta, 24.2.2011 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818117

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband