Enginn getur fundið misnotkun kennitala.

 

Creditinfo mun sannreyna þær undirskriftir sem skráðar voru á kjosum.is, þar sem skorað er á forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar. Rúmlega 37.000 undirskriftir hafa verið sendar til úrvinnslu.

Það getur enginn staðfest hver skrifaði viðkomandi kennitölur og sendi þær. Þeir sem vildu gátu skrifað inn ættingja, vini og hvern sem var með því að hafa kennitölu viðkomandi við hendina.

T.d. gátu þeir sem hafa aðgang á kjörskrám sem eru til á skrifstofum stjórnmálaflokkanna setið við og skráð kennitölur í drep klukkustundum saman og fá með sér í lið fleira fólk í fleiri tölvum.

Þetta mun Creditinfó aldrei geta séð og markleysi þessara undirskrifta er jafn mikið þó svo reynt sé að flagga nöfnum fyrirtækja.


mbl.is Farið yfir undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Ingi,

Hvernig stendur á því að þessi tillaga fékkst ekki samþykkt af Alþingi?

Eina ástæðan fyrir undirskriftasöfnuninni (sem þú hnýtir hérna í) er sú að almenningur er hættur að trúa fagurgölum stjórnmálaflokkanna um að umdeild og stór mál eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Tæknilegar aðfinnslur þínar eiga e.t.v. rétt á sér, en koma kjarna málsins ekkert við.

Hugmynd Jóhönnu Sigurðardóttur (en að vísu bara á meðan hún var í stjórnarandstöðu):

Framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu
Með frumvarpinu er kveðið á um að fimmtungur kosningabærra manna í landinu geti krafist þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um lagafrumvarp sem Alþingi hefur samþykkt. Krafan þarf að vera studd undirskriftum fimmtungs kosningabærra manna eða um 40 þúsund manns 18 ára og eldri og hafa borist forseta eigi síðar en 30 dögum eftir samþykkt lagafrumvarps á Alþingi. Efna á til þjóðaratkvæðagreiðslu eigi síðar en 45 dögum eftir að úrskurðað hefur verið um lögmæti kröfunnar. Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar séu bindandi ef helmingur þeirra sem þátt taka greiða atkvæði gegn lögunum, þó þannig að ávallt greiði fimmtungur kosningabærra manna atkvæði gegn gildi laganna. Þannig þarf alltaf helmingur þeirra sem þátt taka í atkvæðagreiðslu að vera á móti lögunum, en ef þátttaka er undir 40% dugar ekki helmingur heldur kemur þá til kasta fimmtungsreglunnar, þannig að a.m.k. 20% kosningabærra manna þurfi að vera andvígir lögunum. 

Geir Ágústsson, 17.2.2011 kl. 13:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tölfræðilega telst ein undirskrift vera ein undirskrift. Hvort sem það er rétt kennitala eða ekki þá var einhver sem skráði hana. Samtals fjöldi slíkra skráninga frá mismunandi IP tölum o.þ.h. gefur til kynna tölfræðilega marktæka niðurstöðu innan ákveðinna skekkjumarka. Þannig að ef þú hefur skrifað undir með kennitölu einhvers annars manns, þá þökkum við þér samt sem áður fyrir stuðninginn því sú undirskrift telst ein undirskrift, hvernig svo sem þú fórst að því að skrá hana. Enn fremur er það þín undirskrift þó svo þú hafir kosið að nota falska kennitölu, ef svo er þá er það þinn glæpur en ekki vefsíðunnar. Vefsíðan gerir ráð fyrir því að notendur séu löghlýðnir, alveg eins og allir þurfa að gera sem taka við kennitölu vegna upplýsingaskráningar, t.d. fjölmargar stofnanir og fyrirtæki. Ef í ljós kemur við tölfræðilega úrvinnslu þeirra gagna sem við höfum undir höndum að skekkjumörkin séu breið gefur það til kynna að mikið hafi verið um falsanir, og það reynist svo verður tekið til athugunar hvort tilefni sé að tilkynna það til lögæsluyfirvalda eða eftirlitsstofnana eftir því sem við á.

Gleymum ekki að undirskriftasöfnun er meira í líkingu við skoðanakönnun. Enginn heldur því fram að þetta sé hárnákvæm kosning. Sem einn af aðstandendum kjósa.is vil ég þó fullvissa ykkur um að reynt er að vanda til verks eins og frekast er kostur, innan þeirra marka sem raunhæft er í undirskriftasöfnun yfir höfuð.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2011 kl. 13:47

3 identicon

Cteditinfo hefur lýst því yfir að fyrirtækið keyri saman þjóðskrá og undirskriftalista. Það er allt og sumt. Ekkert mat á áreiðanleika enda ekki mögulegt. Hver og einn yrði að staðfesta sína undirskrift. Sem sagt: ómarktækt.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 13:47

