Kraftaverkaflokkarnir blekking.

 

„Við mótmælum harðlega forgangsröðun Reykjavíkurborgar og krefjumst þess að það verði alfarið horfið frá niðurskurði á kennslumagni og skerðingu á gæslu á skólatíma og á öðrum sviðum sem ógna menntun og velferð barna. Við krefjumst þess að farið sé að grunnskólalögum.“

Það fer ekki framhjá neinum að kraftaverkaflokkarnir sem boðuðu kraftaverk, önnur vinnubrögð og aðrar áherslur eru hreinlega ekkert öðruvísi en hefðbundnu stjórnmálaflokkarnir.

Það er ekkert öðruvísi við þau framboð. Þar er venjulegt fólk og kjaftæði þessara framboða um að fólk á framboðslistum flokka væri óalandi og óferjandi var ekkert annað en innantóm kjaftæði..ætlað til þess að blekkja kjósendur enda voru þeir afar móttækilegir fyrir slíkum blekkingum í taugapirringi eftirhrunsmánaðanna.

Munurinn á fólki á listum Besta flokksins og fleiri líkra framboða t.d. L-listans á Akureyri var upp til hópa reynsluminna og trúgjarnara en þeir sem þekkja þessa baráttu.

Nú er að renna upp fyrir þessum flokkum ljós. Auðvitað geta þeir ekkert meira en aðrir þegar fjármagn skortir og vandamálin hrannast upp. Skýjaborgir sjálfblekkinganna er hrundar og við blasa sárar staðreyndir.

Kjósendur eru líka að vakna upp við það að þeir eru engu bættari með sundurleit og reynslulaus stjórnmálaöfl við stjórnvölin heldur en reynsluboltana úr gömlu flokkunum nema síður sé.

Besti flokkurinn er sundurleitt stjórnmálafl sem í reynd er búið að vera. Borgarstjórinn er að örmagnast og bullar hverja vitleysuna á fætur annarri.

 L - listinn á Akureyri er ekki það lýðræðisafl sem hann þóttist vera... heldur öllu hjá sér og passar vandlega að engir aðrir hafi neitt um það að segja hvernig mál eru unnin. Akureyri er í reynd stjórnað af 10-20 vinum og kunningjum Odds Helga og jafnvel þeir komast ekki að fyrir gamla einræðisherranum úr Framsóknarflokknum.

Ég held satt að segja að kjósendur hafi orðið blekkingum að bráð og það helgaðist af því andrúmi sem ríkjandi var ...og jafnvel er í þjóðfélaginu.


mbl.is Mikill hiti í foreldrum grunnskólabarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband