26.1.2011 | 18:28
Tilraun til valdaráns.
Miðstjórn ASÍ lýsir yfir megnri óánægju með þá stöðu sem upp er komin í yfirstandandi kjarasamningsviðræðum. Hefur samninganefnd ASÍ ákveðið að hætta öllum þreifingum við SA um gerð kjarasamnings. ASÍ segir að það muni ekki láta atvinnurekendur taka viðræðurnar í gíslingu til að verja sérhagsmuni útgerðamanna.
Þessi nálgun SA að kjarasamningum og þvingunarskilyrði þeirra í sjávarútvegsmálum er ekkert annað en tilraun til valdaráns í ákveðnum málaflokki og kannski síðar í fleiri málaflokkum.
Að neita að semja við tugi þúsunda launamanna nema ríkisstjórnin hlýði þeim í kvóta og sjávarútvegsmálum er dæmalaust og ég veit ekki í hvaða skógarferð þessi samtök eru.
Ég hef áður sagt að með þessu neyða þeir verkalýðshreyfinguna til aðgerða og ríkisstjórn og Alþingi geta alls ekki samþykkt að þeim séu sett skilyrði við stjórn landsins. Slíkt er ekkert annað en tilraun til valdaráns og aðför að lýðræðinu. En sennilega átta Vilhjálmur og co sig ekki á þeirri uggvænlegu staðreynd.
Eigum við kannski von á hótunum í fleiri málaflokkum í framhaldinu. Við semjum ekki við launafólk nema .....nema .....nema.... ríkisstjórnin hlýði okkur.
Fjárlagafrumvarpið...ESB... skattamál fyrirtækja... skipan ráðuneyta.. Eigum við von á að SA taki næst til við að nota kjarasamninga til að stjórna þeim málaflokkum í gegnum hótanir.
Ég hef aldrei orðið vitni að sambærulegu dómgreindarleysi í upphafi kjarasamningaferlis sem þarf að nálgast með skynsemi og varúð.... líklega eru þeir ekki með réttu mennina sem ráðgjafa.
Hætta öllum þreifingum við SA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.