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Alveg sama hvað verða skrifaðar miklar langlokur..Guðmundur og Geir. Þessi könnun er og verður ómarktæk og eiginlega kátbroslegt að einhverjir skuli virkilega halda að hægt sé að kúga stóran meirihluta þjóðarinnar með ómarktækum undirskrifalistum þar sem 10% þjóðarinnar ( kannski ) skrifa undir og í þokkabót galopnum til allskonar misnotkunnar.... fáránlegt einu orði sagt.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.2.2011 kl. 13:58

5 identicon

Allar undirskriftarsafnanir hafa þennan sama annmarka og þessi söfnun. Það er ekkert sem bendir til að það sé stórfellt svindl að baki þessarar söfnunar. Þvert á móti þá eru kannanir sem sýna að yfir 60% vilji að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigurður Jónas Eggertsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 13:59

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Persónuvernd mun taka þetta mál til skoðunar en eins og allir vita er söfnun kennitala bönnuð með lögum og ég efast ekki andartak um að þeir muni lýsa þessa söfnun kenntitala ólöglega þar sem engum öryggiskröfum er fullnægt.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.2.2011 kl. 14:04

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

að er ein könnun sem sýndi þessi 60% og að baki hennar er lítið úrtak.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.2.2011 kl. 14:04

8 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Þverhausarnir berja hausnum við steininn!

Eins og Guðmundur Ágeirsson bendir réttilega á er hér ekki um lögformlega kosningu að ræða sem lýtur stífustu kröfum þar um. Hér er safnað viljayfirlýsingum einstaklinga, n.k. skoðanakönnun sem hefur ekki gildi uppá punkt og prik, þannig séð, að það skipti öllu hvort gildar undirskriftir eru 36900 eða 37000.  Forsetinn hefur svo nokkuð frjálsar hendur hvaða tillit hann tekur til þessara gagna.  Hvort hann metur þetta nægjanlega traustvekjandi söfnun eða ekki.

Hann þarf ekki að lúta neinum fyrirframákveðnum reglum sem kveða á um nákvæmlega tilgreinda tölu undirskrifta þegar hann ákveður sig með hvaða vægi þetta hefur í ákvörðun hans .

Áður hafa verið reyndar svona safnanir á netinu án umtalsverðs árangurs. Ef þessi svindlleið er svona auðveld og augljós ættu allar slíkar undirskriftasafnanir  að getað brillerað!

Kristján H Theódórsson, 17.2.2011 kl. 14:22

9 identicon

Jón Ingi: Það muna allir hversu harkalega þú barðist fyrir því að fyrsti Icesave samningur Svavars og Steingríms yrði samþykktur.  Það muna sömuleiðis allir hver offari þú fórst í að berjast gegn undirskriftasöfnuninni fyrir ári síðan; hve ákaft þú reyndir að gera hana tortryggilega og marklausa og ekki síst allan hræðsluáróðurinn sem þú barst út um hvað myndi gerast ef forsetinn og þjóðin synjaði lögunum.

Sagan hefur síðan sýnt okkur að þú hafði gersamlega kolrangt fyrir þér í öllum atriðum. Ekki einu, heldur ÖLLUM.

Því spyr ég: telur þú virkilega að það taki einhver mark á ummælum þínum lengur? Vissulega áttu þér einhverja viðhlæjendur og skoðanabræður - Samfylkingarfólk sem er jafn uppfullt af ranghugmyndum og þú virðist vera - en skynjarðu virkilega ekki hve mjög þessi málflutningur þinn, útúrsnúningar, ósannindi öll, rangfærslur og þjóðníð er fyrirlitið og smáð?

En það er auðvitað fólki eins og þér að þakka að Samfylkingin er deyjandi stjórnmálaafl, í frjálsu falli í skoðanakönnunum, þannig að ég býst við að ég ætti frekar að þakka þér fyrir en úthúða þér.

Birgir (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:02

10 identicon

Könnun andríkis sem sýndi 62% stuðning við þjóðaratkvæðagreiðslu var með 865 svörum.  Það er því augljóst að könnunin er traust og mark takandi á niðurstöðunni. Athugasemd Jóns Inga um lítið úrtak er að engu hafandi.

Þá er einnig rangt að ekki sé hægt að fá mat á áreiðanleika undirskriftasöfnunar kjosum.is.  Fyrst hreinsar maður burt þá sem ekki eru á kjörskrá og síðan velur maður nokkur hundruð (líklega 300 að lágmarki og 1000 að hámarki) hefur upp á fólkinu og spyr hvort það sé á undirskriftalistanum af eigin hvötum.  Skipting svara gefur fína af heildinni.

Björn Ragnar Björnsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:13

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Síðan hvenær hefur beiðni um "þjóðaratkvæðagreiðslu" kallast "kúgun" á þjóðinni? Hef ekki heyrt það betra. Og það frá Samfylkingarmanni!

Geir Ágústsson, 17.2.2011 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband