Vítavert tómlæti.!

Ólína Þorvarðarsdóttir, alþingismaður, hefur óskað eftir fundi í umhverfisnefnd Alþingis við fyrsta tækifæri til að fjalla um díoxíðmengun frá Sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal í Skutulsfirði.

Mengun frá Funa hefur verið vandamál á Ísafirði lengi. Nú hefur komið í ljós að mengunin hefur innhaldið stórhættuleg efni og jafnvel stórhættuleg.

Það má ljóst vera að sveitarstjórn og heilbrigðisyfirvöld á svæðinu hafa sýnt vítavert tómlæti og hafa með framferði sínu jafnvel kallað skaðabótakröfu yfir sveitarfélagið. Eins og kunnugt er hefur MS lokað á mjólk frá býli á svæðinu vegna mengunar.

Tómlæti Íslendinga í umhverfismálum er þekkt vandamál og framsóknarmennskan allsráðandi. Ég sat lengi í umhverfisnefnd Akureyrar og var var við það á eigin beinum að tal mitt um nauðsyn úrbóta í sviðfryksmálum var jafnvel flokkað undir nöldur og hysteríu af sumum.

En það er líklega smámál miðað við það sem hefur verið að gerast á Ísafirði...það er að mínu mati refsivert tómlæti sem þar hefur verið láti viðgangast.

Vonandi förum við að vakna þegar umhverfismál eru annarsvegar.


mbl.is Vill fund vegna sorpbrennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt er það Jón að ekki eru umhverfismálin auðveldari en skipulagsmálin !  víða refsivert tómlæti í gangi !

Ágúst J. (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 16:42

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ágúst..ég veit ekki hversu vel þú þekkir til...en munurinn á umhverfismálum og skipulagsmálum er að í skipulagsmálunum er öflugt eftirlitskerfi, athugsemdaskylda og auglýsingaskylda samkvæmt lögum sem ekki er til að dreifa í umhverfismálunum.

En tómlætið er til staðar eins og td. hér á Akureyri undir forsjá L-listans hefur verið ákveðið að endurskoða ekki aðalskipulagið fyrir Akureyri fyrr en 2016 þó svo skipulagsstofnun telji ástæðu til enda er það orðið 6 ára og verður orðið 12 ára árið 2016.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.1.2011 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818152

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband