Þarna eru andstæðingar Icesave á ferð !

bert sagðist ekki vita hver hefði haft samband við weebly.com, en það hljóti að vera einhver sem sem væri eitthvað í nöp við þessa undirskriftasöfnun. Viðbrögð við síðunni hafi verið mjög mikil og meiri en hann átti von á.

Hér getur ekki verið um neina að ræða en einhverja öfgafulla andstæðinga Icesave.  Einhver hefur greinilega óttast það sem kæmi út úr þessari undarskrifasöfnun enda heyrir maður miklu fleiri hafa jákvæða skoðun á að ljúka þessu máli núna og með samningum en þeim sem sjá aðeins svartnættið og drungan framundan.

Komar 1.500 heimsóknir á ótrúlega stuttum tíma og hefði örugglega endað með þúsundum..ef ekki tugum þúsunda.

Síðan sem segir nei við Icesave hefur því ekkert vægi í ljósi þessara staðreynda og óheiðarleika.


mbl.is Vefsíðu til stuðnings Icesave var eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað hringdi Davíð í vini sína hjá weebly.com og lét þá loka síðunni!!

Gunnar Heiðarsson, 15.2.2011 kl. 11:08

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt mál. En viðbrögð hýsingaraðilans eru hins vegar mjög einkennileg. Þeir hefðu átt að hafa samband við Róbert og gefa honum færi á að útskýra málið áður en þeir gripu til jafn róttæks úrræðis að eyða síðunni og öllu efni hennar.

Þess utan eru 1.500 undirskriftir á 20 tímum mun minna en í söfnuninni á Kjósum.is. Svo vill til að ég punktaði það hjá mér á Facebook sl. laugardagskvöld að fyrstu 24 tímana höfðu safnast 4.600 undirskriftir þar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.2.2011 kl. 11:17

3 identicon

Annar möguleiki er að undirskriftir á henni voru ekki nægar, þannig að þeir sjálfir hafi eytt henni.

aldei að vita !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 11:35

4 identicon

Ég tek undir með Hirti hér að ofan. Leiðinlegt og asnalegt að þetta þurfti að fara svona.

En árétta einnig að söfnunin hjá "ICESAVE - JÁ TAKK" gekk ekki mjög vel, eins og Hjörtur bendir réttilega á þá voru 3svar x fleiri undirskriftir á kjósum.is heldur en hjá ICESAVE - JÁ TAKK"

Enda skildi ég aldrei hvað fyrir þeim vakti um að "ICESAVE - JÁ TAKK" væri eitthvað sem við ættum að vera sérlega þakklát fyrir.

Ef ég hefði á endanum talið rétt eða óhjákvæmilegt fyrir hagsmuni þjóðarinnar að styðja þennan 3ja ICESAVE samning sem ég velti óneitanlega vel og vandlega fyrir mér og var lengi vel á báðum áttum, þá hefði ég samt aldrei gert það með einhverju sérstöku þakklæti eða gleði, heldur með óbragð í munni og krepptan hnefann.

En margir hverjir sem hafa stutt þessa þrælasamninga hvernig sem þeir litu út alveg frá upphafi hafa litið á þetta sem eitthvað sem okkur bæri að gera "alveg sama hvað" og með sérstakri lotningu og þakkilæti til ESB, Breta og Hollendinga slíkur hefur undirlægjuhátturinn verið ! 

Nú eru undirskriftir á kjósum.is komnar vel á nóitjánda þúsundið og alveg gríðarlegur kraftur og skriðþungi í söfnuninni. Enda er þingið nú í kapphlaupi við meirihluta fólksins í landinu um að troða þessu í gegnum þingið áður en of margar undirskriftir verða komnar.

Skrítið og undarlegt lýðræði það þegar kjörnir fulltrúar þjóðarinnar treysta alls ekki fólkinu í landinu og fólkið í landinu treystir heldur alls ekki sínum kjörnu fulltrúum !

Áfram: kjósum.is

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 11:40

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hjörtur, Það er voðalega þægilegt fyrir þig að segja þetta leiðinlegt mál. Svona sérstaklega í ljósi þess að þú ert nátengdur vefsíðunni sem safnar núna undirskriftum gegn Icesave samningum.

Viðbrögð hýsingaraðilians voru svona vegna þess að það var fullyrt við þá að þetta væri spam vefsíða, sem er auðvitað bannað þarna eins og annarstaðar. Í svona tilfellum þá hafa þeir ekki fyrir því að hafa samband. Sá sem laug þessu í hýsingaraðilann hefur því vitað nákvæmlega hvað hann var að gera þarna.

Gunnlaugur Ingvarsson, Þessi undirskriftarsöfnun hófst ekki fyrr en rúmlega tveim sólarhringum eftir að andstæðingar Icesave samningins höfðu hafið sína undirskriftarsöfnun. Þannig að allt tal um færri undirskriftir er því ekkert nema blekkjandi.

Jón Frímann Jónsson, 15.2.2011 kl. 11:54

6 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ef þetta ætti að vera vitrænt, þá ættu báðar safnanirnar að vera á sömu síðu. Gæti alveg trúað að stór hluti fólks er bara orðið skítsama, komið með upp í háls af þessari icesave froðu.

Jón Ragnarsson, 15.2.2011 kl. 12:02

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Frímann minn, tengsl mín við vefsíðuna Kjósum.is eru engin. Mér er annars slétt sama þó þú trúir því ekki að mér þyki þetta mál leiðinlegt. Ef satt er að einhver hafi komið röngum upplýsingum til hýsingaraðilans sem leitt hafi til þess að síðunni var lokað eru það vinnubrögð sem einfaldlega er ekki hægt að samþykkja sama hver á í hlut.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.2.2011 kl. 12:12

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan að gefnu tilefni eins og áður segir:

Undirskriftasöfnunin með Icesave stóð í 20 tíma og hafði þá safnað 1.500 undirskriftum að sögn talsmanns hennar.

Þegar undirskriftasöfnunin gegn Icesave hafði staðið í 24 tíma sl. laugardagskvöld höfðu safnast um 4.600 undirskriftir skv. teljara hennar.

M.ö.o. er verið að tala um nokkurn veginn sama tíma, forskot eða ekki skiptir hér engu máli.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.2.2011 kl. 12:17

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vissi ekki að á Íslandi byggju margir fylgendur Icesave, sem á sínum tíma 2005 var stofnað til að borga skuldir vegna áhættu fjárfestinga í UK.   

Júlíus Björnsson, 15.2.2011 kl. 13:22

10 Smámynd: Hörður Einarsson

Voru þeir ekki bara 15 en ekki 1500.? Þá er nú bara betra að eyða henni, og kenna síðan einhverjum öðrum um.

Hörður Einarsson, 15.2.2011 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband