Höfðuðborg með samgöngumiðstöð og flugvöll.

„Allajafna er við það miðað um höfuðborg að hún sé aðsetur æðsta valds í ríkinu og miðstöð stjórnsýslu. Skyldur höfuðborgarinnar sem sveitarfélags eru því víðtækari en annarra sveita ríkisins þar sem íbúar hennar og leiðtogar þeirra verða í starfsháttum og skipulagi að taka tillit til þjónustuhlutverks borgarinnar við alla landsmenn. Réttindi verður höfuðborgin að hafa á móti, þar á meðal þau að samráð sé haft við stjórnendur hennar um þær ákvarðanir ríkisstjórnarinnar og þings sem snerta mikilvæga hagsmuni borgarbúa, svo sem atvinnufæri, skipulag og yfirbragð," segir m.a. í greinargerðinni. 

Stjórnmálamenn í Reykjavík hafa flestir þá skoðun að innan borgarmarka eða í næsta nágrenni sé algjör óþarfi að hafa flugvöll og samgöngumiðstöð. Þeir vísa þeirri ábyrgð á annað og smærra sveitarfélag suður með sjó og vilja beina landsbyggðarfólki á útnes fjarri þjónustustofnunum borgarinnar.

Ég fagna því að þingmenn Samfylkingarinnar hafi að því frumkvæði að ræða þessi mál og m.a. koma höfuðborginni og þeim sem þar ráða í skilning um víðtæka ábyrgð höfðuborgar í landi sínu.

Fram að þessu hefur sýn stórnmálanna í Samfylkingunni og fleiri flokkum í Reykjavík verið einskorðuð við hagsmuni Reykjavíkur og þeir ekki talið að borgin hefði neinar sérstakar skyldur við landsbyggðarlýðinn.

Vonandi eru augu þeirra að opnast og ég fagna aftur þessu framtaki Marðar og félaga.

 


mbl.is Skyldur höfuðborgar verði skilgreindar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

vonandi fær þá borgin framlög í samræmi við skyldurnar svo landsbyggðalýðurinn hætti að mergsjúga borgina

Óskar Þorkelsson, 1.2.2011 kl. 17:16

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mest öll verðmætasköpun fer fram á landsbyggðinni. Þar er fiskurinn og iðnaðurinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.2.2011 kl. 18:21

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já er þá ekki upplagt að landsbyggðin borgi fyrir hlunnindin ?

Óskar Þorkelsson, 1.2.2011 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 818233

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband